Stjörnvöld sökuð um að hafa varpað allri ábyrgð á þríeykið Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. október 2020 19:08 Þingmaður Miðflokksins sakar ríkisstjórnina um að hafa varpað allri ákvarðanatöku í faraldrinum yfir á þríeykið í stað þess að meta ástandið heildstætt. Sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda voru til umræðu í þingsal í dag eftir að forsætisráðherra gerði grein fyrir nýlegri álitsgerð um valdheimildir sóttvarnarlæknis og heilbrigðisráðherra. Fyrirhuguð er heildarendurskoðun á sóttvarnarlögum sem forsætisráðherra sagði að ákveðið hafi verið að flýta í ljósi athugasemda í álitsgerðinni. „Ég leyfi mér að segja að í vor sáum við ekki fyrir hversu mikil áhrif þessi faraldur myndi hafa og hversu langvinnur hann yrði,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á Alþingi í dag. „En þegar ljóst var í ágúst síðastliðnum að þessari viðureign væri hvergi nærri lokið og horfur gætu verið á að við þyrftum að glíma við veiruna fram á næsta ár taldi ríkisstjórnin rétt að fá álitsgerð um valdheimildir stjórnvalda á þessu sviði.“ Gripið hafi verið til ýmissa ráðstafana sem skerði frelsi fólks og nauðsynlegt sé að vita hversu langt megi ganga. Katrín Jakobsdóttir sagði stjórnvöld hérlendis hafa gengið fram að meira meðalhófi en víða annars staðar.Vísir/Vilhelm „Ég get þó ekki látið hjá líða að segja að þegar aðgerðir íslenskra stjórnvalda eru bornar saman við aðgerðir stjórnvalda í löndunum í kringum okkur tel ég ljóst vera að hér hefur verið gengið fram af meira meðalhófi en víðast hvar annars staðar í álfunni með hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi,“ sagði Katrín og vísaði til þess að þetta væri ljóst í áherslu stjórnvalda á að viðhalda skólahaldi. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, fór hörðum orðum um viðbrögð ríkisstjórnarinnar; sagði hana hafa útvistað allri ábyrð og ákvarðanatöku á þríeykið og einungis einblínt á Covid-19 tölfræði. „Sérfræðingar í sóttvörnum eru góðir sem slíkir en á endanum eru það lýðræðislega kjörin yfirvöld sem verða að taka upplýstar ákvarðanir eftir að allt hefur verið tekið með í reikninginn. Ekki bara afmörkuð viðfangsefni,“ sagði Bergþór. Þetta geti haft alvarlegar afleiðingar. „Síðast en ekki síst mun langvarandi tekjusamdráttur óhjákvæmilega fyrr eða síðar koma fram í versnandi heilsu og versnandi heilbrigðiskerfi á sama tíma.“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir nauðsynlegt að hækka grunnatvinnuleysisbætur.Vísir/vilhelm Logi Einarsson, formaður Samfylkarinnar sagði stjórnvöld blessunarlega hafa fylgt tilmælum sóttvarnaryfirvalda. En fyrir vikið beri þau ríka skyldu til að bæta eða lágmarka tjónið sem af þeim hlýst og hækka grunnatvinnuleysisbætur. „Það er grafalvarlegt þegar þúsundir fjölskyldna eru sviptar stórum hluta afkomu sinnar í langan tíma vegna aðgerða stjórnvalda. Þetta fólk hefur skuldbundið sig og gert ráðstafanir sem miðast við réttmætar væntingar um laun sem eru ekki lengur til staðar. Og það þarf ekki fjörugt ímyndunarafl til að að sjá hvað bíður þessara fjölskyldna á næstu mánuðum ef það verður ekki meira gert fyrir þær,“ sagði Logi. „Kostnaður vegna fátæktar, andlegrar vanlíðunar og félagslegra vandamála gæti komið hressilega í bakið á okkur ef við grípum ekki til meiri stuðnings. Þess vegna eru allar heimspekilegar vangaveltur um við hvaða upphæð atvinnuleysisbætur fara að letja fólk til vinnu vinsamlega afþakkaðar þangað til þessi faraldur er búinn.“ Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Þingmaður Miðflokksins sakar ríkisstjórnina um að hafa varpað allri ákvarðanatöku í faraldrinum yfir á þríeykið í stað þess að meta ástandið heildstætt. Sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda voru til umræðu í þingsal í dag eftir að forsætisráðherra gerði grein fyrir nýlegri álitsgerð um valdheimildir sóttvarnarlæknis og heilbrigðisráðherra. Fyrirhuguð er heildarendurskoðun á sóttvarnarlögum sem forsætisráðherra sagði að ákveðið hafi verið að flýta í ljósi athugasemda í álitsgerðinni. „Ég leyfi mér að segja að í vor sáum við ekki fyrir hversu mikil áhrif þessi faraldur myndi hafa og hversu langvinnur hann yrði,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á Alþingi í dag. „En þegar ljóst var í ágúst síðastliðnum að þessari viðureign væri hvergi nærri lokið og horfur gætu verið á að við þyrftum að glíma við veiruna fram á næsta ár taldi ríkisstjórnin rétt að fá álitsgerð um valdheimildir stjórnvalda á þessu sviði.“ Gripið hafi verið til ýmissa ráðstafana sem skerði frelsi fólks og nauðsynlegt sé að vita hversu langt megi ganga. Katrín Jakobsdóttir sagði stjórnvöld hérlendis hafa gengið fram að meira meðalhófi en víða annars staðar.Vísir/Vilhelm „Ég get þó ekki látið hjá líða að segja að þegar aðgerðir íslenskra stjórnvalda eru bornar saman við aðgerðir stjórnvalda í löndunum í kringum okkur tel ég ljóst vera að hér hefur verið gengið fram af meira meðalhófi en víðast hvar annars staðar í álfunni með hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi,“ sagði Katrín og vísaði til þess að þetta væri ljóst í áherslu stjórnvalda á að viðhalda skólahaldi. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, fór hörðum orðum um viðbrögð ríkisstjórnarinnar; sagði hana hafa útvistað allri ábyrð og ákvarðanatöku á þríeykið og einungis einblínt á Covid-19 tölfræði. „Sérfræðingar í sóttvörnum eru góðir sem slíkir en á endanum eru það lýðræðislega kjörin yfirvöld sem verða að taka upplýstar ákvarðanir eftir að allt hefur verið tekið með í reikninginn. Ekki bara afmörkuð viðfangsefni,“ sagði Bergþór. Þetta geti haft alvarlegar afleiðingar. „Síðast en ekki síst mun langvarandi tekjusamdráttur óhjákvæmilega fyrr eða síðar koma fram í versnandi heilsu og versnandi heilbrigðiskerfi á sama tíma.“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir nauðsynlegt að hækka grunnatvinnuleysisbætur.Vísir/vilhelm Logi Einarsson, formaður Samfylkarinnar sagði stjórnvöld blessunarlega hafa fylgt tilmælum sóttvarnaryfirvalda. En fyrir vikið beri þau ríka skyldu til að bæta eða lágmarka tjónið sem af þeim hlýst og hækka grunnatvinnuleysisbætur. „Það er grafalvarlegt þegar þúsundir fjölskyldna eru sviptar stórum hluta afkomu sinnar í langan tíma vegna aðgerða stjórnvalda. Þetta fólk hefur skuldbundið sig og gert ráðstafanir sem miðast við réttmætar væntingar um laun sem eru ekki lengur til staðar. Og það þarf ekki fjörugt ímyndunarafl til að að sjá hvað bíður þessara fjölskyldna á næstu mánuðum ef það verður ekki meira gert fyrir þær,“ sagði Logi. „Kostnaður vegna fátæktar, andlegrar vanlíðunar og félagslegra vandamála gæti komið hressilega í bakið á okkur ef við grípum ekki til meiri stuðnings. Þess vegna eru allar heimspekilegar vangaveltur um við hvaða upphæð atvinnuleysisbætur fara að letja fólk til vinnu vinsamlega afþakkaðar þangað til þessi faraldur er búinn.“
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira