Fótbolti

Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Belgíu

Sindri Sverrisson skrifar
Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í dag.
Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í dag. vísir/vilhelm

Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni.

Blaðamannafundurinn hófst klukkan 10:30 en útsendingu og textalýsingu frá honum má sjá hér fyrir neðan.

Leikur Íslands og Belgíu hefst klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 17:45.

Ísland er án stiga í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar. Belgía er í 2. sæti riðilsins með sjö stig. Belgar eru í efsta sæti styrkleikalista FIFA. Þeir unnu fyrri leikinn gegn Íslendingum með fimm mörkum gegn einu.

Þetta er síðasti heimaleikur Íslands á árinu 2020. Framundan eru þrír útileikir í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×