4 dagar í Meistaradeild: Bara að komast í úrslitaleikinn og þá er titillinn tryggður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2020 11:01 Cristiano Ronaldo vann Meistaradeildina fjórum sinnum með Real Madrid á árunum 2014 til 2018. Getty/ Laurence Griffiths Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við einstaka sigurgöngu Real Madrid í keppninni. Real Madrid er sigursælasta liðið í sögu Evrópukeppni meistaraliða, bæði síðan hún var setta á laggirnar árið 1955 og líka síðan hún breyttist í Meistaradeildina árið 1992. Real Madrid vann Evrópukeppni meistaraliða fimm fyrstu árin og hefur enn fremur unnið Meistaradeildina fjórum sinnum á síðustu sjö tímabilum. Roberto Carlos: "The ball came bouncing and I crossed the ball. I didn't even know Zizou was there." Wondrous volley from Zinédine Zidane in 2002!@realmadriden | #UCL https://t.co/y6HnE2JNjS pic.twitter.com/Dd9jKf5aZK— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 9, 2020 Real Madrid hefur alls orðið Evrópumeistari meistaraliða þrettán sinnum eða sex sinnum oftar en næsta lið sem er AC Milan frá Ítalíu. Liverpool og Bayern München hafa síðan unnið keppnina sex sinnum hvort félag. Real Madrid hefur unnið sjálfa Meistaradeildina sjö sinnum en næst kemur Barcelona með fjóra titla. Það hefur verið hægt að bóka það síðustu áratugi að ef Real Madrid kemst í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni þá munu þeir fagna sigri. Real Madrid hefur unnuð sjö síðustu úrslitaleiki sína í keppninni eða alla úrslitaleiki sína síðan árið 1981. Síðasta liðið til að vinna Real Madrid í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða var Liverpool en Liverpool vann 1-0 sigur á Real Madrid í úrslitaleiknum á Parc des Princes í París 27. maí 1981. Vinstri bakvörðurinn Alan Kennedy skoraði eina mark leiksins átta mínútum fyrir leikslok. Who would you most like to see with the #UCL trophy back in their hands? pic.twitter.com/TV6KgnHPgO— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 9, 2020 Real Madrid liðið komst ekki aftur í úrslitaleikinn fyrr en sautján árum síðar og þá var nafn keppninnar orðið Meistaradeildin og hún hafði breyst talsvert. Real Madrid vann Juventus árið 1998 og vann síðan keppnina bæði 2000 (3-0 sigur á Valencia) og 2002 (2-1 sigur á Bayer Leverkusen). Real Madrid vann síðan alla fjóra úrslitaleiki sína með Gareth Bale og Cristiano Ronaldo á árunum 2014 til 2018. Síðasti sigurinn var 3-1 sigur á Liverpool í úrslitaleiknum 2018 en áður hafði Real unnið 4-1 sigur á Juventus 2017, sigur á Atlético Madrid í vítakeppni 2016 og 4-1 sigur á Atlético Madrid árið 2014. Zinedin Zidane hefur tekið þátt í fimm síðustu Meistaradeildartitlum Real Madrid. Hann skoraði sigurmarkið 2002, var aðstoðarþjálfari 2014 og stýrði liðinu síðan til sigurs í Meistaradeildinni þrjú ár í röð frá 2016 til 2018. Zidane er mættur aftur í þjálfarastólinn hjá Real og það ætti bara að boða gott fyrir liðið. Meistaradeildin verður áfram í beinni á Stöð 2 Sport og þar verða líka Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin á hverju kvöldi sem leikir fara fram í riðlakeppninni. Fyrstu leikirnir í beinni verða Dynamo Kiev-Juventus (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 16.45) og PSG-Manchester United (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 18.50). Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir 5 dagar í Meistaradeildina: Alfreð tryggði Olympiacos fyrsta sigurinn á Englandi Síðasta heimsókn Íslendings í Olympiacos til Englands var eftirminnileg í meira lagi. 15. október 2020 11:00 6 dagar í Meistaradeildina: Ronaldo og Messi mætast í fyrsta sinn fyrir jól Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast í Meistaradeildinni fyrir áramót og það tvisvar sinnum. Það hefur aldrei gerst áður. 14. október 2020 10:31 7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við magnaða meistara síðasta tímabils. 13. október 2020 11:00 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Sjá meira
Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við einstaka sigurgöngu Real Madrid í keppninni. Real Madrid er sigursælasta liðið í sögu Evrópukeppni meistaraliða, bæði síðan hún var setta á laggirnar árið 1955 og líka síðan hún breyttist í Meistaradeildina árið 1992. Real Madrid vann Evrópukeppni meistaraliða fimm fyrstu árin og hefur enn fremur unnið Meistaradeildina fjórum sinnum á síðustu sjö tímabilum. Roberto Carlos: "The ball came bouncing and I crossed the ball. I didn't even know Zizou was there." Wondrous volley from Zinédine Zidane in 2002!@realmadriden | #UCL https://t.co/y6HnE2JNjS pic.twitter.com/Dd9jKf5aZK— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 9, 2020 Real Madrid hefur alls orðið Evrópumeistari meistaraliða þrettán sinnum eða sex sinnum oftar en næsta lið sem er AC Milan frá Ítalíu. Liverpool og Bayern München hafa síðan unnið keppnina sex sinnum hvort félag. Real Madrid hefur unnið sjálfa Meistaradeildina sjö sinnum en næst kemur Barcelona með fjóra titla. Það hefur verið hægt að bóka það síðustu áratugi að ef Real Madrid kemst í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni þá munu þeir fagna sigri. Real Madrid hefur unnuð sjö síðustu úrslitaleiki sína í keppninni eða alla úrslitaleiki sína síðan árið 1981. Síðasta liðið til að vinna Real Madrid í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða var Liverpool en Liverpool vann 1-0 sigur á Real Madrid í úrslitaleiknum á Parc des Princes í París 27. maí 1981. Vinstri bakvörðurinn Alan Kennedy skoraði eina mark leiksins átta mínútum fyrir leikslok. Who would you most like to see with the #UCL trophy back in their hands? pic.twitter.com/TV6KgnHPgO— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 9, 2020 Real Madrid liðið komst ekki aftur í úrslitaleikinn fyrr en sautján árum síðar og þá var nafn keppninnar orðið Meistaradeildin og hún hafði breyst talsvert. Real Madrid vann Juventus árið 1998 og vann síðan keppnina bæði 2000 (3-0 sigur á Valencia) og 2002 (2-1 sigur á Bayer Leverkusen). Real Madrid vann síðan alla fjóra úrslitaleiki sína með Gareth Bale og Cristiano Ronaldo á árunum 2014 til 2018. Síðasti sigurinn var 3-1 sigur á Liverpool í úrslitaleiknum 2018 en áður hafði Real unnið 4-1 sigur á Juventus 2017, sigur á Atlético Madrid í vítakeppni 2016 og 4-1 sigur á Atlético Madrid árið 2014. Zinedin Zidane hefur tekið þátt í fimm síðustu Meistaradeildartitlum Real Madrid. Hann skoraði sigurmarkið 2002, var aðstoðarþjálfari 2014 og stýrði liðinu síðan til sigurs í Meistaradeildinni þrjú ár í röð frá 2016 til 2018. Zidane er mættur aftur í þjálfarastólinn hjá Real og það ætti bara að boða gott fyrir liðið. Meistaradeildin verður áfram í beinni á Stöð 2 Sport og þar verða líka Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin á hverju kvöldi sem leikir fara fram í riðlakeppninni. Fyrstu leikirnir í beinni verða Dynamo Kiev-Juventus (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 16.45) og PSG-Manchester United (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 18.50).
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir 5 dagar í Meistaradeildina: Alfreð tryggði Olympiacos fyrsta sigurinn á Englandi Síðasta heimsókn Íslendings í Olympiacos til Englands var eftirminnileg í meira lagi. 15. október 2020 11:00 6 dagar í Meistaradeildina: Ronaldo og Messi mætast í fyrsta sinn fyrir jól Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast í Meistaradeildinni fyrir áramót og það tvisvar sinnum. Það hefur aldrei gerst áður. 14. október 2020 10:31 7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við magnaða meistara síðasta tímabils. 13. október 2020 11:00 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Sjá meira
5 dagar í Meistaradeildina: Alfreð tryggði Olympiacos fyrsta sigurinn á Englandi Síðasta heimsókn Íslendings í Olympiacos til Englands var eftirminnileg í meira lagi. 15. október 2020 11:00
6 dagar í Meistaradeildina: Ronaldo og Messi mætast í fyrsta sinn fyrir jól Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast í Meistaradeildinni fyrir áramót og það tvisvar sinnum. Það hefur aldrei gerst áður. 14. október 2020 10:31
7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við magnaða meistara síðasta tímabils. 13. október 2020 11:00