4 dagar í Meistaradeild: Bara að komast í úrslitaleikinn og þá er titillinn tryggður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2020 11:01 Cristiano Ronaldo vann Meistaradeildina fjórum sinnum með Real Madrid á árunum 2014 til 2018. Getty/ Laurence Griffiths Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við einstaka sigurgöngu Real Madrid í keppninni. Real Madrid er sigursælasta liðið í sögu Evrópukeppni meistaraliða, bæði síðan hún var setta á laggirnar árið 1955 og líka síðan hún breyttist í Meistaradeildina árið 1992. Real Madrid vann Evrópukeppni meistaraliða fimm fyrstu árin og hefur enn fremur unnið Meistaradeildina fjórum sinnum á síðustu sjö tímabilum. Roberto Carlos: "The ball came bouncing and I crossed the ball. I didn't even know Zizou was there." Wondrous volley from Zinédine Zidane in 2002!@realmadriden | #UCL https://t.co/y6HnE2JNjS pic.twitter.com/Dd9jKf5aZK— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 9, 2020 Real Madrid hefur alls orðið Evrópumeistari meistaraliða þrettán sinnum eða sex sinnum oftar en næsta lið sem er AC Milan frá Ítalíu. Liverpool og Bayern München hafa síðan unnið keppnina sex sinnum hvort félag. Real Madrid hefur unnið sjálfa Meistaradeildina sjö sinnum en næst kemur Barcelona með fjóra titla. Það hefur verið hægt að bóka það síðustu áratugi að ef Real Madrid kemst í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni þá munu þeir fagna sigri. Real Madrid hefur unnuð sjö síðustu úrslitaleiki sína í keppninni eða alla úrslitaleiki sína síðan árið 1981. Síðasta liðið til að vinna Real Madrid í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða var Liverpool en Liverpool vann 1-0 sigur á Real Madrid í úrslitaleiknum á Parc des Princes í París 27. maí 1981. Vinstri bakvörðurinn Alan Kennedy skoraði eina mark leiksins átta mínútum fyrir leikslok. Who would you most like to see with the #UCL trophy back in their hands? pic.twitter.com/TV6KgnHPgO— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 9, 2020 Real Madrid liðið komst ekki aftur í úrslitaleikinn fyrr en sautján árum síðar og þá var nafn keppninnar orðið Meistaradeildin og hún hafði breyst talsvert. Real Madrid vann Juventus árið 1998 og vann síðan keppnina bæði 2000 (3-0 sigur á Valencia) og 2002 (2-1 sigur á Bayer Leverkusen). Real Madrid vann síðan alla fjóra úrslitaleiki sína með Gareth Bale og Cristiano Ronaldo á árunum 2014 til 2018. Síðasti sigurinn var 3-1 sigur á Liverpool í úrslitaleiknum 2018 en áður hafði Real unnið 4-1 sigur á Juventus 2017, sigur á Atlético Madrid í vítakeppni 2016 og 4-1 sigur á Atlético Madrid árið 2014. Zinedin Zidane hefur tekið þátt í fimm síðustu Meistaradeildartitlum Real Madrid. Hann skoraði sigurmarkið 2002, var aðstoðarþjálfari 2014 og stýrði liðinu síðan til sigurs í Meistaradeildinni þrjú ár í röð frá 2016 til 2018. Zidane er mættur aftur í þjálfarastólinn hjá Real og það ætti bara að boða gott fyrir liðið. Meistaradeildin verður áfram í beinni á Stöð 2 Sport og þar verða líka Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin á hverju kvöldi sem leikir fara fram í riðlakeppninni. Fyrstu leikirnir í beinni verða Dynamo Kiev-Juventus (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 16.45) og PSG-Manchester United (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 18.50). Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir 5 dagar í Meistaradeildina: Alfreð tryggði Olympiacos fyrsta sigurinn á Englandi Síðasta heimsókn Íslendings í Olympiacos til Englands var eftirminnileg í meira lagi. 15. október 2020 11:00 6 dagar í Meistaradeildina: Ronaldo og Messi mætast í fyrsta sinn fyrir jól Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast í Meistaradeildinni fyrir áramót og það tvisvar sinnum. Það hefur aldrei gerst áður. 14. október 2020 10:31 7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við magnaða meistara síðasta tímabils. 13. október 2020 11:00 Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjá meira
Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við einstaka sigurgöngu Real Madrid í keppninni. Real Madrid er sigursælasta liðið í sögu Evrópukeppni meistaraliða, bæði síðan hún var setta á laggirnar árið 1955 og líka síðan hún breyttist í Meistaradeildina árið 1992. Real Madrid vann Evrópukeppni meistaraliða fimm fyrstu árin og hefur enn fremur unnið Meistaradeildina fjórum sinnum á síðustu sjö tímabilum. Roberto Carlos: "The ball came bouncing and I crossed the ball. I didn't even know Zizou was there." Wondrous volley from Zinédine Zidane in 2002!@realmadriden | #UCL https://t.co/y6HnE2JNjS pic.twitter.com/Dd9jKf5aZK— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 9, 2020 Real Madrid hefur alls orðið Evrópumeistari meistaraliða þrettán sinnum eða sex sinnum oftar en næsta lið sem er AC Milan frá Ítalíu. Liverpool og Bayern München hafa síðan unnið keppnina sex sinnum hvort félag. Real Madrid hefur unnið sjálfa Meistaradeildina sjö sinnum en næst kemur Barcelona með fjóra titla. Það hefur verið hægt að bóka það síðustu áratugi að ef Real Madrid kemst í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni þá munu þeir fagna sigri. Real Madrid hefur unnuð sjö síðustu úrslitaleiki sína í keppninni eða alla úrslitaleiki sína síðan árið 1981. Síðasta liðið til að vinna Real Madrid í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða var Liverpool en Liverpool vann 1-0 sigur á Real Madrid í úrslitaleiknum á Parc des Princes í París 27. maí 1981. Vinstri bakvörðurinn Alan Kennedy skoraði eina mark leiksins átta mínútum fyrir leikslok. Who would you most like to see with the #UCL trophy back in their hands? pic.twitter.com/TV6KgnHPgO— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 9, 2020 Real Madrid liðið komst ekki aftur í úrslitaleikinn fyrr en sautján árum síðar og þá var nafn keppninnar orðið Meistaradeildin og hún hafði breyst talsvert. Real Madrid vann Juventus árið 1998 og vann síðan keppnina bæði 2000 (3-0 sigur á Valencia) og 2002 (2-1 sigur á Bayer Leverkusen). Real Madrid vann síðan alla fjóra úrslitaleiki sína með Gareth Bale og Cristiano Ronaldo á árunum 2014 til 2018. Síðasti sigurinn var 3-1 sigur á Liverpool í úrslitaleiknum 2018 en áður hafði Real unnið 4-1 sigur á Juventus 2017, sigur á Atlético Madrid í vítakeppni 2016 og 4-1 sigur á Atlético Madrid árið 2014. Zinedin Zidane hefur tekið þátt í fimm síðustu Meistaradeildartitlum Real Madrid. Hann skoraði sigurmarkið 2002, var aðstoðarþjálfari 2014 og stýrði liðinu síðan til sigurs í Meistaradeildinni þrjú ár í röð frá 2016 til 2018. Zidane er mættur aftur í þjálfarastólinn hjá Real og það ætti bara að boða gott fyrir liðið. Meistaradeildin verður áfram í beinni á Stöð 2 Sport og þar verða líka Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin á hverju kvöldi sem leikir fara fram í riðlakeppninni. Fyrstu leikirnir í beinni verða Dynamo Kiev-Juventus (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 16.45) og PSG-Manchester United (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 18.50).
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir 5 dagar í Meistaradeildina: Alfreð tryggði Olympiacos fyrsta sigurinn á Englandi Síðasta heimsókn Íslendings í Olympiacos til Englands var eftirminnileg í meira lagi. 15. október 2020 11:00 6 dagar í Meistaradeildina: Ronaldo og Messi mætast í fyrsta sinn fyrir jól Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast í Meistaradeildinni fyrir áramót og það tvisvar sinnum. Það hefur aldrei gerst áður. 14. október 2020 10:31 7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við magnaða meistara síðasta tímabils. 13. október 2020 11:00 Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjá meira
5 dagar í Meistaradeildina: Alfreð tryggði Olympiacos fyrsta sigurinn á Englandi Síðasta heimsókn Íslendings í Olympiacos til Englands var eftirminnileg í meira lagi. 15. október 2020 11:00
6 dagar í Meistaradeildina: Ronaldo og Messi mætast í fyrsta sinn fyrir jól Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast í Meistaradeildinni fyrir áramót og það tvisvar sinnum. Það hefur aldrei gerst áður. 14. október 2020 10:31
7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við magnaða meistara síðasta tímabils. 13. október 2020 11:00