Erlent

Þjóðverjar vilja beita Lukashenko þvingunum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Lukashenko er sakaður um stórfellt kosningasvindl og ofbeldi gegn andstæðingum sínum. 
Lukashenko er sakaður um stórfellt kosningasvindl og ofbeldi gegn andstæðingum sínum.  Valery Sharifulin\ Getty Images

Heiko Maas utanríkisráðherra Þjóðverja sagði í morgun að Alexander Lukashenko forseti Hvíta Rússlands ætti að vera á lista yfir áhrifamenn þar í landi sem beittir eru viðskiptaþvingunum. Þetta sagði Maas við blaðamenn í morgun áður en hann hélt til fundar við kollega sína í Evrópusambandinu en fundað er í Lúxembúrg. 

Evrópusambandið samþykkti viðskiptaþvinganir á ráðamenn í Hvíta Rússlandi á dögunum en athygli vakti að Lukashenko forseti var ekki þar á meðal. Maas segir að viðskiptaþvinganirnar hafi hingað til engu skilað og því leggur hann nú til að herða róðurinn og láta þær bitna á sjálfum forsetanum. Enn er tekist á í landinu um úrslit síðustu forsetakosninga en svo virðist sem Lukashenko og menn hans hafi beitt víðtæku kosningasvindli. 

Í gær kom til átaka á milli lögreglu og mótmælenda í höfuðborginni Minsk og beitti lögregla táragasi og öflugum vatnsbyssum til að dreifa mannfjöldanum. Tugir eða hundruð voru handteknir í átökunum, að sögn Reuters.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×