Innlent

Sjúkrabílar kallaðir út í 22 verkefni tengd Covid-19

Sylvía Hall skrifar
Sjúkrabílar sinntu 22 verkefnum tengdum Covid-19.
Sjúkrabílar sinntu 22 verkefnum tengdum Covid-19. Vísir/Vilhelm

Óvenju mörg verkefni voru á herðum sjúkraflutningamanna síðasta sólarhringinn en alls voru sjúkrabílar boðaðir í 94 verkefni. 22 þeirra voru tengd Covid-19 og voru 34 svokölluð forgangsútköll.

Þá voru dælubílar slökkviliðsins sendir í sex verkefni. Fimm voru flokkuð minni háttar en eitt útkallið var vegna elds í húsnæði Matfugls í Mosfellsbæ. Vísir greindi frá útkallinu í gær en þar hafði eldur komið upp í tæki og fór betur en á horfðist.

„Þetta er ansi mikill fjöldi verkefna svona um helgi,“ segir í færslu slökkviliðsins um verkefnin.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.