Nýsjálendingar kjósa sér nýtt þing á morgun Atli Ísleifsson skrifar 16. október 2020 12:43 Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, og Judith Collins, leiðtogi Þjóðarflokksins, í sjónvarpskappræðunum í gær. Getty/Phil Walter Þingkosningar fara fram á Nýja-Sjálandi á morgun þar sem reiknað er með harðri baráttu milli Verkamannaflokks Jacindu Ardern forsætisráðherra og Íhaldsmannanna í Þjóðarflokknum. Skoðanakannanir sem birst hafa síðustu daga benda þó til að nýsjálenskir kjósendur muni veita hinum vinsæla forsætisráðherra umboð til að stýra landinu í þrjú ár til viðbótar. Í þingkosningunum 2017 varð Þjóðarflokkurinn stærsti flokkurinn á þingi, en Verkamannaflokknum tókst hins vegar að safna saman nægilega mörgum þingmönnum til að mynda nýja samsteypustjórn Verkamannaflokksins, Græningja og popúlistaflokksins Nýja-Sjáland fyrst, undir forystu Ardern. Stjórnarflokkarnir þrír eru nú með alls 63 þingmenn af 120. Jafnvel þó að búist sé við að Verkamannaflokkurinn komi til með að fá fleiri atkvæði en síðast er ólíklegt að flokkurinn nái hreinum meirihluta. Er talið líklegast að ný stjórn Verkamannaflokksins verði mynduð með stuðningi Græningja eftir kosningar. Fari svo að Verkamannaflokkurinn og Græningjar nái ekki saman meirihluta kann svo að fara að Þjóðarflokkurinn og hægriflokkurinn ACT myndi saman stjórn. Sé eitthvað að marka skoðanakannanir þykir þó ólíklegt að slíkt raungerist. Mælast Verkamannaflokkurinn og Græningjar saman með 68 þingmenn, en Þjóðarflokkurinn og ACT með 52. Viðbrögð við faraldri í kastljósi Ekki þarf að koma á óvart þá hafa viðbrögð nýsjálenskra stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum verið áberandi í kosningabaráttunni. Ríkisstjórn Ardern lokaði landinu 26. mars vegna faraldursins og hafa smit og dauðsföll af völdum veirunnar verið hlutfallslega fá í landinu, borið saman við flest önnur lönd. Um mánaðarskeið fengu Ný-Sjálendingar einungis að fara út til að versla lyf og matvæli og hreyfa sig utandyra í klukkustund að hámarki. Mesti samdrátturinn frá 1987 Lokun landsins hefur þó að sjálfsögðu haft áhrif á nýsjálenskan efnahag og hefur samdrátturinn verið sá mesti í landinu síðan 1987. Hafa leiðtogar Þjóðarflokksins nýtt sér þá staðreynd í gagnrýni sinni á stjórnarhætti Ardern og segja þeir viðbrögðin hafa verið alltof hörð. Ardern skorti raunsæja og skýra áætlun í efnahagsmálum. Alls hafa innan við tvö þúsund manns greinst með kórónuveiruna á Nýja-Sjálandi frá upphafi faraldursins. Alls eru nú fjörutíu í einangrun og eru um fjörutíu dauðsföll rakin til Covid-19. Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Aflétta takmörkunum í stærstu borg Nýja-Sjálands Íbúar Auckland, stærstu borgar Nýja-Sjálands, þurfa ekki lengur að huga að fjarlægðarreglum á börum og veitingastöðum þegar slakað verður á sóttvarnaraðgerðum þar í vikunni. 5. október 2020 10:24 Nýsjálendingum brátt heimilt að heimsækja Ástralíu Stjórnvöld í Ástralíu hafa ákveðið að innan tíðar verði Nýsjálendingum heimilt að heimsækja Ástralíu en löndin tvö hafa svo gott sem lokað landamærum sínum í kórónuveirufaraldrinum. 2. október 2020 08:19 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Sjá meira
Þingkosningar fara fram á Nýja-Sjálandi á morgun þar sem reiknað er með harðri baráttu milli Verkamannaflokks Jacindu Ardern forsætisráðherra og Íhaldsmannanna í Þjóðarflokknum. Skoðanakannanir sem birst hafa síðustu daga benda þó til að nýsjálenskir kjósendur muni veita hinum vinsæla forsætisráðherra umboð til að stýra landinu í þrjú ár til viðbótar. Í þingkosningunum 2017 varð Þjóðarflokkurinn stærsti flokkurinn á þingi, en Verkamannaflokknum tókst hins vegar að safna saman nægilega mörgum þingmönnum til að mynda nýja samsteypustjórn Verkamannaflokksins, Græningja og popúlistaflokksins Nýja-Sjáland fyrst, undir forystu Ardern. Stjórnarflokkarnir þrír eru nú með alls 63 þingmenn af 120. Jafnvel þó að búist sé við að Verkamannaflokkurinn komi til með að fá fleiri atkvæði en síðast er ólíklegt að flokkurinn nái hreinum meirihluta. Er talið líklegast að ný stjórn Verkamannaflokksins verði mynduð með stuðningi Græningja eftir kosningar. Fari svo að Verkamannaflokkurinn og Græningjar nái ekki saman meirihluta kann svo að fara að Þjóðarflokkurinn og hægriflokkurinn ACT myndi saman stjórn. Sé eitthvað að marka skoðanakannanir þykir þó ólíklegt að slíkt raungerist. Mælast Verkamannaflokkurinn og Græningjar saman með 68 þingmenn, en Þjóðarflokkurinn og ACT með 52. Viðbrögð við faraldri í kastljósi Ekki þarf að koma á óvart þá hafa viðbrögð nýsjálenskra stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum verið áberandi í kosningabaráttunni. Ríkisstjórn Ardern lokaði landinu 26. mars vegna faraldursins og hafa smit og dauðsföll af völdum veirunnar verið hlutfallslega fá í landinu, borið saman við flest önnur lönd. Um mánaðarskeið fengu Ný-Sjálendingar einungis að fara út til að versla lyf og matvæli og hreyfa sig utandyra í klukkustund að hámarki. Mesti samdrátturinn frá 1987 Lokun landsins hefur þó að sjálfsögðu haft áhrif á nýsjálenskan efnahag og hefur samdrátturinn verið sá mesti í landinu síðan 1987. Hafa leiðtogar Þjóðarflokksins nýtt sér þá staðreynd í gagnrýni sinni á stjórnarhætti Ardern og segja þeir viðbrögðin hafa verið alltof hörð. Ardern skorti raunsæja og skýra áætlun í efnahagsmálum. Alls hafa innan við tvö þúsund manns greinst með kórónuveiruna á Nýja-Sjálandi frá upphafi faraldursins. Alls eru nú fjörutíu í einangrun og eru um fjörutíu dauðsföll rakin til Covid-19.
Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Aflétta takmörkunum í stærstu borg Nýja-Sjálands Íbúar Auckland, stærstu borgar Nýja-Sjálands, þurfa ekki lengur að huga að fjarlægðarreglum á börum og veitingastöðum þegar slakað verður á sóttvarnaraðgerðum þar í vikunni. 5. október 2020 10:24 Nýsjálendingum brátt heimilt að heimsækja Ástralíu Stjórnvöld í Ástralíu hafa ákveðið að innan tíðar verði Nýsjálendingum heimilt að heimsækja Ástralíu en löndin tvö hafa svo gott sem lokað landamærum sínum í kórónuveirufaraldrinum. 2. október 2020 08:19 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Sjá meira
Aflétta takmörkunum í stærstu borg Nýja-Sjálands Íbúar Auckland, stærstu borgar Nýja-Sjálands, þurfa ekki lengur að huga að fjarlægðarreglum á börum og veitingastöðum þegar slakað verður á sóttvarnaraðgerðum þar í vikunni. 5. október 2020 10:24
Nýsjálendingum brátt heimilt að heimsækja Ástralíu Stjórnvöld í Ástralíu hafa ákveðið að innan tíðar verði Nýsjálendingum heimilt að heimsækja Ástralíu en löndin tvö hafa svo gott sem lokað landamærum sínum í kórónuveirufaraldrinum. 2. október 2020 08:19