Danir aðeins tapað tveimur leikjum á tæpum fjórum árum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. október 2020 09:30 Simon Kjær, fyrirliði danska liðsins, var á sínum stað gegn Króatíu á HM og verður það eflaust enn í kvöld. Andrew Surma/Getty Images Ísland og Danmörk mætast á Laugardalsvelli í kvöld í Þjóðadeildinni. Bæði lið eru án sigurs en Ísland tapaði naumlega gegn Englandi í síðasta mánuði áður en liðið steinlá í Belgíu. Danmörk tapaði einnig gegn Belgíu en gerði jafntefi við England. Tapið gegn Belgum er eina tap danska liðsins síðan liðið féll úr leik á HM í Rússlandi fyrir tveimur árum. Þá tapaði liðið reyndar í vítaspyrnukeppni gegn Króatíu. Það þarf hins vegar að fara aftur til 10. nóvember 2016 – er Danmörk tapaði 0-1 á heimavelli gegn Svartfjallalandi – til að finna leik sem tapaðist í venjulegum leiktíma. Það má því sannarlega segja að Danir séu á góðu skriði og má svo sannarlega reikna með því að liðið mæti tilbúið í leik kvöldsins. Kasper Hjulmand, þjálfari liðsins, lagði allavega mikla áherslu á það í viðtali við Vísi fyrir leik að hans menn væru svo sannarlega klárir í bátana. Kasper Schmeichel og Pierre-Emile Højbjerg, leikmenn liðsins, tóku í sama streng. Vi glæder os til kampen i morgen.Island-Danmark. Klokken 20.45.#ForDanmark #NationsLeague pic.twitter.com/4AdW56Yv4m— Fodboldlandsholdene (@dbulandshold) October 10, 2020 Frá því að Danir duttu út gegn Króötum á HM léku þeir alls 13 leiki þangað til þeir töpuðu fyrir Belgum. Sjö af þeim lauk reyndar með jafntefli. Þeir gerðu sér þó lítið fyrir og lögðu Sviss á heimavelli í undankeppni Evrópumótsins. Eftir tapið gegn Belgíu gerðu Danir markalaust jafntefli við Englendinga og á miðvikudaginn var unnu þeir sannfærandi 4-0 sigur á Færeyingum. Það má því búast við hörkuleik á Laugardalsvelli í kvöld og nær öruggt er að Danir stilli upp sínu sterkasta byrjunarliði. Kasper Schmeichel [Leicester City] verður í markinu, fyrirliðinn Simon Kjær [AC Milan] í miðri vörninni ásamt Andreas Christensen [Chelsea]. Þá verða þeir Thomas Delaney [Borussia Dortmund], Højbjerg [Tottenham Hotspur] og Christian Eriksen [Inter Milan] að öllum líkindum þrír á miðjunni. Frammi má svo eflaust finna Kasper Dolberg [Nice] eða Andreas Cornelius [Parma, á láni frá Atalanta]. Leikur Íslands og Danmerkur hefst klukkan 18.45 í kvöld í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun hefst 17.45. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Schmeichel vonar að danska liðið komi í veg fyrir að Ísland nýti styrkleika sína Kasper Schmeichel er spenntur fyrir leik Íslands og Danmerkur annað kvöld. Hann býst við hörkuleik en segir að danska landsliðið sé tilbúið og hungrað í sigur. 10. október 2020 21:16 Þjálfari Dana: Danska liðið verður að spila af krafti og ástríðu til að vinna Ísland Þjálfari danska landsliðsins, segir mikilvægt að leikmenn sínir spili af krafti og jafni ástríðuna sem íslenska liðið býr yfir. Það sé eina leiðin til að landa öllum þremur stigunum í leik liðanna annað kvöld. 10. október 2020 19:01 Aron Einar: Á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik gegn Danmörku | Myndband Landsliðsfyrirliðinn segir leikmannahóp Íslands tilbúinn í leik morgundagsins gegn Dönum þó það sé vissulega ekki jafn mikilvægur leikur og leikurinn gegn Rúmeníu á fimmtudaginn var. 10. október 2020 11:45 Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Sjá meira
Ísland og Danmörk mætast á Laugardalsvelli í kvöld í Þjóðadeildinni. Bæði lið eru án sigurs en Ísland tapaði naumlega gegn Englandi í síðasta mánuði áður en liðið steinlá í Belgíu. Danmörk tapaði einnig gegn Belgíu en gerði jafntefi við England. Tapið gegn Belgum er eina tap danska liðsins síðan liðið féll úr leik á HM í Rússlandi fyrir tveimur árum. Þá tapaði liðið reyndar í vítaspyrnukeppni gegn Króatíu. Það þarf hins vegar að fara aftur til 10. nóvember 2016 – er Danmörk tapaði 0-1 á heimavelli gegn Svartfjallalandi – til að finna leik sem tapaðist í venjulegum leiktíma. Það má því sannarlega segja að Danir séu á góðu skriði og má svo sannarlega reikna með því að liðið mæti tilbúið í leik kvöldsins. Kasper Hjulmand, þjálfari liðsins, lagði allavega mikla áherslu á það í viðtali við Vísi fyrir leik að hans menn væru svo sannarlega klárir í bátana. Kasper Schmeichel og Pierre-Emile Højbjerg, leikmenn liðsins, tóku í sama streng. Vi glæder os til kampen i morgen.Island-Danmark. Klokken 20.45.#ForDanmark #NationsLeague pic.twitter.com/4AdW56Yv4m— Fodboldlandsholdene (@dbulandshold) October 10, 2020 Frá því að Danir duttu út gegn Króötum á HM léku þeir alls 13 leiki þangað til þeir töpuðu fyrir Belgum. Sjö af þeim lauk reyndar með jafntefli. Þeir gerðu sér þó lítið fyrir og lögðu Sviss á heimavelli í undankeppni Evrópumótsins. Eftir tapið gegn Belgíu gerðu Danir markalaust jafntefli við Englendinga og á miðvikudaginn var unnu þeir sannfærandi 4-0 sigur á Færeyingum. Það má því búast við hörkuleik á Laugardalsvelli í kvöld og nær öruggt er að Danir stilli upp sínu sterkasta byrjunarliði. Kasper Schmeichel [Leicester City] verður í markinu, fyrirliðinn Simon Kjær [AC Milan] í miðri vörninni ásamt Andreas Christensen [Chelsea]. Þá verða þeir Thomas Delaney [Borussia Dortmund], Højbjerg [Tottenham Hotspur] og Christian Eriksen [Inter Milan] að öllum líkindum þrír á miðjunni. Frammi má svo eflaust finna Kasper Dolberg [Nice] eða Andreas Cornelius [Parma, á láni frá Atalanta]. Leikur Íslands og Danmerkur hefst klukkan 18.45 í kvöld í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun hefst 17.45.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Schmeichel vonar að danska liðið komi í veg fyrir að Ísland nýti styrkleika sína Kasper Schmeichel er spenntur fyrir leik Íslands og Danmerkur annað kvöld. Hann býst við hörkuleik en segir að danska landsliðið sé tilbúið og hungrað í sigur. 10. október 2020 21:16 Þjálfari Dana: Danska liðið verður að spila af krafti og ástríðu til að vinna Ísland Þjálfari danska landsliðsins, segir mikilvægt að leikmenn sínir spili af krafti og jafni ástríðuna sem íslenska liðið býr yfir. Það sé eina leiðin til að landa öllum þremur stigunum í leik liðanna annað kvöld. 10. október 2020 19:01 Aron Einar: Á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik gegn Danmörku | Myndband Landsliðsfyrirliðinn segir leikmannahóp Íslands tilbúinn í leik morgundagsins gegn Dönum þó það sé vissulega ekki jafn mikilvægur leikur og leikurinn gegn Rúmeníu á fimmtudaginn var. 10. október 2020 11:45 Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Sjá meira
Schmeichel vonar að danska liðið komi í veg fyrir að Ísland nýti styrkleika sína Kasper Schmeichel er spenntur fyrir leik Íslands og Danmerkur annað kvöld. Hann býst við hörkuleik en segir að danska landsliðið sé tilbúið og hungrað í sigur. 10. október 2020 21:16
Þjálfari Dana: Danska liðið verður að spila af krafti og ástríðu til að vinna Ísland Þjálfari danska landsliðsins, segir mikilvægt að leikmenn sínir spili af krafti og jafni ástríðuna sem íslenska liðið býr yfir. Það sé eina leiðin til að landa öllum þremur stigunum í leik liðanna annað kvöld. 10. október 2020 19:01
Aron Einar: Á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik gegn Danmörku | Myndband Landsliðsfyrirliðinn segir leikmannahóp Íslands tilbúinn í leik morgundagsins gegn Dönum þó það sé vissulega ekki jafn mikilvægur leikur og leikurinn gegn Rúmeníu á fimmtudaginn var. 10. október 2020 11:45
Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55