Danir aðeins tapað tveimur leikjum á tæpum fjórum árum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. október 2020 09:30 Simon Kjær, fyrirliði danska liðsins, var á sínum stað gegn Króatíu á HM og verður það eflaust enn í kvöld. Andrew Surma/Getty Images Ísland og Danmörk mætast á Laugardalsvelli í kvöld í Þjóðadeildinni. Bæði lið eru án sigurs en Ísland tapaði naumlega gegn Englandi í síðasta mánuði áður en liðið steinlá í Belgíu. Danmörk tapaði einnig gegn Belgíu en gerði jafntefi við England. Tapið gegn Belgum er eina tap danska liðsins síðan liðið féll úr leik á HM í Rússlandi fyrir tveimur árum. Þá tapaði liðið reyndar í vítaspyrnukeppni gegn Króatíu. Það þarf hins vegar að fara aftur til 10. nóvember 2016 – er Danmörk tapaði 0-1 á heimavelli gegn Svartfjallalandi – til að finna leik sem tapaðist í venjulegum leiktíma. Það má því sannarlega segja að Danir séu á góðu skriði og má svo sannarlega reikna með því að liðið mæti tilbúið í leik kvöldsins. Kasper Hjulmand, þjálfari liðsins, lagði allavega mikla áherslu á það í viðtali við Vísi fyrir leik að hans menn væru svo sannarlega klárir í bátana. Kasper Schmeichel og Pierre-Emile Højbjerg, leikmenn liðsins, tóku í sama streng. Vi glæder os til kampen i morgen.Island-Danmark. Klokken 20.45.#ForDanmark #NationsLeague pic.twitter.com/4AdW56Yv4m— Fodboldlandsholdene (@dbulandshold) October 10, 2020 Frá því að Danir duttu út gegn Króötum á HM léku þeir alls 13 leiki þangað til þeir töpuðu fyrir Belgum. Sjö af þeim lauk reyndar með jafntefli. Þeir gerðu sér þó lítið fyrir og lögðu Sviss á heimavelli í undankeppni Evrópumótsins. Eftir tapið gegn Belgíu gerðu Danir markalaust jafntefli við Englendinga og á miðvikudaginn var unnu þeir sannfærandi 4-0 sigur á Færeyingum. Það má því búast við hörkuleik á Laugardalsvelli í kvöld og nær öruggt er að Danir stilli upp sínu sterkasta byrjunarliði. Kasper Schmeichel [Leicester City] verður í markinu, fyrirliðinn Simon Kjær [AC Milan] í miðri vörninni ásamt Andreas Christensen [Chelsea]. Þá verða þeir Thomas Delaney [Borussia Dortmund], Højbjerg [Tottenham Hotspur] og Christian Eriksen [Inter Milan] að öllum líkindum þrír á miðjunni. Frammi má svo eflaust finna Kasper Dolberg [Nice] eða Andreas Cornelius [Parma, á láni frá Atalanta]. Leikur Íslands og Danmerkur hefst klukkan 18.45 í kvöld í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun hefst 17.45. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Schmeichel vonar að danska liðið komi í veg fyrir að Ísland nýti styrkleika sína Kasper Schmeichel er spenntur fyrir leik Íslands og Danmerkur annað kvöld. Hann býst við hörkuleik en segir að danska landsliðið sé tilbúið og hungrað í sigur. 10. október 2020 21:16 Þjálfari Dana: Danska liðið verður að spila af krafti og ástríðu til að vinna Ísland Þjálfari danska landsliðsins, segir mikilvægt að leikmenn sínir spili af krafti og jafni ástríðuna sem íslenska liðið býr yfir. Það sé eina leiðin til að landa öllum þremur stigunum í leik liðanna annað kvöld. 10. október 2020 19:01 Aron Einar: Á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik gegn Danmörku | Myndband Landsliðsfyrirliðinn segir leikmannahóp Íslands tilbúinn í leik morgundagsins gegn Dönum þó það sé vissulega ekki jafn mikilvægur leikur og leikurinn gegn Rúmeníu á fimmtudaginn var. 10. október 2020 11:45 Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55 Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ Sjá meira
Ísland og Danmörk mætast á Laugardalsvelli í kvöld í Þjóðadeildinni. Bæði lið eru án sigurs en Ísland tapaði naumlega gegn Englandi í síðasta mánuði áður en liðið steinlá í Belgíu. Danmörk tapaði einnig gegn Belgíu en gerði jafntefi við England. Tapið gegn Belgum er eina tap danska liðsins síðan liðið féll úr leik á HM í Rússlandi fyrir tveimur árum. Þá tapaði liðið reyndar í vítaspyrnukeppni gegn Króatíu. Það þarf hins vegar að fara aftur til 10. nóvember 2016 – er Danmörk tapaði 0-1 á heimavelli gegn Svartfjallalandi – til að finna leik sem tapaðist í venjulegum leiktíma. Það má því sannarlega segja að Danir séu á góðu skriði og má svo sannarlega reikna með því að liðið mæti tilbúið í leik kvöldsins. Kasper Hjulmand, þjálfari liðsins, lagði allavega mikla áherslu á það í viðtali við Vísi fyrir leik að hans menn væru svo sannarlega klárir í bátana. Kasper Schmeichel og Pierre-Emile Højbjerg, leikmenn liðsins, tóku í sama streng. Vi glæder os til kampen i morgen.Island-Danmark. Klokken 20.45.#ForDanmark #NationsLeague pic.twitter.com/4AdW56Yv4m— Fodboldlandsholdene (@dbulandshold) October 10, 2020 Frá því að Danir duttu út gegn Króötum á HM léku þeir alls 13 leiki þangað til þeir töpuðu fyrir Belgum. Sjö af þeim lauk reyndar með jafntefli. Þeir gerðu sér þó lítið fyrir og lögðu Sviss á heimavelli í undankeppni Evrópumótsins. Eftir tapið gegn Belgíu gerðu Danir markalaust jafntefli við Englendinga og á miðvikudaginn var unnu þeir sannfærandi 4-0 sigur á Færeyingum. Það má því búast við hörkuleik á Laugardalsvelli í kvöld og nær öruggt er að Danir stilli upp sínu sterkasta byrjunarliði. Kasper Schmeichel [Leicester City] verður í markinu, fyrirliðinn Simon Kjær [AC Milan] í miðri vörninni ásamt Andreas Christensen [Chelsea]. Þá verða þeir Thomas Delaney [Borussia Dortmund], Højbjerg [Tottenham Hotspur] og Christian Eriksen [Inter Milan] að öllum líkindum þrír á miðjunni. Frammi má svo eflaust finna Kasper Dolberg [Nice] eða Andreas Cornelius [Parma, á láni frá Atalanta]. Leikur Íslands og Danmerkur hefst klukkan 18.45 í kvöld í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun hefst 17.45.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Schmeichel vonar að danska liðið komi í veg fyrir að Ísland nýti styrkleika sína Kasper Schmeichel er spenntur fyrir leik Íslands og Danmerkur annað kvöld. Hann býst við hörkuleik en segir að danska landsliðið sé tilbúið og hungrað í sigur. 10. október 2020 21:16 Þjálfari Dana: Danska liðið verður að spila af krafti og ástríðu til að vinna Ísland Þjálfari danska landsliðsins, segir mikilvægt að leikmenn sínir spili af krafti og jafni ástríðuna sem íslenska liðið býr yfir. Það sé eina leiðin til að landa öllum þremur stigunum í leik liðanna annað kvöld. 10. október 2020 19:01 Aron Einar: Á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik gegn Danmörku | Myndband Landsliðsfyrirliðinn segir leikmannahóp Íslands tilbúinn í leik morgundagsins gegn Dönum þó það sé vissulega ekki jafn mikilvægur leikur og leikurinn gegn Rúmeníu á fimmtudaginn var. 10. október 2020 11:45 Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55 Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ Sjá meira
Schmeichel vonar að danska liðið komi í veg fyrir að Ísland nýti styrkleika sína Kasper Schmeichel er spenntur fyrir leik Íslands og Danmerkur annað kvöld. Hann býst við hörkuleik en segir að danska landsliðið sé tilbúið og hungrað í sigur. 10. október 2020 21:16
Þjálfari Dana: Danska liðið verður að spila af krafti og ástríðu til að vinna Ísland Þjálfari danska landsliðsins, segir mikilvægt að leikmenn sínir spili af krafti og jafni ástríðuna sem íslenska liðið býr yfir. Það sé eina leiðin til að landa öllum þremur stigunum í leik liðanna annað kvöld. 10. október 2020 19:01
Aron Einar: Á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik gegn Danmörku | Myndband Landsliðsfyrirliðinn segir leikmannahóp Íslands tilbúinn í leik morgundagsins gegn Dönum þó það sé vissulega ekki jafn mikilvægur leikur og leikurinn gegn Rúmeníu á fimmtudaginn var. 10. október 2020 11:45
Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55