Alfons missir af toppslag eftir að smit kom upp hjá U21 landsliðinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. október 2020 09:00 Alfons mun missa af leik Bodø/Glimt og Molde síðar í dag. Bodø/Glimt Alfons Sampsted, byrjunarliðsmaður í Bodø/Glimt – toppliði norsku úrvalsdeildarinnar – sem og fyrirliði íslenska U21 árs landsliðsins í knattspyrnu missir af toppslag Bodo/Glimt og Molde í dag þar sem hann er kominn í sóttkví. Markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson, leikmaður Fredericia í dönsku B-deildinni, greindist með kórónuveiruna er hann sneri aftur til Danmerkur eftir að hafa varið mark Íslands í 2-0 sigri á Lúxemborg í vikunni. Í kjölfarið var fjöldi leikmanna íslenska liðsins settur í sóttkví. Alfons er meðal þeirra. Hinn 22 ára gamli Alfons gekk í raðir toppliðs Bodø/Glimt eftir að hafa verið töluverðu flakki undanfarin misseri. Hann samdi við Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni árið 2017 en spilaði lítið sem ekkert með liðinu. Var hann lánaður til Breiðabliks síðasta sumar þar sem hann lék alls átta leiki í Pepsi Max deildinni. Hafði hann spilað 16 leiki með sænska B-deildarliðinu IF Sylvia fyrir það. Alfons hefur smollið eins og flís við rass í liði Bodø/Glimt og er í raun ekki hægt að tala um toppleik gegn Molde í dag þó liðin séu í fyrsta og þriðja sæti norsku úrvalsdeildarinnar. Alfons og félagar eru í raun hársbreidd frá titlinum þó enn eigi eftir að leika tíu umferðir. Liðið trónir á toppi deildarinnar með 56 stig og hafa ekki enn tapað leik. Stórlið Rosenborgar kemur þar á eftir með 38 stig og Molde er í þriðja sæti með stigi minna. Bodø/Glimt því með 18 stiga forystu þegar 30 stig eru eftir í pottinum. Alfons hefur byrjað alla 20 deildarleiki Bodø/Glimt á tímabilinu. Hann hefur einnig leikið frábærlega með U21 árs landsliði Íslands en alls á hann að baki 28 leiki fyrir liðið. Þá hefur hann leikið tvo A-landsleiki og verða þeir eflaust fleiri þegar fram líða stundir. Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira
Alfons Sampsted, byrjunarliðsmaður í Bodø/Glimt – toppliði norsku úrvalsdeildarinnar – sem og fyrirliði íslenska U21 árs landsliðsins í knattspyrnu missir af toppslag Bodo/Glimt og Molde í dag þar sem hann er kominn í sóttkví. Markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson, leikmaður Fredericia í dönsku B-deildinni, greindist með kórónuveiruna er hann sneri aftur til Danmerkur eftir að hafa varið mark Íslands í 2-0 sigri á Lúxemborg í vikunni. Í kjölfarið var fjöldi leikmanna íslenska liðsins settur í sóttkví. Alfons er meðal þeirra. Hinn 22 ára gamli Alfons gekk í raðir toppliðs Bodø/Glimt eftir að hafa verið töluverðu flakki undanfarin misseri. Hann samdi við Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni árið 2017 en spilaði lítið sem ekkert með liðinu. Var hann lánaður til Breiðabliks síðasta sumar þar sem hann lék alls átta leiki í Pepsi Max deildinni. Hafði hann spilað 16 leiki með sænska B-deildarliðinu IF Sylvia fyrir það. Alfons hefur smollið eins og flís við rass í liði Bodø/Glimt og er í raun ekki hægt að tala um toppleik gegn Molde í dag þó liðin séu í fyrsta og þriðja sæti norsku úrvalsdeildarinnar. Alfons og félagar eru í raun hársbreidd frá titlinum þó enn eigi eftir að leika tíu umferðir. Liðið trónir á toppi deildarinnar með 56 stig og hafa ekki enn tapað leik. Stórlið Rosenborgar kemur þar á eftir með 38 stig og Molde er í þriðja sæti með stigi minna. Bodø/Glimt því með 18 stiga forystu þegar 30 stig eru eftir í pottinum. Alfons hefur byrjað alla 20 deildarleiki Bodø/Glimt á tímabilinu. Hann hefur einnig leikið frábærlega með U21 árs landsliði Íslands en alls á hann að baki 28 leiki fyrir liðið. Þá hefur hann leikið tvo A-landsleiki og verða þeir eflaust fleiri þegar fram líða stundir.
Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira