Erlent

Semja um kaup á Remdesivir

Atli Ísleifsson skrifar
Alls eru undirskriftaraðilar að samningnum 36 talsins, þar á meðal aðildarríki ESB, Bretland og aðilar EES.
Alls eru undirskriftaraðilar að samningnum 36 talsins, þar á meðal aðildarríki ESB, Bretland og aðilar EES. EPA

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur undirritað rammasamning við bandaríska lyfjarisann Gilead um kaup á 500 þúsund skömmtum af veirusýkingalyfinu Remdesivir sem nýst hefur gegn einkennum Covid-19. Samningurinn kveður á um möguleikann á frekari kaupum.

Alls eru undirskriftaraðilar að samningnum 36 talsins, þar á meðal aðildarríki ESB, Bretland, EES-ríkin, þar með talið Ísland, og umsóknar- og möguleg umsóknarríki sambandins.

Öll ríki sem koma að samningnum geta nú sótt um að panta skammta af lyfinu er fyrsta lyfið sem hlaut meðmæli sérfræðinganefndar Lyfjastofnunar Evrópu til meðhöndlunar á Covid-19, en lyfið er talið flýta bata þeirra sem þjást af sjúkdómnum og þurfa aukið súrefni.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×