5 dagar í Meistaradeildina: Alfreð tryggði Olympiacos fyrsta sigurinn á Englandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. október 2020 11:00 Goðsögn! Alfreð Finnbogason komst á forsíður grísku blaðanna með sigurmarkinu gegn Arsenal fyrir fimm árum. Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta hefst á ný á þriðjudaginn þegar átta leikir í E til H-riðlum fara fram. Íslendingar eiga tvo fulltrúa í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á þessu tímabili; Mikael Neville Andersson sem leikur með Danmerkurmeisturum Midtjylland og Ögmund Kristinsson hjá grísku meisturunum í Olympiacos. Ögmundur og félagar eru í C-riðli með Porto, Manchester City og Marseille. Það var ansi eftirminnilegt þegar Íslendingur spilaði síðast með Olympiacos á enskri grundu í Meistaradeildinni. Jafnaldri Ögmundar og félagi hans í íslenska landsliðinu, Alfreð Finnbogason, skoraði þá sigurmark Olympiacos gegn Arsenal, 2-3, á Emirates í London. Olympiacos fékk Alfreð á láni frá Real Sociedad fyrir tímabilið 2015-16. Hann skoraði tvö mörk fyrir félagið í þrettán leikjum; eitt í 3-4 sigri á Panthrakikos í grísku úrvalsdeildinni og svo í fyrrnefndum leik gegn Arsenal. Það var jafnframt fyrsti Meistaradeildarleikur Alfreðs á ferlinum. Bæði Arsenal og Olympiacos töpuðu í 1. umferð riðlakeppninnar, Arsenal 2-1 fyrir Dinamo Zagreb og Olympiacos 0-3 fyrir Bayern München. Það var því mikið undir á Emirates þriðjudagskvöldið 29. september 2015. Pardo kom Olympiacos yfir á 33. mínútu en Theo Walcott jafnaði fyrir Arsenal tveimur mínútum síðar. Fimm mínútum fyrir hálfleik skoraði David Ospina, markvörður Arsenal, svo sjálfsmark og kom Grikkjunum aftur yfir. Alfreð kom inn á sem varamaður í hálfleik fyrir Brown Ideye. Alexis Sánchez jafnaði fyrir Arsenal á 65. mínútu en aðeins mínútu síðar skoraði Alfreð sigurmark Olympiacos með skoti af stuttu færi eftir sendingu frá Pardo. Markið má sjá hér fyrir neðan. „Það er ekki hægt að kvarta undan neinu núna,“ sagði Alfreð í samtali við Vísi eftir leikinn á Emirates. „Þetta er fyrsti sigur Olympiakos í Englandi eftir tólf töp í röð. Það er gaman að vera hluti af því. Gaman að vera hluti af sögunni.“ Alfreð varð annar Íslendingurinn til að skora í Meistaradeildinni á eftir Eiði Smára Guðjohnsen sem skoraði sjö mörk fyrir Chelsea og Barcelona. Þeir tveir ásamt Arnóri Sigurðssyni eru einu Íslendingarnir sem hafa skorað í Meistaradeildinni. Þrátt fyrir þennan frækna sigur á Arsenal á Emirates komst Olympiacos ekki í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar og varð að gera sér sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar að góðu. Þótt Arsenal hafi tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum í F-riðli náði liðið 2. sætinu með því að vinna Dinamo Zagreb og Olympiacos í síðustu tveimur leikjum sínum. Olivier Giroud skoraði öll mörk Arsenal í 0-3 sigri á Olympiacos í Grikklandi í lokaumferð riðlakeppninnar sem tryggði Skyttunum farseðilinn í útsláttarkeppnina. Alfreð stoppaði stutt við hjá Olympiacos en hann var lánaður Augsburg í Þýskalandi í byrjun febrúar 2016. Augsburg keypti Alfreð svo frá Real Sociedad um sumarið og hann hefur leikið þar síðan við góðan orðstír. Meistaradeildin verður áfram í beinni á Stöð 2 Sport og þar verða líka Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin á hverju kvöldi sem leikir fara fram í riðlakeppninni. Fyrstu leikirnir í beinni verða Dynamo Kiev-Juventus (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 16.45) og PSG-Manchester United (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 18.50). Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir 6 dagar í Meistaradeildina: Ronaldo og Messi mætast í fyrsta sinn fyrir jól Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast í Meistaradeildinni fyrir áramót og það tvisvar sinnum. Það hefur aldrei gerst áður. 14. október 2020 10:31 7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við magnaða meistara síðasta tímabils. 13. október 2020 11:00 Mest lesið Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Myndir frá endalokum Íslands á EM Körfubolti Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Handbolti „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fótbolti EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Körfubolti Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Handbolti Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Fleiri fréttir Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Sjá meira
Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta hefst á ný á þriðjudaginn þegar átta leikir í E til H-riðlum fara fram. Íslendingar eiga tvo fulltrúa í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á þessu tímabili; Mikael Neville Andersson sem leikur með Danmerkurmeisturum Midtjylland og Ögmund Kristinsson hjá grísku meisturunum í Olympiacos. Ögmundur og félagar eru í C-riðli með Porto, Manchester City og Marseille. Það var ansi eftirminnilegt þegar Íslendingur spilaði síðast með Olympiacos á enskri grundu í Meistaradeildinni. Jafnaldri Ögmundar og félagi hans í íslenska landsliðinu, Alfreð Finnbogason, skoraði þá sigurmark Olympiacos gegn Arsenal, 2-3, á Emirates í London. Olympiacos fékk Alfreð á láni frá Real Sociedad fyrir tímabilið 2015-16. Hann skoraði tvö mörk fyrir félagið í þrettán leikjum; eitt í 3-4 sigri á Panthrakikos í grísku úrvalsdeildinni og svo í fyrrnefndum leik gegn Arsenal. Það var jafnframt fyrsti Meistaradeildarleikur Alfreðs á ferlinum. Bæði Arsenal og Olympiacos töpuðu í 1. umferð riðlakeppninnar, Arsenal 2-1 fyrir Dinamo Zagreb og Olympiacos 0-3 fyrir Bayern München. Það var því mikið undir á Emirates þriðjudagskvöldið 29. september 2015. Pardo kom Olympiacos yfir á 33. mínútu en Theo Walcott jafnaði fyrir Arsenal tveimur mínútum síðar. Fimm mínútum fyrir hálfleik skoraði David Ospina, markvörður Arsenal, svo sjálfsmark og kom Grikkjunum aftur yfir. Alfreð kom inn á sem varamaður í hálfleik fyrir Brown Ideye. Alexis Sánchez jafnaði fyrir Arsenal á 65. mínútu en aðeins mínútu síðar skoraði Alfreð sigurmark Olympiacos með skoti af stuttu færi eftir sendingu frá Pardo. Markið má sjá hér fyrir neðan. „Það er ekki hægt að kvarta undan neinu núna,“ sagði Alfreð í samtali við Vísi eftir leikinn á Emirates. „Þetta er fyrsti sigur Olympiakos í Englandi eftir tólf töp í röð. Það er gaman að vera hluti af því. Gaman að vera hluti af sögunni.“ Alfreð varð annar Íslendingurinn til að skora í Meistaradeildinni á eftir Eiði Smára Guðjohnsen sem skoraði sjö mörk fyrir Chelsea og Barcelona. Þeir tveir ásamt Arnóri Sigurðssyni eru einu Íslendingarnir sem hafa skorað í Meistaradeildinni. Þrátt fyrir þennan frækna sigur á Arsenal á Emirates komst Olympiacos ekki í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar og varð að gera sér sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar að góðu. Þótt Arsenal hafi tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum í F-riðli náði liðið 2. sætinu með því að vinna Dinamo Zagreb og Olympiacos í síðustu tveimur leikjum sínum. Olivier Giroud skoraði öll mörk Arsenal í 0-3 sigri á Olympiacos í Grikklandi í lokaumferð riðlakeppninnar sem tryggði Skyttunum farseðilinn í útsláttarkeppnina. Alfreð stoppaði stutt við hjá Olympiacos en hann var lánaður Augsburg í Þýskalandi í byrjun febrúar 2016. Augsburg keypti Alfreð svo frá Real Sociedad um sumarið og hann hefur leikið þar síðan við góðan orðstír. Meistaradeildin verður áfram í beinni á Stöð 2 Sport og þar verða líka Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin á hverju kvöldi sem leikir fara fram í riðlakeppninni. Fyrstu leikirnir í beinni verða Dynamo Kiev-Juventus (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 16.45) og PSG-Manchester United (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 18.50).
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir 6 dagar í Meistaradeildina: Ronaldo og Messi mætast í fyrsta sinn fyrir jól Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast í Meistaradeildinni fyrir áramót og það tvisvar sinnum. Það hefur aldrei gerst áður. 14. október 2020 10:31 7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við magnaða meistara síðasta tímabils. 13. október 2020 11:00 Mest lesið Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Myndir frá endalokum Íslands á EM Körfubolti Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Handbolti „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fótbolti EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Körfubolti Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Handbolti Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Fleiri fréttir Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Sjá meira
6 dagar í Meistaradeildina: Ronaldo og Messi mætast í fyrsta sinn fyrir jól Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast í Meistaradeildinni fyrir áramót og það tvisvar sinnum. Það hefur aldrei gerst áður. 14. október 2020 10:31
7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við magnaða meistara síðasta tímabils. 13. október 2020 11:00