Danir aðeins tapað tveimur leikjum á tæpum fjórum árum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. október 2020 09:30 Simon Kjær, fyrirliði danska liðsins, var á sínum stað gegn Króatíu á HM og verður það eflaust enn í kvöld. Andrew Surma/Getty Images Ísland og Danmörk mætast á Laugardalsvelli í kvöld í Þjóðadeildinni. Bæði lið eru án sigurs en Ísland tapaði naumlega gegn Englandi í síðasta mánuði áður en liðið steinlá í Belgíu. Danmörk tapaði einnig gegn Belgíu en gerði jafntefi við England. Tapið gegn Belgum er eina tap danska liðsins síðan liðið féll úr leik á HM í Rússlandi fyrir tveimur árum. Þá tapaði liðið reyndar í vítaspyrnukeppni gegn Króatíu. Það þarf hins vegar að fara aftur til 10. nóvember 2016 – er Danmörk tapaði 0-1 á heimavelli gegn Svartfjallalandi – til að finna leik sem tapaðist í venjulegum leiktíma. Það má því sannarlega segja að Danir séu á góðu skriði og má svo sannarlega reikna með því að liðið mæti tilbúið í leik kvöldsins. Kasper Hjulmand, þjálfari liðsins, lagði allavega mikla áherslu á það í viðtali við Vísi fyrir leik að hans menn væru svo sannarlega klárir í bátana. Kasper Schmeichel og Pierre-Emile Højbjerg, leikmenn liðsins, tóku í sama streng. Vi glæder os til kampen i morgen.Island-Danmark. Klokken 20.45.#ForDanmark #NationsLeague pic.twitter.com/4AdW56Yv4m— Fodboldlandsholdene (@dbulandshold) October 10, 2020 Frá því að Danir duttu út gegn Króötum á HM léku þeir alls 13 leiki þangað til þeir töpuðu fyrir Belgum. Sjö af þeim lauk reyndar með jafntefli. Þeir gerðu sér þó lítið fyrir og lögðu Sviss á heimavelli í undankeppni Evrópumótsins. Eftir tapið gegn Belgíu gerðu Danir markalaust jafntefli við Englendinga og á miðvikudaginn var unnu þeir sannfærandi 4-0 sigur á Færeyingum. Það má því búast við hörkuleik á Laugardalsvelli í kvöld og nær öruggt er að Danir stilli upp sínu sterkasta byrjunarliði. Kasper Schmeichel [Leicester City] verður í markinu, fyrirliðinn Simon Kjær [AC Milan] í miðri vörninni ásamt Andreas Christensen [Chelsea]. Þá verða þeir Thomas Delaney [Borussia Dortmund], Højbjerg [Tottenham Hotspur] og Christian Eriksen [Inter Milan] að öllum líkindum þrír á miðjunni. Frammi má svo eflaust finna Kasper Dolberg [Nice] eða Andreas Cornelius [Parma, á láni frá Atalanta]. Leikur Íslands og Danmerkur hefst klukkan 18.45 í kvöld í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun hefst 17.45. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Schmeichel vonar að danska liðið komi í veg fyrir að Ísland nýti styrkleika sína Kasper Schmeichel er spenntur fyrir leik Íslands og Danmerkur annað kvöld. Hann býst við hörkuleik en segir að danska landsliðið sé tilbúið og hungrað í sigur. 10. október 2020 21:16 Þjálfari Dana: Danska liðið verður að spila af krafti og ástríðu til að vinna Ísland Þjálfari danska landsliðsins, segir mikilvægt að leikmenn sínir spili af krafti og jafni ástríðuna sem íslenska liðið býr yfir. Það sé eina leiðin til að landa öllum þremur stigunum í leik liðanna annað kvöld. 10. október 2020 19:01 Aron Einar: Á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik gegn Danmörku | Myndband Landsliðsfyrirliðinn segir leikmannahóp Íslands tilbúinn í leik morgundagsins gegn Dönum þó það sé vissulega ekki jafn mikilvægur leikur og leikurinn gegn Rúmeníu á fimmtudaginn var. 10. október 2020 11:45 Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Sjá meira
Ísland og Danmörk mætast á Laugardalsvelli í kvöld í Þjóðadeildinni. Bæði lið eru án sigurs en Ísland tapaði naumlega gegn Englandi í síðasta mánuði áður en liðið steinlá í Belgíu. Danmörk tapaði einnig gegn Belgíu en gerði jafntefi við England. Tapið gegn Belgum er eina tap danska liðsins síðan liðið féll úr leik á HM í Rússlandi fyrir tveimur árum. Þá tapaði liðið reyndar í vítaspyrnukeppni gegn Króatíu. Það þarf hins vegar að fara aftur til 10. nóvember 2016 – er Danmörk tapaði 0-1 á heimavelli gegn Svartfjallalandi – til að finna leik sem tapaðist í venjulegum leiktíma. Það má því sannarlega segja að Danir séu á góðu skriði og má svo sannarlega reikna með því að liðið mæti tilbúið í leik kvöldsins. Kasper Hjulmand, þjálfari liðsins, lagði allavega mikla áherslu á það í viðtali við Vísi fyrir leik að hans menn væru svo sannarlega klárir í bátana. Kasper Schmeichel og Pierre-Emile Højbjerg, leikmenn liðsins, tóku í sama streng. Vi glæder os til kampen i morgen.Island-Danmark. Klokken 20.45.#ForDanmark #NationsLeague pic.twitter.com/4AdW56Yv4m— Fodboldlandsholdene (@dbulandshold) October 10, 2020 Frá því að Danir duttu út gegn Króötum á HM léku þeir alls 13 leiki þangað til þeir töpuðu fyrir Belgum. Sjö af þeim lauk reyndar með jafntefli. Þeir gerðu sér þó lítið fyrir og lögðu Sviss á heimavelli í undankeppni Evrópumótsins. Eftir tapið gegn Belgíu gerðu Danir markalaust jafntefli við Englendinga og á miðvikudaginn var unnu þeir sannfærandi 4-0 sigur á Færeyingum. Það má því búast við hörkuleik á Laugardalsvelli í kvöld og nær öruggt er að Danir stilli upp sínu sterkasta byrjunarliði. Kasper Schmeichel [Leicester City] verður í markinu, fyrirliðinn Simon Kjær [AC Milan] í miðri vörninni ásamt Andreas Christensen [Chelsea]. Þá verða þeir Thomas Delaney [Borussia Dortmund], Højbjerg [Tottenham Hotspur] og Christian Eriksen [Inter Milan] að öllum líkindum þrír á miðjunni. Frammi má svo eflaust finna Kasper Dolberg [Nice] eða Andreas Cornelius [Parma, á láni frá Atalanta]. Leikur Íslands og Danmerkur hefst klukkan 18.45 í kvöld í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun hefst 17.45.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Schmeichel vonar að danska liðið komi í veg fyrir að Ísland nýti styrkleika sína Kasper Schmeichel er spenntur fyrir leik Íslands og Danmerkur annað kvöld. Hann býst við hörkuleik en segir að danska landsliðið sé tilbúið og hungrað í sigur. 10. október 2020 21:16 Þjálfari Dana: Danska liðið verður að spila af krafti og ástríðu til að vinna Ísland Þjálfari danska landsliðsins, segir mikilvægt að leikmenn sínir spili af krafti og jafni ástríðuna sem íslenska liðið býr yfir. Það sé eina leiðin til að landa öllum þremur stigunum í leik liðanna annað kvöld. 10. október 2020 19:01 Aron Einar: Á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik gegn Danmörku | Myndband Landsliðsfyrirliðinn segir leikmannahóp Íslands tilbúinn í leik morgundagsins gegn Dönum þó það sé vissulega ekki jafn mikilvægur leikur og leikurinn gegn Rúmeníu á fimmtudaginn var. 10. október 2020 11:45 Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Sjá meira
Schmeichel vonar að danska liðið komi í veg fyrir að Ísland nýti styrkleika sína Kasper Schmeichel er spenntur fyrir leik Íslands og Danmerkur annað kvöld. Hann býst við hörkuleik en segir að danska landsliðið sé tilbúið og hungrað í sigur. 10. október 2020 21:16
Þjálfari Dana: Danska liðið verður að spila af krafti og ástríðu til að vinna Ísland Þjálfari danska landsliðsins, segir mikilvægt að leikmenn sínir spili af krafti og jafni ástríðuna sem íslenska liðið býr yfir. Það sé eina leiðin til að landa öllum þremur stigunum í leik liðanna annað kvöld. 10. október 2020 19:01
Aron Einar: Á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik gegn Danmörku | Myndband Landsliðsfyrirliðinn segir leikmannahóp Íslands tilbúinn í leik morgundagsins gegn Dönum þó það sé vissulega ekki jafn mikilvægur leikur og leikurinn gegn Rúmeníu á fimmtudaginn var. 10. október 2020 11:45
Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55