Miðað við 300 þúsund manna þjóð er ótrúlegt hve góður fótboltinn á Íslandi er Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. október 2020 11:31 Erin McLeod í leik með Stjörnunni gegn ÍBV í lok ágúst. Garðbæingar unnu leikinn, 1-0. vísir/hulda margrét Erin McLeod, markvörður Stjörnunnar í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta, ræðir um dvöl sína á Íslandi í viðtali við heimasíðu FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandsins. McLeod kom til Stjörnunnar á láni frá Orlando Pride í Bandaríkjunum um miðjan ágúst. Sú kanadíska hefur leikið átta leiki með Garðbæingum í Pepsi Max-deildinni. Í viðtalinu segir McLeod að hún hafi þurft að spila eftir að hafa glímt við meiðsli í um ár og Ísland hafi komið inn í myndina vegna kærustu sinnar, Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur. „Við heimsóttum Ísland í desember - ég mæli með því að fólk heimsæki landið að sumri til - og þá áttum við viðræður við Stjörnuna, uppeldisfélag Gunnhildar. Svo þegar ég skoðaði þetta, að ég átti möguleika á að koma hingað, það voru fá kórónuveirutilfelli á Íslandi og fékk tækifæri til að kynnast fjölskyldu kærustu minnar, var þetta ekki spurning. Og þetta hefur verið dásamlegt,“ sagði McLeod. McLeod hefur farið á fjögur heimsmeistaramót og tvenna Ólympíuleika með kanadíska landsliðinu.vísir/hulda margrét Hin 37 ára McLeod, sem hefur leikið 118 leiki fyrir kanadíska landsliðið og farið með því á fjölmörg stórmót, talar afar vel um Ísland í viðtalinu, hversu góður fótboltinn hér á landi er og hrósar umhverfinu í kringum hann. „Miðað við 300 þúsund manna þjóð er ótrúlegt hversu góður fótboltinn er. Að mörgu leyti er Ísland stórkostlegt. Ég ber mikla virðingu fyrir því hvernig þetta land lítur, ekki einungis á kvennaíþróttir, heldur kynjamál almennt. Fyrir nokkrum árum var feðrum gert að fara í fæðingarorlof og launamunur kynjanna er einn sá minnsti í heiminum. Það sama er með árangurstengdar greiðslur [íslensku landsliðanna], konur fá það sama og karlar. Það er margt sem önnur lönd, m.a. Kanada, geta lært af Íslandi,“ sagði McLeod. „Ég held að heildarmyndin sé það sem heilli erlenda leikmenn sem koma hingað að spila. Allir tala frábæra ensku, og margir leiðrétta málfræðina mína, og þér líður eins og þú sért heima hjá þér. Þú getur klárað æfingu, keyrt svo í 30-40 mínútur og skoðað stórkostlega náttúru. Ég hef fundið að því meiri áherslu sem ég legg á að ná jafnvægi í vinnu og starfi því betur spila ég.“ Allt viðtalið við Erin McLeod má lesa með því að smella hér. Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Erin McLeod, markvörður Stjörnunnar í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta, ræðir um dvöl sína á Íslandi í viðtali við heimasíðu FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandsins. McLeod kom til Stjörnunnar á láni frá Orlando Pride í Bandaríkjunum um miðjan ágúst. Sú kanadíska hefur leikið átta leiki með Garðbæingum í Pepsi Max-deildinni. Í viðtalinu segir McLeod að hún hafi þurft að spila eftir að hafa glímt við meiðsli í um ár og Ísland hafi komið inn í myndina vegna kærustu sinnar, Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur. „Við heimsóttum Ísland í desember - ég mæli með því að fólk heimsæki landið að sumri til - og þá áttum við viðræður við Stjörnuna, uppeldisfélag Gunnhildar. Svo þegar ég skoðaði þetta, að ég átti möguleika á að koma hingað, það voru fá kórónuveirutilfelli á Íslandi og fékk tækifæri til að kynnast fjölskyldu kærustu minnar, var þetta ekki spurning. Og þetta hefur verið dásamlegt,“ sagði McLeod. McLeod hefur farið á fjögur heimsmeistaramót og tvenna Ólympíuleika með kanadíska landsliðinu.vísir/hulda margrét Hin 37 ára McLeod, sem hefur leikið 118 leiki fyrir kanadíska landsliðið og farið með því á fjölmörg stórmót, talar afar vel um Ísland í viðtalinu, hversu góður fótboltinn hér á landi er og hrósar umhverfinu í kringum hann. „Miðað við 300 þúsund manna þjóð er ótrúlegt hversu góður fótboltinn er. Að mörgu leyti er Ísland stórkostlegt. Ég ber mikla virðingu fyrir því hvernig þetta land lítur, ekki einungis á kvennaíþróttir, heldur kynjamál almennt. Fyrir nokkrum árum var feðrum gert að fara í fæðingarorlof og launamunur kynjanna er einn sá minnsti í heiminum. Það sama er með árangurstengdar greiðslur [íslensku landsliðanna], konur fá það sama og karlar. Það er margt sem önnur lönd, m.a. Kanada, geta lært af Íslandi,“ sagði McLeod. „Ég held að heildarmyndin sé það sem heilli erlenda leikmenn sem koma hingað að spila. Allir tala frábæra ensku, og margir leiðrétta málfræðina mína, og þér líður eins og þú sért heima hjá þér. Þú getur klárað æfingu, keyrt svo í 30-40 mínútur og skoðað stórkostlega náttúru. Ég hef fundið að því meiri áherslu sem ég legg á að ná jafnvægi í vinnu og starfi því betur spila ég.“ Allt viðtalið við Erin McLeod má lesa með því að smella hér.
Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn