Þjófar á Granda reyndust stúlkur undir sakhæfisaldri Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. október 2020 23:16 Ýmis mál hafa komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag. Vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í verslun úti á Granda á fimmta tímanum í dag vegna þjófnaðar úr verslun. Þjófarnir reyndust vera „stúlkubörn undir sakhæfisaldri“ að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Málið leyst í samráði við foreldra stúlknanna og verður barnaverndaryfirvöldum gert viðvart. Laust fyrir klukkan átta í kvöld var kona handtekin, einnig vegna gruns um þjófnað úr verslun á Granda, en var hún látin laus að skýrslutöku lokinni. Ekki fylgir sögunni um hvaða verslun eða verslanir var að ræða. Þá var kona handtekin upp úr klukkan þrjú í dag vegna gruns um líkamsárás. Hún gistir nú fangageymslu þar til unnt verður að yfirheyra hana sem ekki hefur verið hægt sökum ástands konunnar. Þolandi er lítið meiddur en talið er að hann muni gangast undir læknisskoðun. Tveir karlmenn voru handteknir í kvöld vegna framleiðslu á kannabis. Um litla ræktun mun hafa verið að ræða og telst málið upplýst og verður sent ákærusviði lögreglu til frekari afgreiðslu. Ökumenn hneykslaðir á afskiptum lögreglu Umferðarslys varð á Digranesvegi í Kópavogi um klukkan sjö í kvöld þegar ökumaður sýndi ekki næga aðgát og hafnaði ökutæki hans á annarri bifreið. Áverkar voru minniháttar og tjón sömuleiðis að því er segir í dagbók lögreglu. Frá því upp úr hádegi í dag hefur lögreglan haft afskipti af nokkrum fjölda ökumanna vegna umferðarlagabrota, aksturs án ökuréttinda eða undir áhrifum fíkniefna. Þá voru alls sex ökumenn kærðir síðdegis í dag fyrir að aka götu í Álandi í Reykjavík þar sem akstur er bannaður öðrum en sjúkrabifreiðum. „Ökumenn voru hneykslaðir á afskiptum lögreglu og að þessi gata væri lokuð með þessum hætti. Ökumenn játuðu þó brot sín og vitneskju sína um að þessi gata væri lokuð almenni umferð og hver tilgangur hennar væri. Íbúar og fjöldi gangandi vegfarenda hrósuðu lögreglu fyrir framtakið um að stöðva háttalag sem þetta,“ er skrifað um mál þetta í tilkynningu lögreglunnar. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Um sextíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í verslun úti á Granda á fimmta tímanum í dag vegna þjófnaðar úr verslun. Þjófarnir reyndust vera „stúlkubörn undir sakhæfisaldri“ að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Málið leyst í samráði við foreldra stúlknanna og verður barnaverndaryfirvöldum gert viðvart. Laust fyrir klukkan átta í kvöld var kona handtekin, einnig vegna gruns um þjófnað úr verslun á Granda, en var hún látin laus að skýrslutöku lokinni. Ekki fylgir sögunni um hvaða verslun eða verslanir var að ræða. Þá var kona handtekin upp úr klukkan þrjú í dag vegna gruns um líkamsárás. Hún gistir nú fangageymslu þar til unnt verður að yfirheyra hana sem ekki hefur verið hægt sökum ástands konunnar. Þolandi er lítið meiddur en talið er að hann muni gangast undir læknisskoðun. Tveir karlmenn voru handteknir í kvöld vegna framleiðslu á kannabis. Um litla ræktun mun hafa verið að ræða og telst málið upplýst og verður sent ákærusviði lögreglu til frekari afgreiðslu. Ökumenn hneykslaðir á afskiptum lögreglu Umferðarslys varð á Digranesvegi í Kópavogi um klukkan sjö í kvöld þegar ökumaður sýndi ekki næga aðgát og hafnaði ökutæki hans á annarri bifreið. Áverkar voru minniháttar og tjón sömuleiðis að því er segir í dagbók lögreglu. Frá því upp úr hádegi í dag hefur lögreglan haft afskipti af nokkrum fjölda ökumanna vegna umferðarlagabrota, aksturs án ökuréttinda eða undir áhrifum fíkniefna. Þá voru alls sex ökumenn kærðir síðdegis í dag fyrir að aka götu í Álandi í Reykjavík þar sem akstur er bannaður öðrum en sjúkrabifreiðum. „Ökumenn voru hneykslaðir á afskiptum lögreglu og að þessi gata væri lokuð með þessum hætti. Ökumenn játuðu þó brot sín og vitneskju sína um að þessi gata væri lokuð almenni umferð og hver tilgangur hennar væri. Íbúar og fjöldi gangandi vegfarenda hrósuðu lögreglu fyrir framtakið um að stöðva háttalag sem þetta,“ er skrifað um mál þetta í tilkynningu lögreglunnar.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Um sextíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira