Enski boltinn

Mourinho: Gareth Bale mun líklega spila á sunnudaginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var létt yifir Gareth Bale og  Jose Mourinho á æfingu með Tottenham Hotspur  í vikunni.
Það var létt yifir Gareth Bale og  Jose Mourinho á æfingu með Tottenham Hotspur  í vikunni. Getty/Tottenham Hotspur

Gareth Bale spilar væntanlega fyrsta leikinn sinn með Tottenham á þessu tímabili þegar liðið mætir West Ham United á heimavelli sínum á sunnudaginn.

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, vildi ekki staðfesta það hundrað prósent en það sé líklegt að velski vængmaðurinn spili leikinn.

Hinn 31 árs gamli Gareth Bale kom til Tottenham á láni frá Real Madrid í september en hefur verið að glíma við hnémeiðsli síðan.

Bale hefur hins vegar getað tekið fullan þátt í æfingum liðsins undanfarnar tvær vikur og Jose Mourinho segir að hann sé í góðu formi.

„Líklega spilar hann á sunnudaginn en ef ekki þá spilar hann örugglega á fimmtudaginn,“ sagði Jose Mourinho á blaðamannafundi fyrir leikinn.

„Hann er mjög, mjög nálægt því að ná leiknum,“ sagði portúgalski stjórinn.

Auk deildarleiksins á móti West Ham á sunnudaginn þá mætir Tottenham austurríska félaginu LASK í Evrópudeildinni á fimmtudaginn kemur.

„Auðvitað vill hann spila. Hann viljað spilað síðan að hann kom til okkar en það var bara ekki mögulegt. Ég ætla ekki að staðfest það hvort hann spili eða spili ekki. Það sem ég get sagt ykkur er að hann er að leggja mikið á sig. Hann hefur æft betur en mögulega hann hefur getað gert í langan tíma þar á undan,“ sagði Jose Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×