Aron Einar: Á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik gegn Danmörku | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. október 2020 11:45 Landsliðsfyrirliðinn var verulega sáttur með sigurinn á Rúmeníu. Hann segir það þó ekki eiga að vera erfitt að gíra menn upp í leik gegn Danmörku. Vísir/Vilhelm Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, þakkar félagi sínu Al-Arabi fyrir að gefa sér leyfi að vera lengur hér á landi svo hann geti verið með íslenska liðinu gegn Danmörku í Þjóðadeild Evrópu annað kvöld. Hann ræddi við Vísi fyrir leikinn með Erik Hamrén, landsliðsþjálfara. „Bara góður, eðlilega. Mér fannst við komast vel frá þessu, vorum öflugir, byrjuðum leikinn af krafti og góður andi í hópnum. Menn eru ánægðir með að klára þetta fyrsta verkefni í þessum glugga en nú er allur fókus kominn á Danmörk á morgun,“ sagði landsliðsfyrirliðinn aðspurður hvernig andinn væri í íslenska hópnum eftir magnaðan sigur á Rúmenum á fimmtudaginn. „Mikið pælt í því og mikið hugsað út í það. Mesti fókusinn var á þessum leik [gegn Rúmenum] en það á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik á móti Danmörku sem verður stál í stál. Við ætlum okkur sigur þar, fyrsti sigurinn vonandi á móti Danmörku. Verður erfiður leikur og við þurfum að vera klárir í þennan leik og sýna hvað við getum,“ sagði Aron Einar um hvernig það væri að fara úr jafn gríðarlega mikilvægum leik og Rúmena leikurinn var í leik gegn Dönum í Þjóðadeildinni. „Mér líður vel. Líður vel eftir leikinn, smá þungur völlurinn en það eru flest allir leikmenn sem komu vel undan leiknum nema Kári [Árnason, sem meiddist gegn Rúmenum] en samt góðar fréttir af honum þannig mér líður vel og strákunum líður vel. Það er andi í hópnum eins og ég sagði áðan, menn eru ánægðir með sigurinn en við erum ekkert búnir. Verkefnið er ekki búið og þessir tveir leikir eru það sem við erum með í huga, sérstaklega Danmörk núna á morgun,“ sagði fyrirliðinn að endingu aðspurður út í hvernig sér liði bæði líkamlega og andlega enda nóg um að vera. Aron Einar varð nýverið faðir í þriðja sinn og þá leikur lið hans Al-Arabi til úrslita í bikarkeppni í Katar í dag. Klippa: Fyrirliðinn spenntur fyrir leiknum gegn Dönum Fótbolti Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, þakkar félagi sínu Al-Arabi fyrir að gefa sér leyfi að vera lengur hér á landi svo hann geti verið með íslenska liðinu gegn Danmörku í Þjóðadeild Evrópu annað kvöld. Hann ræddi við Vísi fyrir leikinn með Erik Hamrén, landsliðsþjálfara. „Bara góður, eðlilega. Mér fannst við komast vel frá þessu, vorum öflugir, byrjuðum leikinn af krafti og góður andi í hópnum. Menn eru ánægðir með að klára þetta fyrsta verkefni í þessum glugga en nú er allur fókus kominn á Danmörk á morgun,“ sagði landsliðsfyrirliðinn aðspurður hvernig andinn væri í íslenska hópnum eftir magnaðan sigur á Rúmenum á fimmtudaginn. „Mikið pælt í því og mikið hugsað út í það. Mesti fókusinn var á þessum leik [gegn Rúmenum] en það á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik á móti Danmörku sem verður stál í stál. Við ætlum okkur sigur þar, fyrsti sigurinn vonandi á móti Danmörku. Verður erfiður leikur og við þurfum að vera klárir í þennan leik og sýna hvað við getum,“ sagði Aron Einar um hvernig það væri að fara úr jafn gríðarlega mikilvægum leik og Rúmena leikurinn var í leik gegn Dönum í Þjóðadeildinni. „Mér líður vel. Líður vel eftir leikinn, smá þungur völlurinn en það eru flest allir leikmenn sem komu vel undan leiknum nema Kári [Árnason, sem meiddist gegn Rúmenum] en samt góðar fréttir af honum þannig mér líður vel og strákunum líður vel. Það er andi í hópnum eins og ég sagði áðan, menn eru ánægðir með sigurinn en við erum ekkert búnir. Verkefnið er ekki búið og þessir tveir leikir eru það sem við erum með í huga, sérstaklega Danmörk núna á morgun,“ sagði fyrirliðinn að endingu aðspurður út í hvernig sér liði bæði líkamlega og andlega enda nóg um að vera. Aron Einar varð nýverið faðir í þriðja sinn og þá leikur lið hans Al-Arabi til úrslita í bikarkeppni í Katar í dag. Klippa: Fyrirliðinn spenntur fyrir leiknum gegn Dönum
Fótbolti Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55