Komumst lítið áfram ef við ætlum að benda á hvert annað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. október 2020 18:30 Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. Vísir/Sigurjón Guðjón Guðmundsson, Gaupi, ræddi við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, um allt sem hefur gengið á hjá sambandinu síðan Þorgrímur Þráinsson greindist með kórónuveiruna. Þá segir hún sambandið bíða upplýsinga frá almannavörnum svo hægt verði að taka ákvörðun með mótahald. Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Klara: Komumst lítið áfram ef við ætlum að fara benda á hvort annað Þorgrímur fagnaði sigri Íslands á Rúmeníu vel og innilega að leik loknum. Gekk hann inn á völlinn og faðmaði mann og annan, þar á meðal fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson. Samt sem áður þurfti aðeins starfslið KSÍ að fara í sóttkví en enginn leikmaður. Nú hefur verið staðfest að Víðir Reynisson hefði ekki átt að gefa leyfi fyrir því að landsliðsþjálfarar Íslands, Erik Hamrén og Freyr Alexandersson, gætu horft á leik Íslands og Belgíu innan úr einum af „glerbúrunum“ á Laugardalsvelli. „Það er alveg rétt að umræddur starfsmaður braut bæði nálægðarmörk og þær reglur sem eru gildandi innan knattspyrnuhreyfingarinnar um grímuskyldu starfsmanna. Okkur þykir það ákaflega miður, við höfum reynt að minna hvort annað á að við þurfum að fylgja þessum reglum. Höfum reynt að minna okkur sjálf og aðildarfélögin á að taka þátt í leiknum. Því miður gekk það ekki eftir í þessu tilfelli og það er staðfest að þarna var um að brot að ræða,“ sagði Klara í viðtali við Gaupa fyrir utan Laugardalsvöll í dag. Eru viðurlög við broti sem þessu hjá knattspyrnusambandi Evrópu? „Nei, ekki sem mér er kunnugt um. Þetta eru miklir doðrantar sem gilda um endurkomu leiksins. Ég held alveg örugglega að það sé rétt hjá mér að það séu ekki viðurlög innan UEFA um þetta. UEFA sendir sérstakan eftirlitsmann hingað til lands sem á að fylgjast með hversu vel við framfylgjum Covid-reglunum og það var búið að ganga mjög vel, og það gekk mjög vel að langflestu leyti. Við fengum mjög gott hrós fyrir framkvæmdina. Auðvitað var ýmislegt sem var erfitt, við vorum til að mynda með dómarana í klefum sem voru ekki með sturtum. Það var ýmislegt sem við þurftum að gera til að framkvæmdin myndi ganga upp og því miður var þetta eitt af því fá sem virðist hafa farið úrskeiðis hjá okkur.“ „Við höfum reynt að hlaupa ekki eftir því sem við höldum að sé að fara gerast heldur beðið eftir að fá staðfestar upplýsingar. Þess vegna er þetta kannski enn leiðinlegri uppákoma fyrir okkur en við erum öll mannleg og ég held að við höfum flest gert mistök í þessu. Gleymt okkur í nálægðarmörkum, grímuskyldu og öðru slíku. Við komumst lítið áfram ef við ætlum að fara að benda á hvert annað í þessari baráttu, við verðum að leggjast á eitt. Óvinurinn er veiran, hún er þessi óboðni vágestur sem því miður er hér út um allt,“ sagði Klara varðandi það hvernig KSÍ hefur reynt að tækla sín mál varðandi kórónuveiruna. Að lokum var Klara spurð út í mótahald KSÍ en mögulega þarf sambandið að blása Íslandsmótið í knattspyrnu af. „Við reynum að afla okkur upplýsinga eins og við getum og vera á tánum. Við bíðum – eins og margir – eftir því hvað kemur í ljós á morgun [á upplýsingafundi Almannavarna]. Þá kemur vonandi reglugerð frá heilbrigðisráðuneytinu og svo verða ákvarðanir teknar á grundvelli þeirra upplýsinga og þeirra heimilda sem þar eru.“ „Ég öfunda ekki KSÍ af þeim ákvörðunum sem eru fram undan. Það eru engar góðar ákvarðanir, þær eru allar erfiðar fyrir einhverja. Það er ekkert létt í þessu en það standa allir frammi fyrir því sama,“ sagði Klara að lokum. Fótbolti KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Víðir segir KSÍ hafa brugðist: „Fyrst og fremst vonbrigði“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það fyrst og fremst vonbrigði að starfsmenn karlalandsliðsins í fótbolta hafi verið í snertingu við leikmenn þvert á loforð KSÍ. 15. október 2020 11:48 Mistök að hafa leyft þjálfurunum að vera á leiknum Þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefðu ekki átt að fá leyfi til að vera á leiknum gegn Belgíu í gær. 15. október 2020 11:32 Þorgrímur sagður hafa brotið sóttvarnareglur Þorgrímur Þráinsson er sagður hafa brotið sóttvarnareglur þegar hann gekk inn á Laugardalsvöllinn eftir leikinn gegn Rúmeníu og faðmaði mann og annan. 15. október 2020 07:49 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira
Guðjón Guðmundsson, Gaupi, ræddi við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, um allt sem hefur gengið á hjá sambandinu síðan Þorgrímur Þráinsson greindist með kórónuveiruna. Þá segir hún sambandið bíða upplýsinga frá almannavörnum svo hægt verði að taka ákvörðun með mótahald. Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Klara: Komumst lítið áfram ef við ætlum að fara benda á hvort annað Þorgrímur fagnaði sigri Íslands á Rúmeníu vel og innilega að leik loknum. Gekk hann inn á völlinn og faðmaði mann og annan, þar á meðal fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson. Samt sem áður þurfti aðeins starfslið KSÍ að fara í sóttkví en enginn leikmaður. Nú hefur verið staðfest að Víðir Reynisson hefði ekki átt að gefa leyfi fyrir því að landsliðsþjálfarar Íslands, Erik Hamrén og Freyr Alexandersson, gætu horft á leik Íslands og Belgíu innan úr einum af „glerbúrunum“ á Laugardalsvelli. „Það er alveg rétt að umræddur starfsmaður braut bæði nálægðarmörk og þær reglur sem eru gildandi innan knattspyrnuhreyfingarinnar um grímuskyldu starfsmanna. Okkur þykir það ákaflega miður, við höfum reynt að minna hvort annað á að við þurfum að fylgja þessum reglum. Höfum reynt að minna okkur sjálf og aðildarfélögin á að taka þátt í leiknum. Því miður gekk það ekki eftir í þessu tilfelli og það er staðfest að þarna var um að brot að ræða,“ sagði Klara í viðtali við Gaupa fyrir utan Laugardalsvöll í dag. Eru viðurlög við broti sem þessu hjá knattspyrnusambandi Evrópu? „Nei, ekki sem mér er kunnugt um. Þetta eru miklir doðrantar sem gilda um endurkomu leiksins. Ég held alveg örugglega að það sé rétt hjá mér að það séu ekki viðurlög innan UEFA um þetta. UEFA sendir sérstakan eftirlitsmann hingað til lands sem á að fylgjast með hversu vel við framfylgjum Covid-reglunum og það var búið að ganga mjög vel, og það gekk mjög vel að langflestu leyti. Við fengum mjög gott hrós fyrir framkvæmdina. Auðvitað var ýmislegt sem var erfitt, við vorum til að mynda með dómarana í klefum sem voru ekki með sturtum. Það var ýmislegt sem við þurftum að gera til að framkvæmdin myndi ganga upp og því miður var þetta eitt af því fá sem virðist hafa farið úrskeiðis hjá okkur.“ „Við höfum reynt að hlaupa ekki eftir því sem við höldum að sé að fara gerast heldur beðið eftir að fá staðfestar upplýsingar. Þess vegna er þetta kannski enn leiðinlegri uppákoma fyrir okkur en við erum öll mannleg og ég held að við höfum flest gert mistök í þessu. Gleymt okkur í nálægðarmörkum, grímuskyldu og öðru slíku. Við komumst lítið áfram ef við ætlum að fara að benda á hvert annað í þessari baráttu, við verðum að leggjast á eitt. Óvinurinn er veiran, hún er þessi óboðni vágestur sem því miður er hér út um allt,“ sagði Klara varðandi það hvernig KSÍ hefur reynt að tækla sín mál varðandi kórónuveiruna. Að lokum var Klara spurð út í mótahald KSÍ en mögulega þarf sambandið að blása Íslandsmótið í knattspyrnu af. „Við reynum að afla okkur upplýsinga eins og við getum og vera á tánum. Við bíðum – eins og margir – eftir því hvað kemur í ljós á morgun [á upplýsingafundi Almannavarna]. Þá kemur vonandi reglugerð frá heilbrigðisráðuneytinu og svo verða ákvarðanir teknar á grundvelli þeirra upplýsinga og þeirra heimilda sem þar eru.“ „Ég öfunda ekki KSÍ af þeim ákvörðunum sem eru fram undan. Það eru engar góðar ákvarðanir, þær eru allar erfiðar fyrir einhverja. Það er ekkert létt í þessu en það standa allir frammi fyrir því sama,“ sagði Klara að lokum.
Fótbolti KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Víðir segir KSÍ hafa brugðist: „Fyrst og fremst vonbrigði“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það fyrst og fremst vonbrigði að starfsmenn karlalandsliðsins í fótbolta hafi verið í snertingu við leikmenn þvert á loforð KSÍ. 15. október 2020 11:48 Mistök að hafa leyft þjálfurunum að vera á leiknum Þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefðu ekki átt að fá leyfi til að vera á leiknum gegn Belgíu í gær. 15. október 2020 11:32 Þorgrímur sagður hafa brotið sóttvarnareglur Þorgrímur Þráinsson er sagður hafa brotið sóttvarnareglur þegar hann gekk inn á Laugardalsvöllinn eftir leikinn gegn Rúmeníu og faðmaði mann og annan. 15. október 2020 07:49 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira
Víðir segir KSÍ hafa brugðist: „Fyrst og fremst vonbrigði“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það fyrst og fremst vonbrigði að starfsmenn karlalandsliðsins í fótbolta hafi verið í snertingu við leikmenn þvert á loforð KSÍ. 15. október 2020 11:48
Mistök að hafa leyft þjálfurunum að vera á leiknum Þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefðu ekki átt að fá leyfi til að vera á leiknum gegn Belgíu í gær. 15. október 2020 11:32
Þorgrímur sagður hafa brotið sóttvarnareglur Þorgrímur Þráinsson er sagður hafa brotið sóttvarnareglur þegar hann gekk inn á Laugardalsvöllinn eftir leikinn gegn Rúmeníu og faðmaði mann og annan. 15. október 2020 07:49