Fótbolti

Birkir verður fyrirliði landsliðsins í fyrsta sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Birkir Bjarnason spilaði allar 90 mínúturnar á móti bæði Rúmeníu og Danmörku og leikurinn á móti Ungverjum verður hans þriðji á sjö dögum.
Birkir Bjarnason spilaði allar 90 mínúturnar á móti bæði Rúmeníu og Danmörku og leikurinn á móti Ungverjum verður hans þriðji á sjö dögum. Vísir/Hulda Margrét

Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, staðfesti það á blaðamannafundi að Birkir Bjarnason verður fyrirliði íslenska landsliðsins í leiknum á móti Belgíu annað kvöld.

Aðalfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er farinn aftur til Katar eftir samkomulag milli Hamrén og Al-Arabi og þá hefur Gylfi Þór Sigurðsson einnig snúið aftur til Englands. Kári Árnason er síðan að glíma við meiðsli og er ekki leikfær en Kári hefur verið þriðji í röðinni þegar kemur að því að fá fyrirliðabandið.

Birkir Bjarnason mun leika sinn 89. landsleik á Laugardalsvellinum annað kvöld en þetta verður í fyrsta sinn sem hann verður fyrirliði liðsins.

Þetta verður líka þriðji leikur Birkis á aðeins sjö dögum því hann spilaði allar 90 mínúturnar á móti bæði Rúmeníu og Danmörku.

Birkir var mættur á blaðamannafundinn í dag og þvertók fyrir það að leikmenn íslenska liðsins eigi í vandræðum með að gíra sig upp í leikina í Þjóðadeildinni þar sem við höfum tapað öllum okkar leikjum. En segir synd að geta ekki stillt upp okkar sterkasta liði.

Birkir sagðist líka hlakka til leiksins gegn Ungverjalandi 12. nóvember. Hann kveðst vera bjartsýnn og segir möguleikana mjög góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×