Saksóknarar með gögn frá Deutsche bank um fjármál Trump Kjartan Kjartansson skrifar 5. ágúst 2020 23:40 Donald Trump á sér skrautlega viðskiptasögu sem einkennist meðal annars af stórum gjaldþrotum. Deutsche bank, sem er þekktur fyrir að vera áhættusæknari en margir aðrir stórir bankar, var eina fjármálstofnunin sem var tilbúin að lána honum fé á þessari öld. Vísir/EPA Deutsche bank afhenti saksóknurum í New York skjöl um fjármál Donalds Trump Bandaríkjaforseta og fyrirtækis hans í tengslum við sakamálarannsókn í fyrra. Tilraunir saksóknaranna til að fá skattskýrslur forsetans afhentar benda til þess að rannsókn á fjármálum hans sé umfangsmeiri en talið var. Svæðissaksóknari á Manhattan hefur undanfarna mánuði reynt að fá skattskýrslur Trump afhentar frá endurskoðunarfyrirtæki hans en forsetinn skaut málinu alla leið til Hæstaréttar Bandaríkjanna til að koma í veg fyrir það. Fram að þessu hefur verið talið að saksóknararnir ásælist gögnin í tengslum við rannsókn á greiðslum til tveggja kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump árið 2016. Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, var dæmdur í fangelsi fyrir að hafa brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða með greiðslunum. Greinargerð sem saksóknararnir lögðu fyrir dómara í máli sem varðar skattskýrslur forsetans benda til þess að rannsóknin takmarkist ekki við greiðslurnar til kvennanna heldur beinist hún að fleiri mögulegum lögbrotum Trump-fyrirtækisins, þar á meðal hvort að Trump hafi svikið út bankalán og framið tryggingasvik. New York Times segir nú að saksóknararnir hafi stefnt Deutsche bank, helsta lánveitanda Trump og fyrirtækis hans til fjölda ára, um aðgang að gögnum um fjármál hans og fyrirtækisins í fyrra. Bankinn hafi orðið við stefnunni og saksóknararnir fengið ítarlegar upplýsingar, þar á meðal varðandi hugsanleg lögbrot. Í gögnunum eru einnig skjöl sem Trump lagði fram þegar hann sótti um lán til bankans sem hefur veitt honum lán að andvirði meira en tveggja milljarða dollara undanfarna tvo áratugi. Trump og fyrirtæki hans hafa hafnað því að hafa gert nokkuð saknæmt. Þau fullyrða einnig að rannsóknin eigi sér pólitískar rætur og saka Cyrus Vance svæðissaksóknara, sem er demókrati, um að fiska eftir einhverju til að koma höggi á Trump pólitískt. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur barist hatrammlega gegn því að upplýsingar um fjármál hans verði gerð opinber. Ólíkt fyrri forsetanum hefur hann neitað að slíta fjárhagsleg tengsl við viðskiptaveldi sitt og nýtur enn fjárhagslegra ávaxta af rekstri þess.Getty/Jabin Botsford Ýktar eða rangar upplýsingar til lánveitenda og fjárfesta Vísbendingar hafa áður komið fram um að Trump eða fyrirtæki hans kunni að hafa gefið rangar upplýsingar við lánsumsóknir. Cohen fullyrti þannig í yfirheyrslu í Bandaríkjaþingi í fyrra að Trump hefði ýkt verðmæti eigna sinna í gögnum sem hann sendi Deutsche bank. Washington Post sagði frá því í fyrra að Trump hefði reglulega fegrað fjárhagslega stöðu sína við bæði lánveitendur og mögulega fjárfesta. Þannig hafi hann látið þá fá skjöl þar sem verðmæti eigna var ýkt verulega og ekki var minnst á yfirskuldsettar eignir. Þá hafi upplýsingar um sumar eignanna, stærð og umfang, í sumum tilfellum verið rangar. Starfsmenn Deutsche bank eru sagðir hafa tekið fjármálayfirlýsingum Trump með miklum fyrirvara og talið þær byggjast á afar bjartsýnum forsendum. Í sumum tilfellum hafi þeir fært niður áætlað verðmæti þeirra um allt að 70%. New York Times segir að verðmætamat í fasteignabransanum sé huglægt og því gæti verið erfitt að sanna að í því felist tilraun til svika. Þá segir blaðið að sum þeirra mála sem rætt hefur verið um að Trump kunni að hafa gefið rangar upplýsingar séu það gömul að fyrningarfrestur mögulegra brota sé liðinn. Michael Cohen sagði þingnefnd í fyrra að hann teldi að Trump hefði lagt fram rangar upplýsingar um fjármál sín við lánaumsókn hjá Deutsche bank.VÍSIR/AFP Berjast enn um skattskýrslurnar Skattskýrslur Trump eru taldar geta gefið gleggri mynd af því hvort að hann kunni að hafa brotið lög. Trump reyndi að koma í veg fyrir að fjármálastofnanir afhentu saksóknurunum gögn um fjármál sín, meðal annars með þeim rökum að sem forseti nyti hann algerrar friðhelgi, ekki aðeins fyrir ákærum heldur einnig fyrir rannsóknum. Þeim lagarökum hafnaði hæstiréttur í sumar og vísaði málinu um skattskýrslur forsetans til neðra dómstigs. Alríkisdómstóll fjallar nú um hvort að endurskoðunarfyrirtæki Trump þurfti að verða við stefnu ákærudómstóls um skattskýrslurnar. Það var fyrir honum sem saksóknararnir lögðu fram greinargerð sem bendir til umfangsmeiri rannsóknar á fjármálum Trump og fyrirtækis hans en áður var vitað. Gögn sem lögð eru fyrir ákærudómstól eru leynileg og því yrðu skattskýrslur Trump ekki opinberar þó að slíkur dómstóll fengi aðgang að þeim nema að saksóknarar gæfu út ákærur og legðu gögnin fram við réttarhöld. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Segist vera í fullum rétti til að fá skattskýrslur Trump Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“. 3. ágúst 2020 20:24 Reynir enn að koma í veg fyrir afhendingu skattagagna Þó að Hæstiréttur Bandaríkjanna hafi úrskurðað að saksóknari á Manhattan skuli fá afhendar skattskýrslur Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna rannsóknar á högum hans er forsetinn ekki af baki dottinn. 15. júlí 2020 21:54 Ósennilegt að skattskýrslur Trump líti dagsins ljós fyrir kosningar Tveir dómar Hæstaréttar Bandaríkjanna í dag voru tímabundinn sigur Donalds Trump Bandaríkjaforseta í tilraunum hans til að koma í veg fyrir að skattskýrslur og fjármálaupplýsingar hans verði gerðar opinberar fyrir kosningar. 9. júlí 2020 18:52 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Sjá meira
Deutsche bank afhenti saksóknurum í New York skjöl um fjármál Donalds Trump Bandaríkjaforseta og fyrirtækis hans í tengslum við sakamálarannsókn í fyrra. Tilraunir saksóknaranna til að fá skattskýrslur forsetans afhentar benda til þess að rannsókn á fjármálum hans sé umfangsmeiri en talið var. Svæðissaksóknari á Manhattan hefur undanfarna mánuði reynt að fá skattskýrslur Trump afhentar frá endurskoðunarfyrirtæki hans en forsetinn skaut málinu alla leið til Hæstaréttar Bandaríkjanna til að koma í veg fyrir það. Fram að þessu hefur verið talið að saksóknararnir ásælist gögnin í tengslum við rannsókn á greiðslum til tveggja kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump árið 2016. Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, var dæmdur í fangelsi fyrir að hafa brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða með greiðslunum. Greinargerð sem saksóknararnir lögðu fyrir dómara í máli sem varðar skattskýrslur forsetans benda til þess að rannsóknin takmarkist ekki við greiðslurnar til kvennanna heldur beinist hún að fleiri mögulegum lögbrotum Trump-fyrirtækisins, þar á meðal hvort að Trump hafi svikið út bankalán og framið tryggingasvik. New York Times segir nú að saksóknararnir hafi stefnt Deutsche bank, helsta lánveitanda Trump og fyrirtækis hans til fjölda ára, um aðgang að gögnum um fjármál hans og fyrirtækisins í fyrra. Bankinn hafi orðið við stefnunni og saksóknararnir fengið ítarlegar upplýsingar, þar á meðal varðandi hugsanleg lögbrot. Í gögnunum eru einnig skjöl sem Trump lagði fram þegar hann sótti um lán til bankans sem hefur veitt honum lán að andvirði meira en tveggja milljarða dollara undanfarna tvo áratugi. Trump og fyrirtæki hans hafa hafnað því að hafa gert nokkuð saknæmt. Þau fullyrða einnig að rannsóknin eigi sér pólitískar rætur og saka Cyrus Vance svæðissaksóknara, sem er demókrati, um að fiska eftir einhverju til að koma höggi á Trump pólitískt. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur barist hatrammlega gegn því að upplýsingar um fjármál hans verði gerð opinber. Ólíkt fyrri forsetanum hefur hann neitað að slíta fjárhagsleg tengsl við viðskiptaveldi sitt og nýtur enn fjárhagslegra ávaxta af rekstri þess.Getty/Jabin Botsford Ýktar eða rangar upplýsingar til lánveitenda og fjárfesta Vísbendingar hafa áður komið fram um að Trump eða fyrirtæki hans kunni að hafa gefið rangar upplýsingar við lánsumsóknir. Cohen fullyrti þannig í yfirheyrslu í Bandaríkjaþingi í fyrra að Trump hefði ýkt verðmæti eigna sinna í gögnum sem hann sendi Deutsche bank. Washington Post sagði frá því í fyrra að Trump hefði reglulega fegrað fjárhagslega stöðu sína við bæði lánveitendur og mögulega fjárfesta. Þannig hafi hann látið þá fá skjöl þar sem verðmæti eigna var ýkt verulega og ekki var minnst á yfirskuldsettar eignir. Þá hafi upplýsingar um sumar eignanna, stærð og umfang, í sumum tilfellum verið rangar. Starfsmenn Deutsche bank eru sagðir hafa tekið fjármálayfirlýsingum Trump með miklum fyrirvara og talið þær byggjast á afar bjartsýnum forsendum. Í sumum tilfellum hafi þeir fært niður áætlað verðmæti þeirra um allt að 70%. New York Times segir að verðmætamat í fasteignabransanum sé huglægt og því gæti verið erfitt að sanna að í því felist tilraun til svika. Þá segir blaðið að sum þeirra mála sem rætt hefur verið um að Trump kunni að hafa gefið rangar upplýsingar séu það gömul að fyrningarfrestur mögulegra brota sé liðinn. Michael Cohen sagði þingnefnd í fyrra að hann teldi að Trump hefði lagt fram rangar upplýsingar um fjármál sín við lánaumsókn hjá Deutsche bank.VÍSIR/AFP Berjast enn um skattskýrslurnar Skattskýrslur Trump eru taldar geta gefið gleggri mynd af því hvort að hann kunni að hafa brotið lög. Trump reyndi að koma í veg fyrir að fjármálastofnanir afhentu saksóknurunum gögn um fjármál sín, meðal annars með þeim rökum að sem forseti nyti hann algerrar friðhelgi, ekki aðeins fyrir ákærum heldur einnig fyrir rannsóknum. Þeim lagarökum hafnaði hæstiréttur í sumar og vísaði málinu um skattskýrslur forsetans til neðra dómstigs. Alríkisdómstóll fjallar nú um hvort að endurskoðunarfyrirtæki Trump þurfti að verða við stefnu ákærudómstóls um skattskýrslurnar. Það var fyrir honum sem saksóknararnir lögðu fram greinargerð sem bendir til umfangsmeiri rannsóknar á fjármálum Trump og fyrirtækis hans en áður var vitað. Gögn sem lögð eru fyrir ákærudómstól eru leynileg og því yrðu skattskýrslur Trump ekki opinberar þó að slíkur dómstóll fengi aðgang að þeim nema að saksóknarar gæfu út ákærur og legðu gögnin fram við réttarhöld.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Segist vera í fullum rétti til að fá skattskýrslur Trump Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“. 3. ágúst 2020 20:24 Reynir enn að koma í veg fyrir afhendingu skattagagna Þó að Hæstiréttur Bandaríkjanna hafi úrskurðað að saksóknari á Manhattan skuli fá afhendar skattskýrslur Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna rannsóknar á högum hans er forsetinn ekki af baki dottinn. 15. júlí 2020 21:54 Ósennilegt að skattskýrslur Trump líti dagsins ljós fyrir kosningar Tveir dómar Hæstaréttar Bandaríkjanna í dag voru tímabundinn sigur Donalds Trump Bandaríkjaforseta í tilraunum hans til að koma í veg fyrir að skattskýrslur og fjármálaupplýsingar hans verði gerðar opinberar fyrir kosningar. 9. júlí 2020 18:52 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Sjá meira
Segist vera í fullum rétti til að fá skattskýrslur Trump Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“. 3. ágúst 2020 20:24
Reynir enn að koma í veg fyrir afhendingu skattagagna Þó að Hæstiréttur Bandaríkjanna hafi úrskurðað að saksóknari á Manhattan skuli fá afhendar skattskýrslur Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna rannsóknar á högum hans er forsetinn ekki af baki dottinn. 15. júlí 2020 21:54
Ósennilegt að skattskýrslur Trump líti dagsins ljós fyrir kosningar Tveir dómar Hæstaréttar Bandaríkjanna í dag voru tímabundinn sigur Donalds Trump Bandaríkjaforseta í tilraunum hans til að koma í veg fyrir að skattskýrslur og fjármálaupplýsingar hans verði gerðar opinberar fyrir kosningar. 9. júlí 2020 18:52