Enski boltinn

Flokkuðu ensku liðin eftir frammistöðu þeirra á markaðnum í sumarglugganum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Liðin hans Ed Woodward,  Manchester United, var sett í sérstakan Ed Woodward flokk. Hér fylgist hann með leik Manchester United á dögunum.
Liðin hans Ed Woodward,  Manchester United, var sett í sérstakan Ed Woodward flokk. Hér fylgist hann með leik Manchester United á dögunum. Getty/ Richard Heathcote

Þrjú félög í ensku úrvalsdeildinni komast í úrvalsflokk yfir bestu frammistöðuna á leikmannamarkaðnum í sumar en leikmannaglugginn lokaði á mánudagskvöldið. Manchester United var sett í mjög sérstakan flokk.

Margir hafa verið að bera saman frammistöðu ensku úrvalsdeildarfélaganna á leikmannamarkaðnum í sumar eftir að glugginn lokaði fram í janúar en félögin hafa þurft að glíma við mjög óvenjulegar aðstæður vegna kórónuveirufaraldursins og óvissunnar í efnahagsmálum.

Það er erfitt að verja það að vera eyða miklum peningi í leikmannakaup og nýja launasamninga þegar innkoman er lítil sem enginn og starfsmenn félaganna eru sumir að missa vinnuna.

Meðal þeirra sem hafa metið frammistöðu félaganna er fólkið á Sportbible sem ákvað að skipta félögunum tuttugu í ensku úrvalsdeildinni niður í flokka eftir því hversu vel eða illa þaus stóðu sig í að sækja sér liðstyrk í glugganum.

Þarna má sjá liðunum skipt niður í fimm flokka en sá fimmti og síðasti er reyndar mjög sérstakur og fámennir flokkur.

Það þarf kannski ekki að koma á óvart að Chelsea sé í fyrsta flokki enda búið að kaupa margar framtíðarstjörnur til félagsins í sumar. Með Chelsea í úrvalsflokknum eru síðan spútnikliðin Aston Villa og Everton sem bæði hafa byrjað tímabilið frábærlega.

Mörk félög öfunduðu örugglega Chelsea fryir að ná í framtíðarstjörnur eins og Kai Havertz, Timo Werner og Hakim Ziyech auk þess að styrkja sig aftur á vellinum með því að fá Ben Chilwell, Thiago Silva og Edouard Mendy.

Everton styrkti sig mikið á miðjunni með kaupum á þeim James Rodriguez, Allan og Abdoulaye Doucoure en samkeppnin er því orðin mjög hörð fyrir íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson.

Jose Mourinho vildi annan miðvörð en getur ekki kvartað mikið yfir því að fá þá Gareth Bale, Sergio Reguilon og Matt Doherty. Tottenham er í öðrum flokki með Arsenal og Liverpool.

Hin liðin eru síðan í þriðja og fjórða flokki en það er eitt félag neðst. Fólkið á Sportbible setti Manchester United nefnilega í svokallaðan Ed Woodward flokk.

Ed Woodward, stjórnarformaður Manchester United, hefur fengið á sig mikla gagnrýni fyrir slaka frammistöðu á markaðnum. Vissulega missti United af öllum feitu bitunum í glugganum á tímapunkti þegar félagið þarf augljóslega á miklum liðstyrki að halda til að koma sér aftur upp í titilbaráttuna.

Manchester United tókst ekki að kaupa Jadon Sancho og það var smá örvænting yfir því þegar United sótti hvern minni spámanninn á fætum öðrum á lokadeginum.

Þeir Donny van de Beek, Alex Telles og Edinson Cavani eru reyndar allt ágætir leikmenn en bara ekki súperstjörnurnar sem stuðningsmenn Manchester United dreymdi um. United er því ekki í lélegasta flokknum heldur bara í Ed Woodward flokknum.

Hér fyrir neðan má sjá flokkun félaganna eftir frammistöðu þeirra í glugganum:

  • Efsti flokkur: Chelsea, Aston Villa, Everton
  • Annar flokkur: Tottenham Hotspur, Arsenal, Liverpool
  • Þriðji flokkur: Newcastle United, Crystal Palace, Manchester City, Leeds United, Wolves, Leicester City, Southampton, Fulham
  • Fjórði flokkur: Brighton, Sheffield United, West Brom, West Ham United, Burnley
  • Ed Woodward flokkur: Manchester United



Fleiri fréttir

Sjá meira


×