Aron Einar: Á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik gegn Danmörku | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. október 2020 11:45 Landsliðsfyrirliðinn var verulega sáttur með sigurinn á Rúmeníu. Hann segir það þó ekki eiga að vera erfitt að gíra menn upp í leik gegn Danmörku. Vísir/Vilhelm Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, þakkar félagi sínu Al-Arabi fyrir að gefa sér leyfi að vera lengur hér á landi svo hann geti verið með íslenska liðinu gegn Danmörku í Þjóðadeild Evrópu annað kvöld. Hann ræddi við Vísi fyrir leikinn með Erik Hamrén, landsliðsþjálfara. „Bara góður, eðlilega. Mér fannst við komast vel frá þessu, vorum öflugir, byrjuðum leikinn af krafti og góður andi í hópnum. Menn eru ánægðir með að klára þetta fyrsta verkefni í þessum glugga en nú er allur fókus kominn á Danmörk á morgun,“ sagði landsliðsfyrirliðinn aðspurður hvernig andinn væri í íslenska hópnum eftir magnaðan sigur á Rúmenum á fimmtudaginn. „Mikið pælt í því og mikið hugsað út í það. Mesti fókusinn var á þessum leik [gegn Rúmenum] en það á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik á móti Danmörku sem verður stál í stál. Við ætlum okkur sigur þar, fyrsti sigurinn vonandi á móti Danmörku. Verður erfiður leikur og við þurfum að vera klárir í þennan leik og sýna hvað við getum,“ sagði Aron Einar um hvernig það væri að fara úr jafn gríðarlega mikilvægum leik og Rúmena leikurinn var í leik gegn Dönum í Þjóðadeildinni. „Mér líður vel. Líður vel eftir leikinn, smá þungur völlurinn en það eru flest allir leikmenn sem komu vel undan leiknum nema Kári [Árnason, sem meiddist gegn Rúmenum] en samt góðar fréttir af honum þannig mér líður vel og strákunum líður vel. Það er andi í hópnum eins og ég sagði áðan, menn eru ánægðir með sigurinn en við erum ekkert búnir. Verkefnið er ekki búið og þessir tveir leikir eru það sem við erum með í huga, sérstaklega Danmörk núna á morgun,“ sagði fyrirliðinn að endingu aðspurður út í hvernig sér liði bæði líkamlega og andlega enda nóg um að vera. Aron Einar varð nýverið faðir í þriðja sinn og þá leikur lið hans Al-Arabi til úrslita í bikarkeppni í Katar í dag. Klippa: Fyrirliðinn spenntur fyrir leiknum gegn Dönum Fótbolti Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Fleiri fréttir Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, þakkar félagi sínu Al-Arabi fyrir að gefa sér leyfi að vera lengur hér á landi svo hann geti verið með íslenska liðinu gegn Danmörku í Þjóðadeild Evrópu annað kvöld. Hann ræddi við Vísi fyrir leikinn með Erik Hamrén, landsliðsþjálfara. „Bara góður, eðlilega. Mér fannst við komast vel frá þessu, vorum öflugir, byrjuðum leikinn af krafti og góður andi í hópnum. Menn eru ánægðir með að klára þetta fyrsta verkefni í þessum glugga en nú er allur fókus kominn á Danmörk á morgun,“ sagði landsliðsfyrirliðinn aðspurður hvernig andinn væri í íslenska hópnum eftir magnaðan sigur á Rúmenum á fimmtudaginn. „Mikið pælt í því og mikið hugsað út í það. Mesti fókusinn var á þessum leik [gegn Rúmenum] en það á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik á móti Danmörku sem verður stál í stál. Við ætlum okkur sigur þar, fyrsti sigurinn vonandi á móti Danmörku. Verður erfiður leikur og við þurfum að vera klárir í þennan leik og sýna hvað við getum,“ sagði Aron Einar um hvernig það væri að fara úr jafn gríðarlega mikilvægum leik og Rúmena leikurinn var í leik gegn Dönum í Þjóðadeildinni. „Mér líður vel. Líður vel eftir leikinn, smá þungur völlurinn en það eru flest allir leikmenn sem komu vel undan leiknum nema Kári [Árnason, sem meiddist gegn Rúmenum] en samt góðar fréttir af honum þannig mér líður vel og strákunum líður vel. Það er andi í hópnum eins og ég sagði áðan, menn eru ánægðir með sigurinn en við erum ekkert búnir. Verkefnið er ekki búið og þessir tveir leikir eru það sem við erum með í huga, sérstaklega Danmörk núna á morgun,“ sagði fyrirliðinn að endingu aðspurður út í hvernig sér liði bæði líkamlega og andlega enda nóg um að vera. Aron Einar varð nýverið faðir í þriðja sinn og þá leikur lið hans Al-Arabi til úrslita í bikarkeppni í Katar í dag. Klippa: Fyrirliðinn spenntur fyrir leiknum gegn Dönum
Fótbolti Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Fleiri fréttir Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira
Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55