Tottenham og West Ham nældu í tvo af betri mönnum B-deildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. október 2020 10:30 Ensku úrvalsdeildarfélögin Tottenham Hotspur og West Ham United nýttu sér það að félagaskiptagluggi ensku B-deildarinnar lokaði ekki fyrri en seinni partinn í gær. Fengu þau bæði eftirsótta leikmenn úr deildinni rétt áður en glugginn lokaði. Sóknarþungi West Ham eykst Said Benrahma, vængmaður frá Alsír, hefur gert það mjög gott með Brentford undanfarin tvö ár. Hann var mikilvægur hlekkur í frábæru liði Brentford sem fór alla leið í úrslitaleik umspilsins um sæti í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Alls skoraði hann 17 mörk í 43 leikjum. Benrahma fer nú á láni til West Ham út tímabilið og mun félagið kaupa hann eftir það. West Ham borgar Brentford fimm milljónir punda fyrir lánssamninginn. Í samningnum er tekið fram að West Ham skuldbindi sig til að kaupa leikmanninn fyrir 20 milljónir punda næsta sumar. Aðrar fimm milljónir punda gætu svo bæst við en þær eru tengdar árangri Benrahma hjá félaginu. Innan við tvö ár eru síðan Brentfort keypti leikmanninn á aðeins þrjár milljónir punda frá franska félaginu Nice. Síðan þá hefur hann næstum tífaldast í verði. Benrahma er spenntur fyrir tilhugsununni að spila með jafn sögufrægu liði og West Ham. Hann mun vera í treyju númer níu. #WelcomeSaid pic.twitter.com/SO0YR1BnaG— West Ham United (@WestHam) October 16, 2020 Mourinho nældi í miðvörð Ef það er eitthvað sem José Mourinho, þjálfara Tottenham Hotspur, finnst skemmtilegt þá er það að festa kaup á ungum og efnilegum miðvörðum. Það hefur gengið ágætlega hjá honum í gegnum tíðina þó þeir tveir sem hann hafi keypt hjá Manchester United hefi ekki endilega náð þeim hæðum sem hann spáði. Mourinho hefur nú ætt við varnarlínu Tottenham en Joe Rodon skrifaði undir fimm ára samning við félagið í gær. Hinn 22 ára gamli Rodon kemur frá Swansea City og kostar Tottenham 11 milljónir punda. Einnig er ákveðin upphæð tengd árangri hans hjá Lundúnaliðinu. Rodon hefur verið fastamaður í liði Swansea síðan hann kom fyrst fram á sjónarsviðið tímabilið 2018-2019. Alls lék hann 54 leiki fyrir B-deildarliðið sem er staðsett í Wales en Rodon er Walesverji. Lék Rodon alla þrjá landsleiki liðsins í landsleikjatörninni sem var að ljúka. Alls hefur hann spilað sjö sinnum fyrir þjóð sína. Er honum ætlað að auka breiddina í varnarlínu Tottenham en Jan Vertonghen fór til portúgalska liðsins Benfica í sumar og Juan Foyth fór á láni til Villareal á Spáni. Miðvörðurinn er sjöundi leikmaðurinn sem Mourinho fær til sín í glugganum. Hann verður þriðji Walesverjinn í hópnum en fyrir eru bakvörðurinn Ben Davies og svo að sjálfsögðu Gareth Bale. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Leeds - Arsenal | Snúinn leikur fyrir toppliðið Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Sjá meira
Ensku úrvalsdeildarfélögin Tottenham Hotspur og West Ham United nýttu sér það að félagaskiptagluggi ensku B-deildarinnar lokaði ekki fyrri en seinni partinn í gær. Fengu þau bæði eftirsótta leikmenn úr deildinni rétt áður en glugginn lokaði. Sóknarþungi West Ham eykst Said Benrahma, vængmaður frá Alsír, hefur gert það mjög gott með Brentford undanfarin tvö ár. Hann var mikilvægur hlekkur í frábæru liði Brentford sem fór alla leið í úrslitaleik umspilsins um sæti í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Alls skoraði hann 17 mörk í 43 leikjum. Benrahma fer nú á láni til West Ham út tímabilið og mun félagið kaupa hann eftir það. West Ham borgar Brentford fimm milljónir punda fyrir lánssamninginn. Í samningnum er tekið fram að West Ham skuldbindi sig til að kaupa leikmanninn fyrir 20 milljónir punda næsta sumar. Aðrar fimm milljónir punda gætu svo bæst við en þær eru tengdar árangri Benrahma hjá félaginu. Innan við tvö ár eru síðan Brentfort keypti leikmanninn á aðeins þrjár milljónir punda frá franska félaginu Nice. Síðan þá hefur hann næstum tífaldast í verði. Benrahma er spenntur fyrir tilhugsununni að spila með jafn sögufrægu liði og West Ham. Hann mun vera í treyju númer níu. #WelcomeSaid pic.twitter.com/SO0YR1BnaG— West Ham United (@WestHam) October 16, 2020 Mourinho nældi í miðvörð Ef það er eitthvað sem José Mourinho, þjálfara Tottenham Hotspur, finnst skemmtilegt þá er það að festa kaup á ungum og efnilegum miðvörðum. Það hefur gengið ágætlega hjá honum í gegnum tíðina þó þeir tveir sem hann hafi keypt hjá Manchester United hefi ekki endilega náð þeim hæðum sem hann spáði. Mourinho hefur nú ætt við varnarlínu Tottenham en Joe Rodon skrifaði undir fimm ára samning við félagið í gær. Hinn 22 ára gamli Rodon kemur frá Swansea City og kostar Tottenham 11 milljónir punda. Einnig er ákveðin upphæð tengd árangri hans hjá Lundúnaliðinu. Rodon hefur verið fastamaður í liði Swansea síðan hann kom fyrst fram á sjónarsviðið tímabilið 2018-2019. Alls lék hann 54 leiki fyrir B-deildarliðið sem er staðsett í Wales en Rodon er Walesverji. Lék Rodon alla þrjá landsleiki liðsins í landsleikjatörninni sem var að ljúka. Alls hefur hann spilað sjö sinnum fyrir þjóð sína. Er honum ætlað að auka breiddina í varnarlínu Tottenham en Jan Vertonghen fór til portúgalska liðsins Benfica í sumar og Juan Foyth fór á láni til Villareal á Spáni. Miðvörðurinn er sjöundi leikmaðurinn sem Mourinho fær til sín í glugganum. Hann verður þriðji Walesverjinn í hópnum en fyrir eru bakvörðurinn Ben Davies og svo að sjálfsögðu Gareth Bale.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Leeds - Arsenal | Snúinn leikur fyrir toppliðið Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Sjá meira