Þingmaður gerir athugasemd við orrustuþotuflug yfir Akureyri Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2020 22:26 F-15-orrustuþota líkt og þær sem flugu yfir Akureyri í gær. Myndin er úr safni. Vísir/Getty Bandarískar orrustuþotur ollu töluverðum skarkala þegar þær flugu yfir Akureyri í gær. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerði athugasemd við að þoturnar hefðu verið með afturbrennara í gangi við Landhelgisgæsluna og telur að misskilningur hafi átt sér stað um hvað væri leyfilegt. Þoturnar taka þátt í loftrýmisgæslu á Íslandi þessa dagana og hafa meðal annars æft aðflug að Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, birti myndband þar sem F-15-orrustuþota sést í aðflugi með miklum drunum yfir Akureyri á Facebook-síðu sinni í dag. Í færslunni segist Njáll Trausti hafa verið á gangi með hundi sínum fyrir ofan Skautahöllina þegar hann sá þoturnar á ferð. Sem flugáhugamanni hafi þoturnar verið honum himnasending. Þeim hafi aftur á móti fylgt mikið sjónarspil og hávaði. „Það var hins vegar óheppilegt að afturbrennararnir voru í gangi og mikill hávaði myndaðist vegna þessa,“ skrifar þingmaðurinn. Því segist hann hafa haft samband við Landhelgisgæsluna í morgun til að gera athugasemd við notkun afturbrennaranna. „Það er greinilegt að það hefur orðið einhver misskilningur á milli aðila um hvað mætti gera og hvað ekki. Það er milli Gæslu og ameríska flughersins. Mér skilst að þetta hafi síðan verið tekið föstum tökum og allt sé á beinu brautinni núna. Við skulum læra af þessu,“ skrifar Njáll Trausti. Í færslunni hér fyrir neðan má sjá myndband Njáls Trausta af herþotu með afturbrennara í gangi koma til lendingar á Akureyri í gær. Akureyri NATO Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Bandarískar orrustuþotur ollu töluverðum skarkala þegar þær flugu yfir Akureyri í gær. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerði athugasemd við að þoturnar hefðu verið með afturbrennara í gangi við Landhelgisgæsluna og telur að misskilningur hafi átt sér stað um hvað væri leyfilegt. Þoturnar taka þátt í loftrýmisgæslu á Íslandi þessa dagana og hafa meðal annars æft aðflug að Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, birti myndband þar sem F-15-orrustuþota sést í aðflugi með miklum drunum yfir Akureyri á Facebook-síðu sinni í dag. Í færslunni segist Njáll Trausti hafa verið á gangi með hundi sínum fyrir ofan Skautahöllina þegar hann sá þoturnar á ferð. Sem flugáhugamanni hafi þoturnar verið honum himnasending. Þeim hafi aftur á móti fylgt mikið sjónarspil og hávaði. „Það var hins vegar óheppilegt að afturbrennararnir voru í gangi og mikill hávaði myndaðist vegna þessa,“ skrifar þingmaðurinn. Því segist hann hafa haft samband við Landhelgisgæsluna í morgun til að gera athugasemd við notkun afturbrennaranna. „Það er greinilegt að það hefur orðið einhver misskilningur á milli aðila um hvað mætti gera og hvað ekki. Það er milli Gæslu og ameríska flughersins. Mér skilst að þetta hafi síðan verið tekið föstum tökum og allt sé á beinu brautinni núna. Við skulum læra af þessu,“ skrifar Njáll Trausti. Í færslunni hér fyrir neðan má sjá myndband Njáls Trausta af herþotu með afturbrennara í gangi koma til lendingar á Akureyri í gær.
Akureyri NATO Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira