Aron Einar: Á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik gegn Danmörku | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. október 2020 11:45 Landsliðsfyrirliðinn var verulega sáttur með sigurinn á Rúmeníu. Hann segir það þó ekki eiga að vera erfitt að gíra menn upp í leik gegn Danmörku. Vísir/Vilhelm Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, þakkar félagi sínu Al-Arabi fyrir að gefa sér leyfi að vera lengur hér á landi svo hann geti verið með íslenska liðinu gegn Danmörku í Þjóðadeild Evrópu annað kvöld. Hann ræddi við Vísi fyrir leikinn með Erik Hamrén, landsliðsþjálfara. „Bara góður, eðlilega. Mér fannst við komast vel frá þessu, vorum öflugir, byrjuðum leikinn af krafti og góður andi í hópnum. Menn eru ánægðir með að klára þetta fyrsta verkefni í þessum glugga en nú er allur fókus kominn á Danmörk á morgun,“ sagði landsliðsfyrirliðinn aðspurður hvernig andinn væri í íslenska hópnum eftir magnaðan sigur á Rúmenum á fimmtudaginn. „Mikið pælt í því og mikið hugsað út í það. Mesti fókusinn var á þessum leik [gegn Rúmenum] en það á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik á móti Danmörku sem verður stál í stál. Við ætlum okkur sigur þar, fyrsti sigurinn vonandi á móti Danmörku. Verður erfiður leikur og við þurfum að vera klárir í þennan leik og sýna hvað við getum,“ sagði Aron Einar um hvernig það væri að fara úr jafn gríðarlega mikilvægum leik og Rúmena leikurinn var í leik gegn Dönum í Þjóðadeildinni. „Mér líður vel. Líður vel eftir leikinn, smá þungur völlurinn en það eru flest allir leikmenn sem komu vel undan leiknum nema Kári [Árnason, sem meiddist gegn Rúmenum] en samt góðar fréttir af honum þannig mér líður vel og strákunum líður vel. Það er andi í hópnum eins og ég sagði áðan, menn eru ánægðir með sigurinn en við erum ekkert búnir. Verkefnið er ekki búið og þessir tveir leikir eru það sem við erum með í huga, sérstaklega Danmörk núna á morgun,“ sagði fyrirliðinn að endingu aðspurður út í hvernig sér liði bæði líkamlega og andlega enda nóg um að vera. Aron Einar varð nýverið faðir í þriðja sinn og þá leikur lið hans Al-Arabi til úrslita í bikarkeppni í Katar í dag. Klippa: Fyrirliðinn spenntur fyrir leiknum gegn Dönum Fótbolti Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, þakkar félagi sínu Al-Arabi fyrir að gefa sér leyfi að vera lengur hér á landi svo hann geti verið með íslenska liðinu gegn Danmörku í Þjóðadeild Evrópu annað kvöld. Hann ræddi við Vísi fyrir leikinn með Erik Hamrén, landsliðsþjálfara. „Bara góður, eðlilega. Mér fannst við komast vel frá þessu, vorum öflugir, byrjuðum leikinn af krafti og góður andi í hópnum. Menn eru ánægðir með að klára þetta fyrsta verkefni í þessum glugga en nú er allur fókus kominn á Danmörk á morgun,“ sagði landsliðsfyrirliðinn aðspurður hvernig andinn væri í íslenska hópnum eftir magnaðan sigur á Rúmenum á fimmtudaginn. „Mikið pælt í því og mikið hugsað út í það. Mesti fókusinn var á þessum leik [gegn Rúmenum] en það á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik á móti Danmörku sem verður stál í stál. Við ætlum okkur sigur þar, fyrsti sigurinn vonandi á móti Danmörku. Verður erfiður leikur og við þurfum að vera klárir í þennan leik og sýna hvað við getum,“ sagði Aron Einar um hvernig það væri að fara úr jafn gríðarlega mikilvægum leik og Rúmena leikurinn var í leik gegn Dönum í Þjóðadeildinni. „Mér líður vel. Líður vel eftir leikinn, smá þungur völlurinn en það eru flest allir leikmenn sem komu vel undan leiknum nema Kári [Árnason, sem meiddist gegn Rúmenum] en samt góðar fréttir af honum þannig mér líður vel og strákunum líður vel. Það er andi í hópnum eins og ég sagði áðan, menn eru ánægðir með sigurinn en við erum ekkert búnir. Verkefnið er ekki búið og þessir tveir leikir eru það sem við erum með í huga, sérstaklega Danmörk núna á morgun,“ sagði fyrirliðinn að endingu aðspurður út í hvernig sér liði bæði líkamlega og andlega enda nóg um að vera. Aron Einar varð nýverið faðir í þriðja sinn og þá leikur lið hans Al-Arabi til úrslita í bikarkeppni í Katar í dag. Klippa: Fyrirliðinn spenntur fyrir leiknum gegn Dönum
Fótbolti Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Sjá meira
Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55