Innlent

Hópurinn var að koma heim frá Póllandi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hópurinn greindist með veiruna við skimun á Keflavíkurflugvelli.
Hópurinn greindist með veiruna við skimun á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm

Hópurinn sem greindist með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær var að koma frá Póllandi. Öll átján sem greindust við landamærin tilheyrðu þessum hópi, samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að fólkið hafi allt komið til landsins með flugi og lent á Keflavíkurflugvelli. Hann veit ekki af hvaða þjóðerni fólkið er en allt sé það búsett á Íslandi.

Enn er beðið niðurstöðu úr mótefnamælingu til að skera úr um það hvort hópurinn hafi smitast fyrir löngu síðan eða nýlega.

Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum er talið að fólkið hafi allt verið saman á ferðalagi. Þá fengust ekki upplýsingar um mögulegt samneyti hópsins við aðra farþega. Tvær flugvélar lentu á Keflavíkurflugvelli í gær, ein á vegum EasyJet frá London og önnur á vegum Icelandair frá Amsterdam.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.