Segja Ísland eftirbát í stuðningi við listamenn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. október 2020 12:20 Bubbi Morthens hefur komið fram og lýst þeim erfiðleikum sem listafólk stendur frammi fyrir. Vísir/Friðrik Þór Fjórir af hverjum fimm listamönnum segjast hafa orðið fyrir tekjufalli vegna kórónuveirufaraldursins. Tekjur helmings þeirra hafa minnkað um meira en helming á milli ár og um tæplega fimmtungu um 75–100%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BHM sem framkvæmdi könnun meðal listamanna. „Tekjur meirihluta svarenda eru nú undir framfærsluviðmiði og um helmingur þeirra segist eiga erfitt með að standa undir fjárhagslegum skuldbindingum sínum. Ýmislegt bendir þó til þess að núverandi bótaúrræði séu óaðgengileg og nýtist illa þessum hópi. Mörg ríki hafa valið að styðja fjárhagslega við bakið á listamönnum með sértækum aðgerðum en Ísland er ekki þar á meðal,“ segir í tilkynningu BHM. BHM gerði tvær rafrænar kannanir í september og október sem náðu til samtals um 1.700 listamanna innan aðildarfélaga Bandalags íslenskra listamanna (BÍL), Bandalags háskólamanna og fjölmargra hagsmunasamtaka í tónlistargeiranum. Könnunin tók til breiðs hóps listamanna í sviðslistum, tónlist, kvikmyndagerð, ritlist og myndlist. Að auki var horft til stoðgreina, t.d. tækniþjónustu sem tengist viðburðahaldi. Mikill tekjusamdráttur og fjárhagsáhyggjur Um 80% svarenda sögðu að tekjur sínar hefðu dregist saman milli áranna 2019 og 2020 en hlutfallið er aðeins mismunandi eftir listgreinum, svo sem sjá má á myndinni hér að neðan. Um helmingur svarenda sagði heildartekjur sínar hafa minnkað um meira en 50% og um 18% sögðu tekjurnar hafa minnkað um 75–100%. Flestir svarendur byggja tekjuöflun sína á samsettri vinnu, blöndu af eigin rekstri og launuðu starfi. Að meðaltali má rekja um helming heildartekna svarenda til sjálfstæðrar vinnu. Svarendur sem aðallega voru sjálfstætt starfandi á tímabilinu höfðu meiri fjárhagsáhyggjur en þeir sem fyrst og fremst voru launþegar. Nefna má að 90–100% tónlistarmanna sem aðallega voru sjálfstætt starfandi árið 2019 sögðu að tekjur þeirra hefðu dregist saman á árinu 2020. Innan þessa hóps sögðu á bilinu 75–80% að tekjusamdrátturinn hefði verið meiri en 50% og þriðjungur sagði tekjur hafa hrunið að öllu leyti. Tekjufall oftast vegna afbókana eða uppsagnar samnings Um 82% svarenda sögðu ástæðu tekjufalls vera afbókanir eða uppsögn verktakasamnings vegna samkomutakmarkana og annarra sóttvarnarráðstafana. Um 7% sögðu ástæðuna vera uppsögn úr launuðu starfi. Rúmlega helmingur svarenda sagðist myndu eiga erfitt með að standa undir fjárhagslegum skuldbindingum sínum á næstunni. Staðan er sérstaklega slæm meðal þeirra tónlistarmanna sem fyrst og fremst eru sjálfstætt starfandi en um 75–85% þeirra sögðust ekki myndu geta staðið undir fjárhagslegum skuldbindingum sínum á næstunni. Um 67% svarenda hafa sótt um atvinnuleysisbætur eða segjast munu gera það. Staðan er misslæm eftir því hvernig staðið er að tekjuöflun en tveir af hverjum þremur sjálfstætt starfandi sögðust myndu þurfa að leita á náðir stjórnvalda. Ýmislegt bendir þó til þess að núverandi bótaúrræði nýtist illa og séu óaðgengileg þessum hópi. Til dæmis má nefna að 60% svarenda sem eru sjálfstætt starfandi að hluta eða öllu leyti sögðust aðeins hafa aðeins fengið hluta bóta greiddan eða verið synjað um þau bótaúrræði sem sótt var um. Samsett form tekjuöflunar, miklar tekjusveiflur og óhefðbundin rekstrarform í greininni virðast illa aðlöguð að hefðbundnum vinnumarkaðsúrræðum. Er Ísland eftirbátur annarra landa? BHM bendir á að í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) komi fram það mat stofnunarinnar að listgreinar séu berskjaldaðri en aðrar atvinnugreinar fyrir áhrifum kórónuveirukreppunnar. Beinir stofnunin þeim tilmælum til aðildarríkja að sjá til þess að vinnumarkaðsúrræði séu aðlöguð að sérþörfum hópsins í meiri mæli en nú er. Að mati stofnunarinnar eru núverandi vinnumarkaðsúrræði og bótakerfi m.a. illa aðlöguð að samsettri tekjuöflun hópsins. „Fjölmörg ríki innan OECD hafa gripið til þess ráðs að skilgreina sértækar aðgerðir í þágu listamanna á árinu 2020 en Ísland er ekki á þeim lista. Til dæmis má nefna að 25 –28 lönd innan OECD hafa veitt styrki til einstaklinga og/eða fyrirtækja á sviði lista- og menningartengdrar starfsemi.“ Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Sjá meira
Fjórir af hverjum fimm listamönnum segjast hafa orðið fyrir tekjufalli vegna kórónuveirufaraldursins. Tekjur helmings þeirra hafa minnkað um meira en helming á milli ár og um tæplega fimmtungu um 75–100%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BHM sem framkvæmdi könnun meðal listamanna. „Tekjur meirihluta svarenda eru nú undir framfærsluviðmiði og um helmingur þeirra segist eiga erfitt með að standa undir fjárhagslegum skuldbindingum sínum. Ýmislegt bendir þó til þess að núverandi bótaúrræði séu óaðgengileg og nýtist illa þessum hópi. Mörg ríki hafa valið að styðja fjárhagslega við bakið á listamönnum með sértækum aðgerðum en Ísland er ekki þar á meðal,“ segir í tilkynningu BHM. BHM gerði tvær rafrænar kannanir í september og október sem náðu til samtals um 1.700 listamanna innan aðildarfélaga Bandalags íslenskra listamanna (BÍL), Bandalags háskólamanna og fjölmargra hagsmunasamtaka í tónlistargeiranum. Könnunin tók til breiðs hóps listamanna í sviðslistum, tónlist, kvikmyndagerð, ritlist og myndlist. Að auki var horft til stoðgreina, t.d. tækniþjónustu sem tengist viðburðahaldi. Mikill tekjusamdráttur og fjárhagsáhyggjur Um 80% svarenda sögðu að tekjur sínar hefðu dregist saman milli áranna 2019 og 2020 en hlutfallið er aðeins mismunandi eftir listgreinum, svo sem sjá má á myndinni hér að neðan. Um helmingur svarenda sagði heildartekjur sínar hafa minnkað um meira en 50% og um 18% sögðu tekjurnar hafa minnkað um 75–100%. Flestir svarendur byggja tekjuöflun sína á samsettri vinnu, blöndu af eigin rekstri og launuðu starfi. Að meðaltali má rekja um helming heildartekna svarenda til sjálfstæðrar vinnu. Svarendur sem aðallega voru sjálfstætt starfandi á tímabilinu höfðu meiri fjárhagsáhyggjur en þeir sem fyrst og fremst voru launþegar. Nefna má að 90–100% tónlistarmanna sem aðallega voru sjálfstætt starfandi árið 2019 sögðu að tekjur þeirra hefðu dregist saman á árinu 2020. Innan þessa hóps sögðu á bilinu 75–80% að tekjusamdrátturinn hefði verið meiri en 50% og þriðjungur sagði tekjur hafa hrunið að öllu leyti. Tekjufall oftast vegna afbókana eða uppsagnar samnings Um 82% svarenda sögðu ástæðu tekjufalls vera afbókanir eða uppsögn verktakasamnings vegna samkomutakmarkana og annarra sóttvarnarráðstafana. Um 7% sögðu ástæðuna vera uppsögn úr launuðu starfi. Rúmlega helmingur svarenda sagðist myndu eiga erfitt með að standa undir fjárhagslegum skuldbindingum sínum á næstunni. Staðan er sérstaklega slæm meðal þeirra tónlistarmanna sem fyrst og fremst eru sjálfstætt starfandi en um 75–85% þeirra sögðust ekki myndu geta staðið undir fjárhagslegum skuldbindingum sínum á næstunni. Um 67% svarenda hafa sótt um atvinnuleysisbætur eða segjast munu gera það. Staðan er misslæm eftir því hvernig staðið er að tekjuöflun en tveir af hverjum þremur sjálfstætt starfandi sögðust myndu þurfa að leita á náðir stjórnvalda. Ýmislegt bendir þó til þess að núverandi bótaúrræði nýtist illa og séu óaðgengileg þessum hópi. Til dæmis má nefna að 60% svarenda sem eru sjálfstætt starfandi að hluta eða öllu leyti sögðust aðeins hafa aðeins fengið hluta bóta greiddan eða verið synjað um þau bótaúrræði sem sótt var um. Samsett form tekjuöflunar, miklar tekjusveiflur og óhefðbundin rekstrarform í greininni virðast illa aðlöguð að hefðbundnum vinnumarkaðsúrræðum. Er Ísland eftirbátur annarra landa? BHM bendir á að í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) komi fram það mat stofnunarinnar að listgreinar séu berskjaldaðri en aðrar atvinnugreinar fyrir áhrifum kórónuveirukreppunnar. Beinir stofnunin þeim tilmælum til aðildarríkja að sjá til þess að vinnumarkaðsúrræði séu aðlöguð að sérþörfum hópsins í meiri mæli en nú er. Að mati stofnunarinnar eru núverandi vinnumarkaðsúrræði og bótakerfi m.a. illa aðlöguð að samsettri tekjuöflun hópsins. „Fjölmörg ríki innan OECD hafa gripið til þess ráðs að skilgreina sértækar aðgerðir í þágu listamanna á árinu 2020 en Ísland er ekki á þeim lista. Til dæmis má nefna að 25 –28 lönd innan OECD hafa veitt styrki til einstaklinga og/eða fyrirtækja á sviði lista- og menningartengdrar starfsemi.“
Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Sjá meira