Enn tapar Trump máli um skattskýrslur sínar Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2020 16:23 Trump birti ekki skattskýrslur sínar fyrir kosningarnar árið 2016 með þeim rökum að þær væru til endurskoðunar hjá skattinum en lofaði að birta þær síðar. Það gerði hann aldrei og hefur forsetinn háð harða baráttu fyrir dómstólum til að koma í veg fyrir að nokkur fái upplýsingar um fjármál sín. AP/Alex Brandon Áfrýjunardómstóll í New York kvað upp úr um það í dag að endurskoðendum Donald Trump Bandaríkjaforseta beri að afhenda ríkissaksóknurum þar skattskýrslur hans. Líklegt er talið að deilan um skattskýrslur forsetans rati öðru sinni fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Trump hefur barist gegn því með kjafti og klóm að gera skattskýrslur og upplýsingar um fjármál sín opinber eða aðgengilegar Bandaríkjaþingi eða saksóknurum. Hæstiréttur hafnaði lagarökum hans í sumar um að sem forseti njóti hann ekki aðeins friðhelgi fyrir ákæru heldur einnig hvers kyns rannsókn. Forsetinn gæti þó höfðað mál til að stöðva afhendingu gagnanna með öðrum rökum. Lögmenn forsetans fóru þá enn fyrir dómstóla til að koma í veg fyrir að endurskoðendur hans þurfi að verða við stefnu saksóknara í New York og afhenda skattskýrslur hans. Saksóknararnir rannsaka fjármál Trump, þar á meðal í tengslum við þagnargreiðslur til tveggja kvenna sem segjast hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann. Rök Trump nú voru þau að saksóknararnir krefðust gagnanna í slæmri trú og að aðgerðir þeirra gætu átt sér pólitískar rætur. Stefnan á hendur endurskoðenda forsetans væru „áreiti“ gegn honum. Svæðisdómstóll hafnaði kröfu forsetans í ágúst og áfrýjunardómstóll 2. svæðis á Manhattan staðfesti niðurstöðuna í dag. Vísaði dómurinn málinu alfarið frá sem þýðir að Trump getur ekki höfðað annað mál með sömu lagarökum, að sögn AP-fréttastofunnar. Réttaráhrifum niðurstöðu svæðisdómstólsins var þó frestað til að gefa Trump færi á að áfrýja málinu áfram. Vísbendingar um skattaundanskot og mögulegt misferli Jafnvel þó að Trump áfrýjaði ekki niðurstöðunni væri hæpið að frekari upplýsingar um skattskýrslur hans yrðu opinberar fyrir kosningar í byrjun nóvember. Saksóknararnir krefjast þar að auki gagnanna til að leggja fyrir ákærukviðdóm en trúnaður ríkir yfir störfum þeirra. Mikil leynd hefur ríkt yfir fjármálum Trump en vísbendingar hafa komið fram um að hann hafi skotið háum fjárhæðum undan skatti í gegnum tíðina. Þannig virðist Trump-fjölskyldan hafa komið fjármunum foreldra forsetans til hans og systkina hans með krókaleiðum til að komast hjá erfðafjárskatti á sínum tíma. Þá greindi New York Times frá því í síðasta mánuði að skattskýrslur Trump sem blaðið komst yfir bendi til þess að hann hafi aðeins greitt 750 dollara, jafnvirði rúmra 100.000 íslenskra króna, í tekjuskatt til alríkisstjórnarinnar á ári sem forseti. Þá hafi hann ekki greitt neinn tekjuskatt í ellefu af þeim átján árum sem gögnin náðu yfir. Skýringin var mikið tap sem Trump gaf upp á rekstri fyrirtækja sinna sem gerði honum kleift að forðast skattgreiðslur. Saksóknararnir í New York hafa verið fáorðir um rannsókn sína á fjármálum Trump. Ýmislegt bendir þó til þess að þeir kanni hvort að Trump og fyrirtæki hans hafi brotið lög með því að veita fjárfestum, bönkum og yfirvöldum misvísandi upplýsingar um stöðu sína. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir „Mógúllinn“ sem tapar og tapar Það að forsetinn hafi einungis greitt 750 dali í alríkistekjuskatt árið sem hann bauð sig fram til forseta, 2016, og hann hafi engan skatt greitt tíu af síðustu fimmtán árum gæti komið niður á stöðu hans meðal verkafólks í Bandaríkjunum. 28. september 2020 12:57 Aftur tapar Trump í skattskýrslumálinu Alríkisdómari í Manhattan hafnaði í morgun málatilbúnaði Bandaríkjaforseta sem hefur því verið gert að láta skattagögn sín af hendi. 20. ágúst 2020 15:20 Saksóknarar með gögn frá Deutsche bank um fjármál Trump Deutsche bank afhenti saksóknurum í New York skjöl um fjármál Donalds Trump Bandaríkjaforseta og fyrirtækis hans í tengslum við sakamálarannsókn í fyrra. Tilraunir saksóknaranna til að fá skattskýrslur forsetans afhentar benda til þess að rannsókn á fjármálum hans sé umfangsmeiri en talið var. 5. ágúst 2020 23:40 Segist vera í fullum rétti til að fá skattskýrslur Trump Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“. 3. ágúst 2020 20:24 Hæstiréttur úrskurðaði gegn forsetanum Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í dag að forseti njóti algerrar friðhelgi fyrir sakamálarannsókn. Úrskurðurinn opnar möguleikann á að saksóknarar í New York fái skattskýrslur Donalds Trump forseta afhentar. 9. júlí 2020 14:27 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Áfrýjunardómstóll í New York kvað upp úr um það í dag að endurskoðendum Donald Trump Bandaríkjaforseta beri að afhenda ríkissaksóknurum þar skattskýrslur hans. Líklegt er talið að deilan um skattskýrslur forsetans rati öðru sinni fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Trump hefur barist gegn því með kjafti og klóm að gera skattskýrslur og upplýsingar um fjármál sín opinber eða aðgengilegar Bandaríkjaþingi eða saksóknurum. Hæstiréttur hafnaði lagarökum hans í sumar um að sem forseti njóti hann ekki aðeins friðhelgi fyrir ákæru heldur einnig hvers kyns rannsókn. Forsetinn gæti þó höfðað mál til að stöðva afhendingu gagnanna með öðrum rökum. Lögmenn forsetans fóru þá enn fyrir dómstóla til að koma í veg fyrir að endurskoðendur hans þurfi að verða við stefnu saksóknara í New York og afhenda skattskýrslur hans. Saksóknararnir rannsaka fjármál Trump, þar á meðal í tengslum við þagnargreiðslur til tveggja kvenna sem segjast hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann. Rök Trump nú voru þau að saksóknararnir krefðust gagnanna í slæmri trú og að aðgerðir þeirra gætu átt sér pólitískar rætur. Stefnan á hendur endurskoðenda forsetans væru „áreiti“ gegn honum. Svæðisdómstóll hafnaði kröfu forsetans í ágúst og áfrýjunardómstóll 2. svæðis á Manhattan staðfesti niðurstöðuna í dag. Vísaði dómurinn málinu alfarið frá sem þýðir að Trump getur ekki höfðað annað mál með sömu lagarökum, að sögn AP-fréttastofunnar. Réttaráhrifum niðurstöðu svæðisdómstólsins var þó frestað til að gefa Trump færi á að áfrýja málinu áfram. Vísbendingar um skattaundanskot og mögulegt misferli Jafnvel þó að Trump áfrýjaði ekki niðurstöðunni væri hæpið að frekari upplýsingar um skattskýrslur hans yrðu opinberar fyrir kosningar í byrjun nóvember. Saksóknararnir krefjast þar að auki gagnanna til að leggja fyrir ákærukviðdóm en trúnaður ríkir yfir störfum þeirra. Mikil leynd hefur ríkt yfir fjármálum Trump en vísbendingar hafa komið fram um að hann hafi skotið háum fjárhæðum undan skatti í gegnum tíðina. Þannig virðist Trump-fjölskyldan hafa komið fjármunum foreldra forsetans til hans og systkina hans með krókaleiðum til að komast hjá erfðafjárskatti á sínum tíma. Þá greindi New York Times frá því í síðasta mánuði að skattskýrslur Trump sem blaðið komst yfir bendi til þess að hann hafi aðeins greitt 750 dollara, jafnvirði rúmra 100.000 íslenskra króna, í tekjuskatt til alríkisstjórnarinnar á ári sem forseti. Þá hafi hann ekki greitt neinn tekjuskatt í ellefu af þeim átján árum sem gögnin náðu yfir. Skýringin var mikið tap sem Trump gaf upp á rekstri fyrirtækja sinna sem gerði honum kleift að forðast skattgreiðslur. Saksóknararnir í New York hafa verið fáorðir um rannsókn sína á fjármálum Trump. Ýmislegt bendir þó til þess að þeir kanni hvort að Trump og fyrirtæki hans hafi brotið lög með því að veita fjárfestum, bönkum og yfirvöldum misvísandi upplýsingar um stöðu sína.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir „Mógúllinn“ sem tapar og tapar Það að forsetinn hafi einungis greitt 750 dali í alríkistekjuskatt árið sem hann bauð sig fram til forseta, 2016, og hann hafi engan skatt greitt tíu af síðustu fimmtán árum gæti komið niður á stöðu hans meðal verkafólks í Bandaríkjunum. 28. september 2020 12:57 Aftur tapar Trump í skattskýrslumálinu Alríkisdómari í Manhattan hafnaði í morgun málatilbúnaði Bandaríkjaforseta sem hefur því verið gert að láta skattagögn sín af hendi. 20. ágúst 2020 15:20 Saksóknarar með gögn frá Deutsche bank um fjármál Trump Deutsche bank afhenti saksóknurum í New York skjöl um fjármál Donalds Trump Bandaríkjaforseta og fyrirtækis hans í tengslum við sakamálarannsókn í fyrra. Tilraunir saksóknaranna til að fá skattskýrslur forsetans afhentar benda til þess að rannsókn á fjármálum hans sé umfangsmeiri en talið var. 5. ágúst 2020 23:40 Segist vera í fullum rétti til að fá skattskýrslur Trump Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“. 3. ágúst 2020 20:24 Hæstiréttur úrskurðaði gegn forsetanum Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í dag að forseti njóti algerrar friðhelgi fyrir sakamálarannsókn. Úrskurðurinn opnar möguleikann á að saksóknarar í New York fái skattskýrslur Donalds Trump forseta afhentar. 9. júlí 2020 14:27 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
„Mógúllinn“ sem tapar og tapar Það að forsetinn hafi einungis greitt 750 dali í alríkistekjuskatt árið sem hann bauð sig fram til forseta, 2016, og hann hafi engan skatt greitt tíu af síðustu fimmtán árum gæti komið niður á stöðu hans meðal verkafólks í Bandaríkjunum. 28. september 2020 12:57
Aftur tapar Trump í skattskýrslumálinu Alríkisdómari í Manhattan hafnaði í morgun málatilbúnaði Bandaríkjaforseta sem hefur því verið gert að láta skattagögn sín af hendi. 20. ágúst 2020 15:20
Saksóknarar með gögn frá Deutsche bank um fjármál Trump Deutsche bank afhenti saksóknurum í New York skjöl um fjármál Donalds Trump Bandaríkjaforseta og fyrirtækis hans í tengslum við sakamálarannsókn í fyrra. Tilraunir saksóknaranna til að fá skattskýrslur forsetans afhentar benda til þess að rannsókn á fjármálum hans sé umfangsmeiri en talið var. 5. ágúst 2020 23:40
Segist vera í fullum rétti til að fá skattskýrslur Trump Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“. 3. ágúst 2020 20:24
Hæstiréttur úrskurðaði gegn forsetanum Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í dag að forseti njóti algerrar friðhelgi fyrir sakamálarannsókn. Úrskurðurinn opnar möguleikann á að saksóknarar í New York fái skattskýrslur Donalds Trump forseta afhentar. 9. júlí 2020 14:27