Þingmaður gerir athugasemd við orrustuþotuflug yfir Akureyri Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2020 22:26 F-15-orrustuþota líkt og þær sem flugu yfir Akureyri í gær. Myndin er úr safni. Vísir/Getty Bandarískar orrustuþotur ollu töluverðum skarkala þegar þær flugu yfir Akureyri í gær. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerði athugasemd við að þoturnar hefðu verið með afturbrennara í gangi við Landhelgisgæsluna og telur að misskilningur hafi átt sér stað um hvað væri leyfilegt. Þoturnar taka þátt í loftrýmisgæslu á Íslandi þessa dagana og hafa meðal annars æft aðflug að Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, birti myndband þar sem F-15-orrustuþota sést í aðflugi með miklum drunum yfir Akureyri á Facebook-síðu sinni í dag. Í færslunni segist Njáll Trausti hafa verið á gangi með hundi sínum fyrir ofan Skautahöllina þegar hann sá þoturnar á ferð. Sem flugáhugamanni hafi þoturnar verið honum himnasending. Þeim hafi aftur á móti fylgt mikið sjónarspil og hávaði. „Það var hins vegar óheppilegt að afturbrennararnir voru í gangi og mikill hávaði myndaðist vegna þessa,“ skrifar þingmaðurinn. Því segist hann hafa haft samband við Landhelgisgæsluna í morgun til að gera athugasemd við notkun afturbrennaranna. „Það er greinilegt að það hefur orðið einhver misskilningur á milli aðila um hvað mætti gera og hvað ekki. Það er milli Gæslu og ameríska flughersins. Mér skilst að þetta hafi síðan verið tekið föstum tökum og allt sé á beinu brautinni núna. Við skulum læra af þessu,“ skrifar Njáll Trausti. Í færslunni hér fyrir neðan má sjá myndband Njáls Trausta af herþotu með afturbrennara í gangi koma til lendingar á Akureyri í gær. Akureyri NATO Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Bandarískar orrustuþotur ollu töluverðum skarkala þegar þær flugu yfir Akureyri í gær. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerði athugasemd við að þoturnar hefðu verið með afturbrennara í gangi við Landhelgisgæsluna og telur að misskilningur hafi átt sér stað um hvað væri leyfilegt. Þoturnar taka þátt í loftrýmisgæslu á Íslandi þessa dagana og hafa meðal annars æft aðflug að Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, birti myndband þar sem F-15-orrustuþota sést í aðflugi með miklum drunum yfir Akureyri á Facebook-síðu sinni í dag. Í færslunni segist Njáll Trausti hafa verið á gangi með hundi sínum fyrir ofan Skautahöllina þegar hann sá þoturnar á ferð. Sem flugáhugamanni hafi þoturnar verið honum himnasending. Þeim hafi aftur á móti fylgt mikið sjónarspil og hávaði. „Það var hins vegar óheppilegt að afturbrennararnir voru í gangi og mikill hávaði myndaðist vegna þessa,“ skrifar þingmaðurinn. Því segist hann hafa haft samband við Landhelgisgæsluna í morgun til að gera athugasemd við notkun afturbrennaranna. „Það er greinilegt að það hefur orðið einhver misskilningur á milli aðila um hvað mætti gera og hvað ekki. Það er milli Gæslu og ameríska flughersins. Mér skilst að þetta hafi síðan verið tekið föstum tökum og allt sé á beinu brautinni núna. Við skulum læra af þessu,“ skrifar Njáll Trausti. Í færslunni hér fyrir neðan má sjá myndband Njáls Trausta af herþotu með afturbrennara í gangi koma til lendingar á Akureyri í gær.
Akureyri NATO Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira