Innlent

Þung staða í far­sóttar­húsinu og bílum til Co­vid-flutninga fjölgað

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg.
Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg. Vísir/vilhelm

Staðan í farsóttarhúsi við Rauðarárstíg er þung en þar eru nú 56 í einangrun og 32 í sóttkví. Verið er að undirbúa stækkun farsóttarrýmis ef svo kynni að þörf verði á því. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu frá almannavörnum vegna faraldurs kórónuveiru.

Þá eru sjúkraflutningar á höfuðborgarsvæðinu sagðir hafa verið sögulega margir í gær, 150 í heild. Þar af voru 48 Covid-tengdir. Unnið er að því að fá fleiri bíla til að sinna Covid-flutningum, að því er fram kemur í stöðuskýrslunni.

Staðan hjá aðgerðastjórnum um land allt er víðast hvar góð. Mikið álag er á Covid-göngudeild Landspítala og þá er þess getið í skýrslunni að raðir hafi myndast við sýnatöku á Suðurlandsbraut í gær. Unnið er að því að koma í veg fyrir að staðan endurtaki sig.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×