Paul Pogba segist dreyma um að spila fyrir Real Madrid einn daginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2020 15:30 Það gekk ekkert upp hjá Paul Pogba og félögum í Manchester United í síðasta deildarleik á móti Tottenham en sá leikur tapaðist 6-1 á Old Trafford. EPA-EFE/Alex Livesey Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, hefur nú viðurkennt það að það sé draumur hans að spila fyrir spænska stórliðið Real Madrid. Hann ætlar samt að gera allt sem hann getur til að koma United liðinu þangað sem það á að vera. Pogaa er 27 ára gamall og hefur reglulega verið orðaður við félög sunnar í Evrópu. Manchester United keypti hann á 89 milljónir punda árið 2016 en samningur hans rennur út næsta sumar. Manchester United hefur þó möguleika á því að framlengja hann um eitt ár til 2022. Paul Pogba segist ekki hafa rætt við Manchester United um nýjan samning. „Enginn hefur sagt mér neitt. Ég hef ekki rætt við Ed Woodward. Við höfum ekki rætt nýjan samning,“ sagði Paul Pogba á blaðamannafundi hjá franska landsliðinu en breska ríkisútvarpið segir frá. "All football players would love to play for Real Madrid."Paul Pogba insisted that he's focusing on improving Man Utd but says it would be a "dream" to play for the Real Madrid. https://t.co/MKZYGv1KxU#bbcfootball pic.twitter.com/duXMU1AnEB— BBC Sport (@BBCSport) October 9, 2020 „Eins og staðan er núna þá er ég í Manchester og er að einbeita mér að því að komast í mitt besta form. Ég held samt að það komi sá tími að félagið muni koma til mín, tala við mig og kannski bjóða mér eitthvað,“ sagði Pogba. Paul Pogba hefur verið orðaður mikið við Real Madrid og leikmaðurinn var spurður út í þann möguleika. „Allir fótboltamenn myndu elska það að spila fyrir Real Madrid. Það er minn draumur og af hverju ekki einhvern daginn,“ sagði Pogba. „Ég er í Manchester og elska mitt félag. Ég er að spila í Manchester, hef gaman af því og ég vil gera til allt til þess að koma félaginu þangað sem það á skilið að vera. Ég mun gefa allt mitt í það eins og liðsfélagar mínir,“ sagði Paul Pogba. Paul Pogba og félagar í Manchester United eru aðeins með einn sigur í fyrstu þremur leikjum tímabilsins og töpuðu 6-1 á móti Tottenham í síðasta leiknum fyrir landsleikjahlé. Pogba hefur byrjað alla þessa leiki. Hann fékk kórónuveiruna í ágúst en var búinn að ná sér þegar tímabilið hófst. Enski boltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Sjá meira
Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, hefur nú viðurkennt það að það sé draumur hans að spila fyrir spænska stórliðið Real Madrid. Hann ætlar samt að gera allt sem hann getur til að koma United liðinu þangað sem það á að vera. Pogaa er 27 ára gamall og hefur reglulega verið orðaður við félög sunnar í Evrópu. Manchester United keypti hann á 89 milljónir punda árið 2016 en samningur hans rennur út næsta sumar. Manchester United hefur þó möguleika á því að framlengja hann um eitt ár til 2022. Paul Pogba segist ekki hafa rætt við Manchester United um nýjan samning. „Enginn hefur sagt mér neitt. Ég hef ekki rætt við Ed Woodward. Við höfum ekki rætt nýjan samning,“ sagði Paul Pogba á blaðamannafundi hjá franska landsliðinu en breska ríkisútvarpið segir frá. "All football players would love to play for Real Madrid."Paul Pogba insisted that he's focusing on improving Man Utd but says it would be a "dream" to play for the Real Madrid. https://t.co/MKZYGv1KxU#bbcfootball pic.twitter.com/duXMU1AnEB— BBC Sport (@BBCSport) October 9, 2020 „Eins og staðan er núna þá er ég í Manchester og er að einbeita mér að því að komast í mitt besta form. Ég held samt að það komi sá tími að félagið muni koma til mín, tala við mig og kannski bjóða mér eitthvað,“ sagði Pogba. Paul Pogba hefur verið orðaður mikið við Real Madrid og leikmaðurinn var spurður út í þann möguleika. „Allir fótboltamenn myndu elska það að spila fyrir Real Madrid. Það er minn draumur og af hverju ekki einhvern daginn,“ sagði Pogba. „Ég er í Manchester og elska mitt félag. Ég er að spila í Manchester, hef gaman af því og ég vil gera til allt til þess að koma félaginu þangað sem það á skilið að vera. Ég mun gefa allt mitt í það eins og liðsfélagar mínir,“ sagði Paul Pogba. Paul Pogba og félagar í Manchester United eru aðeins með einn sigur í fyrstu þremur leikjum tímabilsins og töpuðu 6-1 á móti Tottenham í síðasta leiknum fyrir landsleikjahlé. Pogba hefur byrjað alla þessa leiki. Hann fékk kórónuveiruna í ágúst en var búinn að ná sér þegar tímabilið hófst.
Enski boltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Sjá meira