Eins metra reglan hafi orðið að eins sentímetra reglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. október 2020 16:04 Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur vinnur að spálíkani fyrir kórónuveiruna ásamt kollegum sínum við Háskóla Íslands. Hún telur að margt fólk hafi slakað á varðandi fjarlægðartakmörk eftir að eins metra regla tók við af tveggja metra reglu. Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það ekki endilega hafa verið mistök að breyta úr tveggja metra reglu í eins metra reglu. Hann leggur til við heilbrigðisráðherra hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í ljósi fjölda smitaðra og stöðugra nýrra tilfella. Meðal aðgerðanna er að miða aftur við tveggja metra reglu. Þórólfur var spurður að því á upplýsingafundi almannavarna í dag hvort það hefðu verið mistök að rýmka úr tveggja metra reglu í eins metra reglu. Blaðamaður vísaði til Facebook-færslu Jóhönnu Jakobsdóttur, rannsóknarsérfræðings við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, í morgun þar sem hún snerti á þessu. Jóhanna telur eins metra fjarlægð almennt eiga að duga en fólk haldi ekki þeirri fjarlægð. Eins metra reglan eða eins sentímetra regla? Jóhanna telur að eins metra reglan hafi í raun orðið að eins sentímetra reglu í meðförum fólks. Ótímabært hafi verið að rýmka á fjarlægðartakmörkunum á meðan smit voru enn að greinast innanlands. Einn metri ætti að duga en þannig hegði fólk sér ekki. „Það eru stærstu mistökin að mínu mati að setja hana á. Með henni þá urðu líka til mun fleiri staðir sem gátu tekið við fleiri fólki á sama tíma. Ég hef verið óróleg með framhaldið frá þeim degi. Þetta voru ekki mistök vegna þess að 1-m ætti ekki að duga heldur af því af skilaboðin með henni höfðu þau áhrif að margir fóru í 1-cm reglu og margir staðir gátu tekið við mun fleira fólki en áður,“ segir Jóhanna. Eins metra reglan tók gildi þann 7. september síðastliðinn. Breytingin var tilkynnt þann 3. september en þá höfðu dagleg smit innanlands ekki náð tveggja stafa tölu í fjórar vikur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir yfirvöld vera að fóta sig í baráttu við áður óþekktan andstæðing. Margt megi gagnrýna en varar við umræðu um mistök.Vísir/Vilhelm Á sama hátt hefði smitgát ekki virkað. Fólk sem átti að vera í „næstum því sóttkví“ hafi ekki endilega farið eftir því. Þórólfur segir að gagnrýna megi ýmsar aðgerðir stjórnvalda. Mistök ef við lærum ekki af reynslunni „Í baksýnisspeglinum getur maður alltaf sagt hvernig hægt hefði verið að gera hlutina öðruvísi. Ég er ekkert viss um að það séu mistök. Norðmenn hafa notað eins metra regluna og fleiri þjóðir með góðum árangri. Ég held við eigum ekki að vera að hefta okkur í því hvað eru mistök og hvað eru ekki mistök. Eins og ég hef sagt áður þá eru það mistök ef við gerum [ekki] eitthvað sem liggur fyrir hvernig á að gera eða við lærum ekki af reynslunni. Þá eru það mistök ef við förum ekki eftir því,“ segir Þórólfur. „Við erum að feta okkur áfram og gera hluti sem enginn hefur gert áður. Reyna að finna bestu leiðina. Rekum okkur aðeins á, rekum tána í en höldum áfram. Stöndum upp, fetum okkur áfram. Ég kalla það ekk mistök. Ég held að það sé ýmislegt sem við getum lært og gert betur. Þannig eigum við að halda áfram.“ Víðir greip boltann og sagði marga reyna að fóta sig eftir reglum sem breyttust í gær og líklega aftur í kvöld. „Við þurfum öll að vera með tillitsemi og vanda okkur og læra af því sem við gerum. Ekki vera hrædd við að láta reyna á hlutina eða gera mistök.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Fleiri fréttir Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það ekki endilega hafa verið mistök að breyta úr tveggja metra reglu í eins metra reglu. Hann leggur til við heilbrigðisráðherra hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í ljósi fjölda smitaðra og stöðugra nýrra tilfella. Meðal aðgerðanna er að miða aftur við tveggja metra reglu. Þórólfur var spurður að því á upplýsingafundi almannavarna í dag hvort það hefðu verið mistök að rýmka úr tveggja metra reglu í eins metra reglu. Blaðamaður vísaði til Facebook-færslu Jóhönnu Jakobsdóttur, rannsóknarsérfræðings við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, í morgun þar sem hún snerti á þessu. Jóhanna telur eins metra fjarlægð almennt eiga að duga en fólk haldi ekki þeirri fjarlægð. Eins metra reglan eða eins sentímetra regla? Jóhanna telur að eins metra reglan hafi í raun orðið að eins sentímetra reglu í meðförum fólks. Ótímabært hafi verið að rýmka á fjarlægðartakmörkunum á meðan smit voru enn að greinast innanlands. Einn metri ætti að duga en þannig hegði fólk sér ekki. „Það eru stærstu mistökin að mínu mati að setja hana á. Með henni þá urðu líka til mun fleiri staðir sem gátu tekið við fleiri fólki á sama tíma. Ég hef verið óróleg með framhaldið frá þeim degi. Þetta voru ekki mistök vegna þess að 1-m ætti ekki að duga heldur af því af skilaboðin með henni höfðu þau áhrif að margir fóru í 1-cm reglu og margir staðir gátu tekið við mun fleira fólki en áður,“ segir Jóhanna. Eins metra reglan tók gildi þann 7. september síðastliðinn. Breytingin var tilkynnt þann 3. september en þá höfðu dagleg smit innanlands ekki náð tveggja stafa tölu í fjórar vikur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir yfirvöld vera að fóta sig í baráttu við áður óþekktan andstæðing. Margt megi gagnrýna en varar við umræðu um mistök.Vísir/Vilhelm Á sama hátt hefði smitgát ekki virkað. Fólk sem átti að vera í „næstum því sóttkví“ hafi ekki endilega farið eftir því. Þórólfur segir að gagnrýna megi ýmsar aðgerðir stjórnvalda. Mistök ef við lærum ekki af reynslunni „Í baksýnisspeglinum getur maður alltaf sagt hvernig hægt hefði verið að gera hlutina öðruvísi. Ég er ekkert viss um að það séu mistök. Norðmenn hafa notað eins metra regluna og fleiri þjóðir með góðum árangri. Ég held við eigum ekki að vera að hefta okkur í því hvað eru mistök og hvað eru ekki mistök. Eins og ég hef sagt áður þá eru það mistök ef við gerum [ekki] eitthvað sem liggur fyrir hvernig á að gera eða við lærum ekki af reynslunni. Þá eru það mistök ef við förum ekki eftir því,“ segir Þórólfur. „Við erum að feta okkur áfram og gera hluti sem enginn hefur gert áður. Reyna að finna bestu leiðina. Rekum okkur aðeins á, rekum tána í en höldum áfram. Stöndum upp, fetum okkur áfram. Ég kalla það ekk mistök. Ég held að það sé ýmislegt sem við getum lært og gert betur. Þannig eigum við að halda áfram.“ Víðir greip boltann og sagði marga reyna að fóta sig eftir reglum sem breyttust í gær og líklega aftur í kvöld. „Við þurfum öll að vera með tillitsemi og vanda okkur og læra af því sem við gerum. Ekki vera hrædd við að láta reyna á hlutina eða gera mistök.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Fleiri fréttir Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Sjá meira