Enski boltinn

Sharp hetja Sheffield | Brighton jafnaði í lokin

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Billy Sharp tryggði Sheffield United fyrsta stig tímabilsins, líkt og í fyrra.
Billy Sharp tryggði Sheffield United fyrsta stig tímabilsins, líkt og í fyrra. Gareth Copley/Getty Images

Tveimur leikjum er nú lokið í enska boltanum. Billy Sharp tryggði Sheffield United sitt fyrsta stig. Óvænt hetja Brighton tryggði þeim svo stig gegn Crystal Palace.

Fyrsti leikur dagsins var leikur Sheffield United og Fulham. Bæði lið voru án stiga fyrir leikinn og mikið undir. Nýliðar Fulham voru mikið betri aðilinn í dag. Eftir markalausan fyrri hálfleik fékk Aleksandar Mitrovic gullið tækifæri til að koma gestunum yfir á 57. mínútu en vítaspyrna hans fór forgörðum.

Tuttugu mínútum síðar kom Ademola Lookman gestunum yfir með frábæru marki. Þegar fimm mínútur voru eftir fengu heimamenn vítaspyrnu. Billy Sarp – herra Sheffield – fór á punktinn og skoraði af öryggi. Lokatölur í Stálborginni því 1-1 og verður að segjast að það gerir lítið sem ekki neitt fyrir bæði lið.

Leik Crystal Palace og Brighton & Hove Albion lauk einnig með jafntefli. Wilfred Zaha kom Palace yfir með marki úr vítaspyrnu á 19. mínútu. Þegar var komið fram í uppbótartíma jafnaði Alexis Mac Allister metin fyrir gestina. 

Lewis Dunk nældi sér í rautt spjald skömmu síðar en tíu Brighton menn héldu út og náðu í mikilvægt stig. Eitthvað hefur leikurinn tafist við þetta en uppbótartíminn var rúmar tíu mínútur. 

Sheffield eru nú í 17. sæti eftir fimm leiki með eitt stig. Fulham er í 19. sæti, einnig með eitt stig Brighton er því 16. með fjögur og Palace í 12. með sjö stig.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.