Enski boltinn

Enska úr­vals­deildin vill á­horf­endur aftur á vellina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stuðningsmenn Everton láta Wilfried Zaha heyra það.
Stuðningsmenn Everton láta Wilfried Zaha heyra það. vísir/getty

Enska úrvalsdeildin vill stuðningsmenn aftur á völlinn. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá liðunum í ensku úrvalsdeildinni sem liðið birti í dag en einnig birtist undirskriftalista frá öllum ensku deildarliðunum.

Deildarliðin sendu frá sér tilkynningu fyrr í dag þar sem er undirskriftalisti. Í tilkynningu úrvalsdeildarliðanna segir að heilsa landsmanna sé í fyrsta sæti en sé það einnig forsvaranlegt að spila fótboltaleiki með áhorfendum.

Enska úrvalsdeildin segir einnig í tilkynningu sinni að þeir hafi haldið prufu leiki þar sem einhverjum áhorfendum var hleypt inn á leikinn. Chelsea og Brighton mættust m.a. þar sem 2500 áhorfendur voru viðstaddir.

Enska úrvalsdeildin bendir einnig á það að tónleikahald sé nú í lagi, ef fjarlægðartakmörk séu virt, og því ætti sömu reglur að gilda um fótboltaleiki. Því vill enska úrvalsdeildin fá stuðningsmennina sína aftur á völlinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×