Fótbolti

Segir meiðsli Thiagos ekki næstum því jafn slæm og Vans Dijk en ó­víst með mið­viku­daginn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Thiago, Klopp og Robertson eftir jafnteflið í Guttagarði.
Thiago, Klopp og Robertson eftir jafnteflið í Guttagarði. Catherine Ivill/Getty Images

Það er langt því frá að vera hundrað prósent að Thiago verði með í leiknum gegn Ajax í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið. Þetta sagði Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, í samtali við heimasíðu félagsins.

Thiago fékk högg í grannaslagnum gegn Everton um helgina og það gæti leitt til þess að hann missi af leiknum gegn Ajax í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar á miðvikudagskvöldið.

„Hann fékk högg, eitt mjög þungt högg. Þetta er ekki næstum því jafnt slæmt og hjá Van Dijk en hvort að hann sé klár á miðvikudaginn? Ég veit það ekki. Við verðum að bíða og sjá,“ sagði Klopp í samtali við heimasíðu Liverpool en Virgil Van Dijk sleit krossband í leiknum.

Það er þó nokkuð um meiðsli í leikmannahópi Liverpool og eins og greint var frá fyrr í dag er óvíst hverjir verða í miðri vörn liðsins. Þó eru einhverjar jákvæðar fréttir einnig úr herbúðum liðsins.

„Naby æfði með í gær svo þetta er jákvætt. Oxlade tekur aðeins lengri tíma en þetta lítur vel út og hann er í góðu skapi. Alisson er einnig byrjaður að æfa með,“ bætti Klopp við.

Leikur Liverpool og Ajax verður í beinni útsendingu á miðvikudagskvöldið. Upphitun hefst klukkan 18.30 og öllum leikjum dagsins verður svo gerð skil í Meistaradeildarmörkunum eftir leik.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.