Innlent

Bein út­sending: Kynna að­gerðir til stuðnings listum og menningu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra kynna aðgerðir til stuðnings listum og menningu á blaðamannafundi í Hörpu í dag.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra kynna aðgerðir til stuðnings listum og menningu á blaðamannafundi í Hörpu í dag. Vísir/Vilhelm

Forsætisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra boða til blaðamannafundar um stuðningsaðgerðir við listir og menningu í Kaldalónssal í Hörpu í dag klukkan 15. Sýnt verður beint frá fundinum hér á Vísi. 

Listamenn hafa farið illa úti úr faraldri kórónuveiru og tilheyrandi samkomutakmörkunum. Margir þeirra hafa því kallað eftir aðgerðum af hálfu ríkisstjórnarinnar til að koma til móts við tekjufall innan greinarinnar. 

Fram kemur í nýrri könnun BHM meðal listamanna að fjórir af hverjum fimm segjast hafa orðið fyrir tekjufalli vegna kórónuveirufaraldursins. Helmingur listamanna kvað tekjur sínar hafa minnkað um meira en helming á milli ára og þá sagðist tæplega fimmtungur hafa orðið fyrir um 75–100% tekjufalli.

Beina útsendingu af blaðamannafundi forsætisráðherra og menningarmálaráðherra má nálgast að neðan.


Tengdar fréttir

Segja Ísland eftirbát í stuðningi við listamenn

Fjórir af hverjum fimm listamönnum segjast hafa orðið fyrir tekjufalli vegna kórónuveirufaraldursins. Tekjur helmings þeirra hafa minnkað um meira en helming á milli ár og um tæplega fimmtungu um 75–100%.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×