Mætti Íslendingum tvisvar og fékk á sig hælspyrnumark í Laugardalnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2020 13:00 Bruno Martini í leik með franska landsliðinu en til hliðar má sjá úrklippur úr íslensku blöðunum eftir leik en þau voru öll með myndir af hælspyrnumarki Atla Eðvaldssonar. Samsett Franski knattspyrnuheimurinn syrgir í dag Bruno Martini, fyrrum markvörð franska landsliðsins, sem lést í nótt. Bruno Martini andaðist á sjúkrahúsi í Montpellier í nótt eftir að hafa fengið hjartastopp í síðustu viku. Hann var aðeins 58 ára gamall. Bruno Martini lék 31 landsleik fyrir Frakkland á árunum 1987 til 1996 og tveir af þeim voru á móti íslenska landsliðinu. Bruno Martini, who represented @FrenchTeam 31 times and went on to serve as Les Bleus' goalkeeping coach, has died at the age of 58.Our thoughts are with his loved ones at this sad time. pic.twitter.com/uTVo1SFx3G— FIFA.com (@FIFAcom) October 20, 2020 Bruno Martini lék á Laugardalsvellinum 5. september 1990 eða fyrir rétt rúmum þrjátíu árum síðar en þjóðirnar mættust þá í undankeppni EM 1992. Frakkar unnu leikinn 2-1 með mörkum frá þeim Jean-Pierre Papin og Eric Cantona. Cantona plataði íslensku vörnina með því að hlaupa yfir boltann í marki Papin og skoraði síðan seinna markið á svolítið grunsamlegan hátt. Íslensku varnarmennirnir töldu hann hafa notað höndina en Cantona neitaði því eftir leikinn. Þetta var ellefti landsleikur Bruno Martini og hann var fimm mínútum frá því að halda hreinu í Laugardalnum. Atli Eðvaldsson sést hér skora markið sitt framhjá Bruno Martini en þetta er mynd úr opnu DV daginn eftir.Skjámynd/Timarit.is/DV 6.9.1990 Martini átti hins vegar ekki svar við hælspyrnu Atla Eðvaldssonar fimm mínútum fyrir leikslok. Arnór Guðjohnsen skallaði þá hornspyrnu Ólafs Þórðarsonar til Atla sem skoraði með hælnum af markteigslínunni. Þetta var áttunda og síðsta mark Atla Eðvaldssonar fyrir íslenska landsliðið. Um mark Atla sagði Bruno Martini í viðtali við Morgunblaðið eftir leikinn: „Ég átti ekki möguleika á að verja. Hann var skyndilega aleinn fyrir framan markið og skaut snöggt með hælnum." „Það var fyrir öllu að vinna sigur gegn íslendingum í Reykjavík. Að vinna tvö stig hér á eftir að koma okkur að góðum notum í riðlinum þegar upp verður staðið. Við lékum þennan leik skynsamlega en það skal fúslega viðurkennast að ég var hræddur fyrir þennan leik," sagði Bruno Martini í viðtali við DV. Mynd af síðu Tímans daginn eftir.Skjámynd/Timarit.is/Tíminn 6.9.1990 „Íslenska liðið er gott að mínu mati og í því eru margir einstaklingar sem ég er mjög hrifinn af. Þessir leikmenn myndu spjara sig vel í frönsku knattspyrnunni. Sterkasta hlið íslensku leikmannanna liggur í líkamlegum styrk og eins eru þeir sterkir í skallaboltum. Ég óska íslenska liðinu góðs gengis í næstum leikjum," sagði Bruno Martini kurteislega í viðtalinu við DV eftir leikinn. Ljósmyndarar íslensku blaðanna náðu mörgum myndum af þessu marki eins og sjá má hér fyrir ofan og neðan á úrklippum úr íslensku blöðunum daginn eftir. Umfjöllun Morgunblaðsins eftir leikinn var með mynd af markinu sem Atli Eðvaldsson skoraði sem og stutt viðtal við Bruno Martini um markið.Skjámynd/Timarit.is/MBL 6.9.1990 Þetta var ekki eini landsleikur Bruno Martini á móti Íslandi því hann stóð einnig í markinu í 3-1 sigri á Parc des Princes rúmu ári síðar eða 20. nóvember 1991. Umræddur Eric Cantona skoraði tvö mörk í þeim leik. Mark íslenska liðsins skoraði aftur á móti Eyjólfur Sverrisson. Eyjólfur kom inn á sem varamaður í leiknum og minnkaði muninn í 3-1 með skoti í stöngina og inn. Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira
Franski knattspyrnuheimurinn syrgir í dag Bruno Martini, fyrrum markvörð franska landsliðsins, sem lést í nótt. Bruno Martini andaðist á sjúkrahúsi í Montpellier í nótt eftir að hafa fengið hjartastopp í síðustu viku. Hann var aðeins 58 ára gamall. Bruno Martini lék 31 landsleik fyrir Frakkland á árunum 1987 til 1996 og tveir af þeim voru á móti íslenska landsliðinu. Bruno Martini, who represented @FrenchTeam 31 times and went on to serve as Les Bleus' goalkeeping coach, has died at the age of 58.Our thoughts are with his loved ones at this sad time. pic.twitter.com/uTVo1SFx3G— FIFA.com (@FIFAcom) October 20, 2020 Bruno Martini lék á Laugardalsvellinum 5. september 1990 eða fyrir rétt rúmum þrjátíu árum síðar en þjóðirnar mættust þá í undankeppni EM 1992. Frakkar unnu leikinn 2-1 með mörkum frá þeim Jean-Pierre Papin og Eric Cantona. Cantona plataði íslensku vörnina með því að hlaupa yfir boltann í marki Papin og skoraði síðan seinna markið á svolítið grunsamlegan hátt. Íslensku varnarmennirnir töldu hann hafa notað höndina en Cantona neitaði því eftir leikinn. Þetta var ellefti landsleikur Bruno Martini og hann var fimm mínútum frá því að halda hreinu í Laugardalnum. Atli Eðvaldsson sést hér skora markið sitt framhjá Bruno Martini en þetta er mynd úr opnu DV daginn eftir.Skjámynd/Timarit.is/DV 6.9.1990 Martini átti hins vegar ekki svar við hælspyrnu Atla Eðvaldssonar fimm mínútum fyrir leikslok. Arnór Guðjohnsen skallaði þá hornspyrnu Ólafs Þórðarsonar til Atla sem skoraði með hælnum af markteigslínunni. Þetta var áttunda og síðsta mark Atla Eðvaldssonar fyrir íslenska landsliðið. Um mark Atla sagði Bruno Martini í viðtali við Morgunblaðið eftir leikinn: „Ég átti ekki möguleika á að verja. Hann var skyndilega aleinn fyrir framan markið og skaut snöggt með hælnum." „Það var fyrir öllu að vinna sigur gegn íslendingum í Reykjavík. Að vinna tvö stig hér á eftir að koma okkur að góðum notum í riðlinum þegar upp verður staðið. Við lékum þennan leik skynsamlega en það skal fúslega viðurkennast að ég var hræddur fyrir þennan leik," sagði Bruno Martini í viðtali við DV. Mynd af síðu Tímans daginn eftir.Skjámynd/Timarit.is/Tíminn 6.9.1990 „Íslenska liðið er gott að mínu mati og í því eru margir einstaklingar sem ég er mjög hrifinn af. Þessir leikmenn myndu spjara sig vel í frönsku knattspyrnunni. Sterkasta hlið íslensku leikmannanna liggur í líkamlegum styrk og eins eru þeir sterkir í skallaboltum. Ég óska íslenska liðinu góðs gengis í næstum leikjum," sagði Bruno Martini kurteislega í viðtalinu við DV eftir leikinn. Ljósmyndarar íslensku blaðanna náðu mörgum myndum af þessu marki eins og sjá má hér fyrir ofan og neðan á úrklippum úr íslensku blöðunum daginn eftir. Umfjöllun Morgunblaðsins eftir leikinn var með mynd af markinu sem Atli Eðvaldsson skoraði sem og stutt viðtal við Bruno Martini um markið.Skjámynd/Timarit.is/MBL 6.9.1990 Þetta var ekki eini landsleikur Bruno Martini á móti Íslandi því hann stóð einnig í markinu í 3-1 sigri á Parc des Princes rúmu ári síðar eða 20. nóvember 1991. Umræddur Eric Cantona skoraði tvö mörk í þeim leik. Mark íslenska liðsins skoraði aftur á móti Eyjólfur Sverrisson. Eyjólfur kom inn á sem varamaður í leiknum og minnkaði muninn í 3-1 með skoti í stöngina og inn.
Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira