Skutu hljóðfrárri eldflaug á tíu þúsund kílómetra hraða Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2020 13:27 Vladímír Pútín og Valery Gerasimov, formaður herforingjaráðs Rússlands. Forsetaembætti Rússlands Rússneskir hermenn og vísindamenn gerðu í gær tilraun með hljóðfráa eldflaug af gerðinni Tsirkon. Skotið var á skotmark í Barentshafi og var það hæft. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að þróuð vopn sem þessi muni tryggja varnargetu herafla Rússlands til margra ára. Valery Gerasimov, formaður herforingjaráðs Rússlands, sagði Pútín í kjölfarið frá æfingarskotinu. Hann sagði eldflauginni hafa verið skotiðo frá herskipinu Admiral Gorshkov í Hvítahafi. Gerasimov sagði eldflaugina hafa hitt skotmark í um 450 kílómetra fjarlægð frá skotstaðnum. Eldflaugin hafi verið fjóra og hálfa mínútu að ferðast þá vegalengd og hafi mest náð áttföldum hljóðhraða, samkvæmt frétt TASS, fréttaveitunnar sem er í eigu rússneska ríkisins. Áttfaldur hljóðhraði er tæplega tíu þúsund kílómetrar á klukkustund. Pútín segir að mjög mikilvægan atburð sé að ræða, ekki bara fyrir herafla Rússlands, heldur Rússland sjálft. Svo þróuð vopn muni tryggja varnargetu Rússlands til margra ára. Fyrstu eldflauginni af þessari gerði var skotið í tilraunaskyni af herskipi í janúar. Pútín sagði einnig í dag að tilraunir myndu halda áfram og að þeim loknum yrðu Tsirkon-eldflaugum komið fyrir á öllum skipum og kafbátum Rússlands. Hljóðfráar eldflaugar sem þessar gera hefðbundnar eldflaugavarnir nánast úreltar því þær geta breytt snögglega af stefnu og komið sér undan öðrum eldflaugum. Rússar, Bandaríkin og Kína vinna hörðum höndum að þróun þessara vopna. Í raun eru tvær tegundir hljóðfrárra eldflauga til. Önnur gerðin er skamm- til meðaldræg og er keyrð af eldflaugarhreyfli, eins og hefðbundin skammdræg eldflaug. Hin gerðin er borin upp í gufuhvolfið af langdrægri eldflaug og fellur svo til jarðar á gífurlegum hraða. Hér að neðan má sjá frétt CNBC frá því fyrra um kapphlaupið að hljóðfráum eldflaugum og þar að neðan er myndband sem útskýrir hvernig hljóðfráar eldflaugar virka. Rússland Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Fleiri fréttir Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Sjá meira
Rússneskir hermenn og vísindamenn gerðu í gær tilraun með hljóðfráa eldflaug af gerðinni Tsirkon. Skotið var á skotmark í Barentshafi og var það hæft. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að þróuð vopn sem þessi muni tryggja varnargetu herafla Rússlands til margra ára. Valery Gerasimov, formaður herforingjaráðs Rússlands, sagði Pútín í kjölfarið frá æfingarskotinu. Hann sagði eldflauginni hafa verið skotiðo frá herskipinu Admiral Gorshkov í Hvítahafi. Gerasimov sagði eldflaugina hafa hitt skotmark í um 450 kílómetra fjarlægð frá skotstaðnum. Eldflaugin hafi verið fjóra og hálfa mínútu að ferðast þá vegalengd og hafi mest náð áttföldum hljóðhraða, samkvæmt frétt TASS, fréttaveitunnar sem er í eigu rússneska ríkisins. Áttfaldur hljóðhraði er tæplega tíu þúsund kílómetrar á klukkustund. Pútín segir að mjög mikilvægan atburð sé að ræða, ekki bara fyrir herafla Rússlands, heldur Rússland sjálft. Svo þróuð vopn muni tryggja varnargetu Rússlands til margra ára. Fyrstu eldflauginni af þessari gerði var skotið í tilraunaskyni af herskipi í janúar. Pútín sagði einnig í dag að tilraunir myndu halda áfram og að þeim loknum yrðu Tsirkon-eldflaugum komið fyrir á öllum skipum og kafbátum Rússlands. Hljóðfráar eldflaugar sem þessar gera hefðbundnar eldflaugavarnir nánast úreltar því þær geta breytt snögglega af stefnu og komið sér undan öðrum eldflaugum. Rússar, Bandaríkin og Kína vinna hörðum höndum að þróun þessara vopna. Í raun eru tvær tegundir hljóðfrárra eldflauga til. Önnur gerðin er skamm- til meðaldræg og er keyrð af eldflaugarhreyfli, eins og hefðbundin skammdræg eldflaug. Hin gerðin er borin upp í gufuhvolfið af langdrægri eldflaug og fellur svo til jarðar á gífurlegum hraða. Hér að neðan má sjá frétt CNBC frá því fyrra um kapphlaupið að hljóðfráum eldflaugum og þar að neðan er myndband sem útskýrir hvernig hljóðfráar eldflaugar virka.
Rússland Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Fleiri fréttir Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Sjá meira