„Reglurnar þurfa að vera miklu skýrari“ Sylvía Hall skrifar 19. október 2020 23:08 Hrafnhildur Arnardóttir er eigandi Greiðunnar, hárgreiðslustofu við Háaleitisbraut. Aðsend Hrafnhildur Arnardóttir, hárgreiðslumeistari og eigandi Greiðunnar, segir mikinn skort vera á upplýsingagjöf til rekstraraðila sem hafa þurft að loka vegna samkomutakmarkana. Reglurnar þurfi að vera mikið skýrari svo fólk átti sig á því hvernig það megi haga starfsemi sinni. „Við erum alveg rugluð. Maður er alltaf bara að hlusta á sjónvarpið því maður hefur mesta trú á því hvað þau segja. Núna hefur ekkert verið minnst á hárgreiðslu,“ segir Hrafnhildur í samtali við Vísi. Margir kúnnar hafi sett sig í samband við hana eftir að ný reglugerð var birt; „og ég segi alltaf: Hlustið bara á fréttirnar eins og ég. Það er ekkert sem ég get sagt.“ Ný reglugerð tekur gildi í fyrramálið og segir þar í 4. grein, þar sem kveðið er á um almenna nálægðartakmörkun, að nota skuli andlitsgrímu ef ekki sé unnt að tryggja tveggja metra regluna í starfsemi. Eru hárgreiðslustofur sérstaklega nefndar í því samhengi. Neðst í reglugerðinni er þó að finna bráðabirgðaákvæði þar sem kveðið er á um sérstakar takmarkanir fyrir höfuðborgarsvæðið. Þar er tekið fram að hárgreiðslustofur skuli vera lokaðar. Hrafnhildur segir þetta alls ekki skýrt fyrir hinn almenna borgara, sem þarf að fylgja reglunum. „Við erum hissa á því hvernig upplýsingamiðlun er. Reglurnar þurfa að vera miklu skýrari, það hefur ekki verið minnst á hárgreiðslustofur og við sitjum yfir þessu sem eigendur.“ Treysta sér til þess að opna Hrafnhildur telur flesta tilbúna til þess að opna hárgreiðslustofur höfuðborgarsvæðisins í ljósi þess að nú sé leyfilegt að hafa skipulagða hópatíma hjá íþróttafélögum og líkamsræktarstöðvum, en þó með því skilyrði að allir skrái sig í tímann og enginn nota sama búnað. Að sögn Hrafnhildar er vel hægt að útfæra starfsemi hárgreiðslustofa í samræmi við gildandi tilmæli. Þau hafi öll tekið á móti kúnnum með andlitsgrímur fyrr í sumar og notað hanska. Þá þurfi fólk að panta tíma og því gætu stofurnar haft góða yfirsýn yfir þá sem koma og fara. Hún segir erfitt að átta sig á því hvaða reglur gilda hverju sinni, hvort fólk megi opna og þá með hvaða hætti. Upplýsingagjöfin sé engin. „Ég er með fólk í vinnu og maður veit ekkert. Svo er fólk með leigu og fleira, þannig þetta er svolítið sorglegt.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stefna á að opna þrátt fyrir misvísandi fyrirmæli Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Sporthúsið hyggjast hefja starfsemi á ný á morgun, innan þess ramma sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttastarf sem taka á gildi í fyrramálið. 19. október 2020 15:14 Ráðuneytið telur ekki stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum Heilbrigðisráðuneytið telur ekki stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum, hvar unnt sé að uppfylla sömu sóttvarnaskilyrði og gilda um íþróttastarf. 19. október 2020 16:45 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Sjá meira
Hrafnhildur Arnardóttir, hárgreiðslumeistari og eigandi Greiðunnar, segir mikinn skort vera á upplýsingagjöf til rekstraraðila sem hafa þurft að loka vegna samkomutakmarkana. Reglurnar þurfi að vera mikið skýrari svo fólk átti sig á því hvernig það megi haga starfsemi sinni. „Við erum alveg rugluð. Maður er alltaf bara að hlusta á sjónvarpið því maður hefur mesta trú á því hvað þau segja. Núna hefur ekkert verið minnst á hárgreiðslu,“ segir Hrafnhildur í samtali við Vísi. Margir kúnnar hafi sett sig í samband við hana eftir að ný reglugerð var birt; „og ég segi alltaf: Hlustið bara á fréttirnar eins og ég. Það er ekkert sem ég get sagt.“ Ný reglugerð tekur gildi í fyrramálið og segir þar í 4. grein, þar sem kveðið er á um almenna nálægðartakmörkun, að nota skuli andlitsgrímu ef ekki sé unnt að tryggja tveggja metra regluna í starfsemi. Eru hárgreiðslustofur sérstaklega nefndar í því samhengi. Neðst í reglugerðinni er þó að finna bráðabirgðaákvæði þar sem kveðið er á um sérstakar takmarkanir fyrir höfuðborgarsvæðið. Þar er tekið fram að hárgreiðslustofur skuli vera lokaðar. Hrafnhildur segir þetta alls ekki skýrt fyrir hinn almenna borgara, sem þarf að fylgja reglunum. „Við erum hissa á því hvernig upplýsingamiðlun er. Reglurnar þurfa að vera miklu skýrari, það hefur ekki verið minnst á hárgreiðslustofur og við sitjum yfir þessu sem eigendur.“ Treysta sér til þess að opna Hrafnhildur telur flesta tilbúna til þess að opna hárgreiðslustofur höfuðborgarsvæðisins í ljósi þess að nú sé leyfilegt að hafa skipulagða hópatíma hjá íþróttafélögum og líkamsræktarstöðvum, en þó með því skilyrði að allir skrái sig í tímann og enginn nota sama búnað. Að sögn Hrafnhildar er vel hægt að útfæra starfsemi hárgreiðslustofa í samræmi við gildandi tilmæli. Þau hafi öll tekið á móti kúnnum með andlitsgrímur fyrr í sumar og notað hanska. Þá þurfi fólk að panta tíma og því gætu stofurnar haft góða yfirsýn yfir þá sem koma og fara. Hún segir erfitt að átta sig á því hvaða reglur gilda hverju sinni, hvort fólk megi opna og þá með hvaða hætti. Upplýsingagjöfin sé engin. „Ég er með fólk í vinnu og maður veit ekkert. Svo er fólk með leigu og fleira, þannig þetta er svolítið sorglegt.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stefna á að opna þrátt fyrir misvísandi fyrirmæli Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Sporthúsið hyggjast hefja starfsemi á ný á morgun, innan þess ramma sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttastarf sem taka á gildi í fyrramálið. 19. október 2020 15:14 Ráðuneytið telur ekki stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum Heilbrigðisráðuneytið telur ekki stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum, hvar unnt sé að uppfylla sömu sóttvarnaskilyrði og gilda um íþróttastarf. 19. október 2020 16:45 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Sjá meira
Stefna á að opna þrátt fyrir misvísandi fyrirmæli Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Sporthúsið hyggjast hefja starfsemi á ný á morgun, innan þess ramma sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttastarf sem taka á gildi í fyrramálið. 19. október 2020 15:14
Ráðuneytið telur ekki stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum Heilbrigðisráðuneytið telur ekki stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum, hvar unnt sé að uppfylla sömu sóttvarnaskilyrði og gilda um íþróttastarf. 19. október 2020 16:45