Telur veiruna leggjast þyngra á Covid-sýkta hópinn í farsóttarhúsinu en áður Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. október 2020 13:01 Heil hæð á Hótel Rauðará verður lögð undir Covid-sýkta einstaklinga en það er til viðbótar við þrjár hæðir sem fyrir eru á Hótel Lind. Vísir/Einar Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúss, segist nema breytingu til hins verra á Covid-sýkta hópnum sem nú dvelur í farsóttarhúsinu sé miðað við ástand þeirra sem veikir voru í farsóttarhúsinu í fyrstu bylgju faraldursins. Einkennin séu bæði meiri og öðruvísi. „Þetta er þannig að fólk verður fárveikt. Það er nauðsynlegt fyrir þá sem enn hafa ekki sýkst […] að fara varlega vegna þess að þetta fer svo illa í fólk,“ sagði Gylfi í hádegisfréttum Bylgjunnar. Margfalt fleiri hafa þurft að dvelja í farsóttarhúsunum Hótel Lind og Hótel Rauðará það sem af er þriðju bylgju en í þeirri fyrstu. Hátt í sex hundruð dvelja eða hafa dvalið í farsóttarhúsunum í þriðju bylgjunni en einungis fimmtíu í þeirri fyrstu. Hótel Lind dugar ekki lengur til að hýsa alla þá Covid-sýktu einstaklinga sem þurfa að dvelja þar og verður brugðið á það ráð, í dag eða á morgun að leggja heila hæð undir Covid-sýkta á Hótel Rauðará en þar hafa þeir dvalið sem eru í sóttkví hingað til. Fólk í sóttkví þurfi ekki að óttast smit því Gylfi segir að ítrustu sóttvarna sé gætt og að lokað sé á milli hæða. Hingað til hafi enginn í starfsmannahópnum smitast eða þurft að fara í sóttkví. Fosshótel Lind var tekið á leigu sem farsóttarhús í kórónuveirufaraldrinum.Vísir/Frikki Gylfi segir að mýmargar ástæður séu fyrir því að fjöldi þeirra sem dvelur í farsóttarhúsunum hafi aukist til muna í þriðju bylgju. Þau taki á móti Covid-sýktu fólki sem sé ekki það veikt að það þurfi á sjúkrahússinnlögn að halda. „Við erum með fólk utan af landi sem Covid-deildin vill hafa nærri sér ef eitthvað skyldi út af bregða. Við sáum að í fyrri faraldri að fólk sem veiktist var að fara í sumarbústað til að vera þar í einangrun og þá gátu komið upp vandamál ef þeir einstaklingar versnuðu til muna. Þá er tímafrekt að senda sjúkrabíla upp um allar jarðir að leita að fólki. Hingað hefur síðan komið fólk sem ekki gat verið heima hjá sér aðstæðna vegna; undirliggjandi sjúkdómar hjá öðrum heimilismönnum og svo framvegis. Það getur verið svo margt sem veldur því að fólk leitar hingað.“ En hafið þið nægt starfsfólk til að standa undir þessu aukna álagi? „Við vorum að bæta við í hópinn þannig að nú erum við átta sem erum hér á vöktum allan sólarhringinn, alla daga, alltaf. Þetta er álag en við erum með gott fólk sem sinnir þessu vel og passar sig þar á milli að hvílast og hlaða batteríin. Það er skemmtilegur andi innan hópsins. Það er mjög gaman hjá okkur í vinnunni – það verður að vera það – þótt ástandið sé erfitt og mörg erfið mál komi upp. Við verðum að geta slegið á létta strengi þess á milli og það gerum við.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bæta við einni hæð fyrir fólk í einangrun Rauði krossinn hefur útbúið 4. hæðina á Hótel Rauðará fyrir einangrun sjúklinga sem eru með Covid-19. 12. október 2020 08:03 Þung staða í farsóttarhúsinu og bílum til Covid-flutninga fjölgað Staðan í farsóttarhúsi við Rauðarárstíg er þung en þar eru nú 56 í einangrun og 32 í sóttkví. 9. október 2020 18:18 Aldrei fleiri á farsóttarhótelinu en nú Aldrei hafa fleiri dvalið á farshóttarhótelinu á Rauðarárstíg í Reykjavík. 28. september 2020 18:58 Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Sjá meira
Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúss, segist nema breytingu til hins verra á Covid-sýkta hópnum sem nú dvelur í farsóttarhúsinu sé miðað við ástand þeirra sem veikir voru í farsóttarhúsinu í fyrstu bylgju faraldursins. Einkennin séu bæði meiri og öðruvísi. „Þetta er þannig að fólk verður fárveikt. Það er nauðsynlegt fyrir þá sem enn hafa ekki sýkst […] að fara varlega vegna þess að þetta fer svo illa í fólk,“ sagði Gylfi í hádegisfréttum Bylgjunnar. Margfalt fleiri hafa þurft að dvelja í farsóttarhúsunum Hótel Lind og Hótel Rauðará það sem af er þriðju bylgju en í þeirri fyrstu. Hátt í sex hundruð dvelja eða hafa dvalið í farsóttarhúsunum í þriðju bylgjunni en einungis fimmtíu í þeirri fyrstu. Hótel Lind dugar ekki lengur til að hýsa alla þá Covid-sýktu einstaklinga sem þurfa að dvelja þar og verður brugðið á það ráð, í dag eða á morgun að leggja heila hæð undir Covid-sýkta á Hótel Rauðará en þar hafa þeir dvalið sem eru í sóttkví hingað til. Fólk í sóttkví þurfi ekki að óttast smit því Gylfi segir að ítrustu sóttvarna sé gætt og að lokað sé á milli hæða. Hingað til hafi enginn í starfsmannahópnum smitast eða þurft að fara í sóttkví. Fosshótel Lind var tekið á leigu sem farsóttarhús í kórónuveirufaraldrinum.Vísir/Frikki Gylfi segir að mýmargar ástæður séu fyrir því að fjöldi þeirra sem dvelur í farsóttarhúsunum hafi aukist til muna í þriðju bylgju. Þau taki á móti Covid-sýktu fólki sem sé ekki það veikt að það þurfi á sjúkrahússinnlögn að halda. „Við erum með fólk utan af landi sem Covid-deildin vill hafa nærri sér ef eitthvað skyldi út af bregða. Við sáum að í fyrri faraldri að fólk sem veiktist var að fara í sumarbústað til að vera þar í einangrun og þá gátu komið upp vandamál ef þeir einstaklingar versnuðu til muna. Þá er tímafrekt að senda sjúkrabíla upp um allar jarðir að leita að fólki. Hingað hefur síðan komið fólk sem ekki gat verið heima hjá sér aðstæðna vegna; undirliggjandi sjúkdómar hjá öðrum heimilismönnum og svo framvegis. Það getur verið svo margt sem veldur því að fólk leitar hingað.“ En hafið þið nægt starfsfólk til að standa undir þessu aukna álagi? „Við vorum að bæta við í hópinn þannig að nú erum við átta sem erum hér á vöktum allan sólarhringinn, alla daga, alltaf. Þetta er álag en við erum með gott fólk sem sinnir þessu vel og passar sig þar á milli að hvílast og hlaða batteríin. Það er skemmtilegur andi innan hópsins. Það er mjög gaman hjá okkur í vinnunni – það verður að vera það – þótt ástandið sé erfitt og mörg erfið mál komi upp. Við verðum að geta slegið á létta strengi þess á milli og það gerum við.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bæta við einni hæð fyrir fólk í einangrun Rauði krossinn hefur útbúið 4. hæðina á Hótel Rauðará fyrir einangrun sjúklinga sem eru með Covid-19. 12. október 2020 08:03 Þung staða í farsóttarhúsinu og bílum til Covid-flutninga fjölgað Staðan í farsóttarhúsi við Rauðarárstíg er þung en þar eru nú 56 í einangrun og 32 í sóttkví. 9. október 2020 18:18 Aldrei fleiri á farsóttarhótelinu en nú Aldrei hafa fleiri dvalið á farshóttarhótelinu á Rauðarárstíg í Reykjavík. 28. september 2020 18:58 Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Sjá meira
Bæta við einni hæð fyrir fólk í einangrun Rauði krossinn hefur útbúið 4. hæðina á Hótel Rauðará fyrir einangrun sjúklinga sem eru með Covid-19. 12. október 2020 08:03
Þung staða í farsóttarhúsinu og bílum til Covid-flutninga fjölgað Staðan í farsóttarhúsi við Rauðarárstíg er þung en þar eru nú 56 í einangrun og 32 í sóttkví. 9. október 2020 18:18
Aldrei fleiri á farsóttarhótelinu en nú Aldrei hafa fleiri dvalið á farshóttarhótelinu á Rauðarárstíg í Reykjavík. 28. september 2020 18:58