Allt í blóma hjá Ungverjum eftir sögulega þynnku Sindri Sverrisson skrifar 15. október 2020 13:30 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mark Íslands úr víti gegn Ungverjalandi á EM 2016 og fagnar hér markinu vel. Getty/Lars Baron Ungverjar hafa farið í gegnum rússíbanareið frá því að þeir mættu Íslendingum á EM 2016. Liðin mætast í úrslitaleik um sæti á EM, í Búdapest 12. nóvember. Landsleikjatörn síðustu daga er nú lokið og leikmenn farnir til sinna félagsliða. Ísland lék þrjá heimaleiki og vann Rúmeníu í EM-umspilinu en tapaði svo fyrir Danmörku og Belgíu í A-deild Þjóðadeildarinnar. Ungverjar léku aftur á móti þrjá útileiki og komust afar vel frá sínu. Þeir slógu Búlgari út úr EM-umspilinu, með 3-1 sigri, unnu svo Serba 1-0 í Belgrad og gerðu 0-0 jafntefli við Rússa. Adam Szalai með fyrirliðabandið í 0-0 jafntefli Ungverja við Rússa í gærkvöld.Getty/Anton Novoderezhkin Þegar Ísland og Ungverjaland mættust í riðlakeppni EM, með sína háværu stuðningsmenn á leikvanginum í Marseille, gerðu þau 1-1 jafntefli. Þá voru menn á borð við markmanninn Gábor Király, Zoltán Gera og Roland Juhász enn lykilmenn í ungverska liðinu en þeir lögðu landsliðstreyjuna á hilluna eftir mótið. Mikil endurnýjun hefur orðið hjá Ungverjum síðan þá, öfugt við Íslendinga sem gætu hugsanlega teflt fram sama byrjunarliði 12. nóvember og gert var í Marseille. Töpuðu gegn Andorra „Þynnkan“ eftir flotta frammistöðu á EM var söguleg hjá Ungverjum. Ákveðnum botni í merkri knattspyrnusögu þjóðarinnar var nefnilega náð þegar liðið tapaði 1-0 gegn Andorra í undankeppni HM, sumarið 2017. Skömmu seinna hætti Þjóðverjinn Bernd Storck sem þjálfari Ungverja og Belginn Georges Leekens, sem Íslendingar þekkja kannski vegna starfa hjá Íslendingaliðinu Lokeren, tók við. Leikirnir fjórir hjá Ungverjum undir stjórn Leekens eru taldir þeir verstu hjá liðinu síðustu tvo áratugi og hann var strax látinn fara. Ítalinn Marco Rossi hefur því stýrt Ungverjum frá árinu 2018. Hann er í miklum metum og hefur verið það frá því að hann stýrði Honved til ungverska meistaratitilsins árið 2017. Var því lýst sem kraftaverki. Sterkur markmaður sem var á mála hjá Liverpool Á þessu ári hefur Rossi breytt úr 4-2-3-1 kerfi yfir í 3-5-2 kerfi sem virkaði vel nú í haust, í sigrunum gegn Búlgaríu, Serbíu og Tyrklandi. Tveir lykilmenn í þessu kerfi mættu Íslandi 2016, þeir Adam Szalai og Nemanja Nikolic sem átti „stoðsendinguna“ í sjálfsmarki Birkis Más Sævarssonar undir lok leiks. Markmaðurinn Peter Gulácsi er einn af burðarásum ungverska liðsins.Getty/Roland Krivec Tveir ungir og hæfileikaríkir leikmenn hafa verið að ryðja sér til rúms hjá Ungverjum. Roland Sallai er kantmaður Freiburg og miðjumaðurinn Dominik Szoboszlai er hjá Red Bull Salzburg. Sá síðarnefndi fékk þó ekki leyfi hjá sínu félagsliði til að taka þátt í síðustu landsleikjum. Markmaðurinn Peter Gulácsi, sem um árabil var á mála hjá Liverpool án þess að leika með liðinu, er algjör lykilmaður hjá Ungverjum. Hann er í dag markmaður RB Leipzig líkt og miðvörðurinn Willi Orban sem einnig er Ungverjum afar mikilvægur. Vonast eftir 20 þúsund stuðningsmönnum Auk þess sem ungverska landsliðið virðist vera á réttri braut þá eiga Ungverjar lið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu sem hefst í næstu viku. Ferencvaros leikur þá í keppninni í annað sinn eftir að hafa einnig verið þar árið 1995. Þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn leiki Ungverja grátt eins og marga aðra þá vonast þeir til þess að 20.000 stuðningsmenn liðsins verði á leiknum gegn Íslendingum. Reglur UEFA leyfa þann fjölda á svo stórum leikvangi eins og Puskás Arena er. Þjóðadeild UEFA EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir „Þetta hefur verið áhugaverður sólarhringur hjá honum“ Davíð Þór Viðarsson fór yfir ævintýralegan sólarhring bróður síns Arnar Þórs Viðarssonar í uppgjöri Stöð 2 Sport á leik Íslands og Belgíu í gær. 15. október 2020 12:11 Birkir Már áfram í markagírnum: Því miður eru engir leikir fram undan Birkir Már Sævarsson gerir ekki kröfu um að fá að byrja Ungverjaleikinn en er klár í að hjálpa Guðlaugi Victori Pálssyni og setja smá pressu á hann líka. 14. október 2020 21:29 Albert: Erfitt að vera mjög sáttur þegar maður tapar „Þetta var mjög skemmtilegt,“ sagði Albert Guðmundsson um leikinn gegn Belgíu í kvöld en Ísland tapaði fyrir þeim belgísku í Þjóðadeildinni í kvöld, 2-1. 14. október 2020 21:16 „Við viljum þetta meira en allt“ Birkir Bjarnason hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn íslenska landsliðsins séu orðnir svo gamlir að þeir myndu eiga erfitt með að höndla álagið af því að spila aftur í lokakeppni stórmóts. 13. október 2020 15:31 Ungverjar sóttu sögulegan sigur til Serbíu Leikið var víðar en í Reykjavík í Þjóðadeild Evrópu í kvöld og meðal annars voru Ungverjar, verðandi andstæðingar Íslands í umspili fyrir EM, í eldlínunni. 11. október 2020 21:01 Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Í beinni: Valladolid - Barcelona | Mikilvægur slagur í miðri orrustu Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Sjá meira
Ungverjar hafa farið í gegnum rússíbanareið frá því að þeir mættu Íslendingum á EM 2016. Liðin mætast í úrslitaleik um sæti á EM, í Búdapest 12. nóvember. Landsleikjatörn síðustu daga er nú lokið og leikmenn farnir til sinna félagsliða. Ísland lék þrjá heimaleiki og vann Rúmeníu í EM-umspilinu en tapaði svo fyrir Danmörku og Belgíu í A-deild Þjóðadeildarinnar. Ungverjar léku aftur á móti þrjá útileiki og komust afar vel frá sínu. Þeir slógu Búlgari út úr EM-umspilinu, með 3-1 sigri, unnu svo Serba 1-0 í Belgrad og gerðu 0-0 jafntefli við Rússa. Adam Szalai með fyrirliðabandið í 0-0 jafntefli Ungverja við Rússa í gærkvöld.Getty/Anton Novoderezhkin Þegar Ísland og Ungverjaland mættust í riðlakeppni EM, með sína háværu stuðningsmenn á leikvanginum í Marseille, gerðu þau 1-1 jafntefli. Þá voru menn á borð við markmanninn Gábor Király, Zoltán Gera og Roland Juhász enn lykilmenn í ungverska liðinu en þeir lögðu landsliðstreyjuna á hilluna eftir mótið. Mikil endurnýjun hefur orðið hjá Ungverjum síðan þá, öfugt við Íslendinga sem gætu hugsanlega teflt fram sama byrjunarliði 12. nóvember og gert var í Marseille. Töpuðu gegn Andorra „Þynnkan“ eftir flotta frammistöðu á EM var söguleg hjá Ungverjum. Ákveðnum botni í merkri knattspyrnusögu þjóðarinnar var nefnilega náð þegar liðið tapaði 1-0 gegn Andorra í undankeppni HM, sumarið 2017. Skömmu seinna hætti Þjóðverjinn Bernd Storck sem þjálfari Ungverja og Belginn Georges Leekens, sem Íslendingar þekkja kannski vegna starfa hjá Íslendingaliðinu Lokeren, tók við. Leikirnir fjórir hjá Ungverjum undir stjórn Leekens eru taldir þeir verstu hjá liðinu síðustu tvo áratugi og hann var strax látinn fara. Ítalinn Marco Rossi hefur því stýrt Ungverjum frá árinu 2018. Hann er í miklum metum og hefur verið það frá því að hann stýrði Honved til ungverska meistaratitilsins árið 2017. Var því lýst sem kraftaverki. Sterkur markmaður sem var á mála hjá Liverpool Á þessu ári hefur Rossi breytt úr 4-2-3-1 kerfi yfir í 3-5-2 kerfi sem virkaði vel nú í haust, í sigrunum gegn Búlgaríu, Serbíu og Tyrklandi. Tveir lykilmenn í þessu kerfi mættu Íslandi 2016, þeir Adam Szalai og Nemanja Nikolic sem átti „stoðsendinguna“ í sjálfsmarki Birkis Más Sævarssonar undir lok leiks. Markmaðurinn Peter Gulácsi er einn af burðarásum ungverska liðsins.Getty/Roland Krivec Tveir ungir og hæfileikaríkir leikmenn hafa verið að ryðja sér til rúms hjá Ungverjum. Roland Sallai er kantmaður Freiburg og miðjumaðurinn Dominik Szoboszlai er hjá Red Bull Salzburg. Sá síðarnefndi fékk þó ekki leyfi hjá sínu félagsliði til að taka þátt í síðustu landsleikjum. Markmaðurinn Peter Gulácsi, sem um árabil var á mála hjá Liverpool án þess að leika með liðinu, er algjör lykilmaður hjá Ungverjum. Hann er í dag markmaður RB Leipzig líkt og miðvörðurinn Willi Orban sem einnig er Ungverjum afar mikilvægur. Vonast eftir 20 þúsund stuðningsmönnum Auk þess sem ungverska landsliðið virðist vera á réttri braut þá eiga Ungverjar lið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu sem hefst í næstu viku. Ferencvaros leikur þá í keppninni í annað sinn eftir að hafa einnig verið þar árið 1995. Þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn leiki Ungverja grátt eins og marga aðra þá vonast þeir til þess að 20.000 stuðningsmenn liðsins verði á leiknum gegn Íslendingum. Reglur UEFA leyfa þann fjölda á svo stórum leikvangi eins og Puskás Arena er.
Þjóðadeild UEFA EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir „Þetta hefur verið áhugaverður sólarhringur hjá honum“ Davíð Þór Viðarsson fór yfir ævintýralegan sólarhring bróður síns Arnar Þórs Viðarssonar í uppgjöri Stöð 2 Sport á leik Íslands og Belgíu í gær. 15. október 2020 12:11 Birkir Már áfram í markagírnum: Því miður eru engir leikir fram undan Birkir Már Sævarsson gerir ekki kröfu um að fá að byrja Ungverjaleikinn en er klár í að hjálpa Guðlaugi Victori Pálssyni og setja smá pressu á hann líka. 14. október 2020 21:29 Albert: Erfitt að vera mjög sáttur þegar maður tapar „Þetta var mjög skemmtilegt,“ sagði Albert Guðmundsson um leikinn gegn Belgíu í kvöld en Ísland tapaði fyrir þeim belgísku í Þjóðadeildinni í kvöld, 2-1. 14. október 2020 21:16 „Við viljum þetta meira en allt“ Birkir Bjarnason hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn íslenska landsliðsins séu orðnir svo gamlir að þeir myndu eiga erfitt með að höndla álagið af því að spila aftur í lokakeppni stórmóts. 13. október 2020 15:31 Ungverjar sóttu sögulegan sigur til Serbíu Leikið var víðar en í Reykjavík í Þjóðadeild Evrópu í kvöld og meðal annars voru Ungverjar, verðandi andstæðingar Íslands í umspili fyrir EM, í eldlínunni. 11. október 2020 21:01 Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Í beinni: Valladolid - Barcelona | Mikilvægur slagur í miðri orrustu Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Sjá meira
„Þetta hefur verið áhugaverður sólarhringur hjá honum“ Davíð Þór Viðarsson fór yfir ævintýralegan sólarhring bróður síns Arnar Þórs Viðarssonar í uppgjöri Stöð 2 Sport á leik Íslands og Belgíu í gær. 15. október 2020 12:11
Birkir Már áfram í markagírnum: Því miður eru engir leikir fram undan Birkir Már Sævarsson gerir ekki kröfu um að fá að byrja Ungverjaleikinn en er klár í að hjálpa Guðlaugi Victori Pálssyni og setja smá pressu á hann líka. 14. október 2020 21:29
Albert: Erfitt að vera mjög sáttur þegar maður tapar „Þetta var mjög skemmtilegt,“ sagði Albert Guðmundsson um leikinn gegn Belgíu í kvöld en Ísland tapaði fyrir þeim belgísku í Þjóðadeildinni í kvöld, 2-1. 14. október 2020 21:16
„Við viljum þetta meira en allt“ Birkir Bjarnason hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn íslenska landsliðsins séu orðnir svo gamlir að þeir myndu eiga erfitt með að höndla álagið af því að spila aftur í lokakeppni stórmóts. 13. október 2020 15:31
Ungverjar sóttu sögulegan sigur til Serbíu Leikið var víðar en í Reykjavík í Þjóðadeild Evrópu í kvöld og meðal annars voru Ungverjar, verðandi andstæðingar Íslands í umspili fyrir EM, í eldlínunni. 11. október 2020 21:01