Tveggja metra regla, veitingastaðir loka fyrr og hert á grímuskyldu Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2020 15:19 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi þriðjudaginn 6. október 2020. Vísir/Vilhelm Tekin verður aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verður stöðvuð og hert verður á grímuskyldu í tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sendir heilbrigðisráðherra í dag. Hann varar við því að faraldurinn virðist í veldisvexti á höfuðborgarsvæðinu. Síðasta sólarhringinn greindust 99 manns smitaðir af kórónuveirunni innanlands og hafa þeir ekki verið fleiri frá því um mánaðamótin mars-apríl þegar fyrsta bylgja faraldursins var í gangi. Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag að í ljósi þess væri nauðsynlegt að grípa til harðari aðgerða á höfuðborgarsvæðinu þar sem langflest tilfellin greinast nú. Í tillögum sem Þórólfur sendir heilbrigðisráðherra í dag sagði hann að verði lagt til að fjarlægðarreglu verði breytt úr einum metra í tvo metra eins og var í aðgerðum í vor. Eins metra regla verður áfram í gildi utan höfuðborgarsvæðisins. Fjöldatakmörk verða áfram tuttugu manns á höfuðborgarsvæðinu. Undanþága verður fyrir útfarir þar sem fimmtíu manns fá að koma saman og þrjátíu manns fá að koma saman í framhalds- og háskólum. Þá sagðist hann ætla að leggja til að ýmis konar starfsemi sem var lokað tímabundið í vor verði aftur lokað og að mælt yrði með því að öllu keppnisstarfi í íþróttum yrði frestað um tvær vikur á höfuðborgarsvæðinu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sagði það ráðast af reglum sem ráðherra gæfi út hvort landsleikur Íslands og Rúmeníu gæti farið fram í borginni. Útilokaði hann ekki að gefið yrði leyfi fyrir honum með vísan til þjóðhagslegs mikilvægis viðburðarins. Veitingahús þurfa nú að loka klukkan 21:00 á kvöldin í stað klukkan 23:00 áður og hert verður á grímuskyldu fallist ráðherra á tillögurnar. Þórólfur sagði að grímunotkun verði gerð að skyldu í sumum tilfellum en ekki sé þó almennt hvatt til þess að fólk sé með grímu á almannafæri. Má búast við enn meiri fjölgun smitaðra Þórólfur ræddi um fjölgun smitaðra undanfarna daga. Nú séu um 750 manns í einangrun og um 3.500 manns í sóttkví. Út frá þeim tölum megi búast við töluverðum fjölda veikinda á næstunni. „Faraldurinn virðist í veldisvexti,“ sagði sóttvarnalæknir. Haldi faraldurinn áfram í sama takti geti fjöldi veikra einstaklinga hæglega yfirkeyrt þol heilbrigðiskerfisins með ófyrirséðum afleiðingum fyrir bæði Covid-sjúklinga og aðra þá sem þurfa að leita sér heilbrigðisþjónustu. Markmið hertra aðgerða nú sé að sveigja kúrfuna eins mikið niður og hægt er til að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar. Sagði hann það vonbrigði að þurfa að leggja til að hert verði aftur á aðgerðunum en í ljósi þróunar faraldursins á höfuðborgarsvæðinu hafi það verið nauðsynlegt. Kallaði Þórólfur eftir samstöðu um aðgerðirnar en varaði við að það gæti sem fyrr tekið eina til tvær vikur að sjá árangur af þeim. „Samstaðan er besta sóttvörnin,“ sagði Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Tekin verður aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verður stöðvuð og hert verður á grímuskyldu í tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sendir heilbrigðisráðherra í dag. Hann varar við því að faraldurinn virðist í veldisvexti á höfuðborgarsvæðinu. Síðasta sólarhringinn greindust 99 manns smitaðir af kórónuveirunni innanlands og hafa þeir ekki verið fleiri frá því um mánaðamótin mars-apríl þegar fyrsta bylgja faraldursins var í gangi. Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag að í ljósi þess væri nauðsynlegt að grípa til harðari aðgerða á höfuðborgarsvæðinu þar sem langflest tilfellin greinast nú. Í tillögum sem Þórólfur sendir heilbrigðisráðherra í dag sagði hann að verði lagt til að fjarlægðarreglu verði breytt úr einum metra í tvo metra eins og var í aðgerðum í vor. Eins metra regla verður áfram í gildi utan höfuðborgarsvæðisins. Fjöldatakmörk verða áfram tuttugu manns á höfuðborgarsvæðinu. Undanþága verður fyrir útfarir þar sem fimmtíu manns fá að koma saman og þrjátíu manns fá að koma saman í framhalds- og háskólum. Þá sagðist hann ætla að leggja til að ýmis konar starfsemi sem var lokað tímabundið í vor verði aftur lokað og að mælt yrði með því að öllu keppnisstarfi í íþróttum yrði frestað um tvær vikur á höfuðborgarsvæðinu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sagði það ráðast af reglum sem ráðherra gæfi út hvort landsleikur Íslands og Rúmeníu gæti farið fram í borginni. Útilokaði hann ekki að gefið yrði leyfi fyrir honum með vísan til þjóðhagslegs mikilvægis viðburðarins. Veitingahús þurfa nú að loka klukkan 21:00 á kvöldin í stað klukkan 23:00 áður og hert verður á grímuskyldu fallist ráðherra á tillögurnar. Þórólfur sagði að grímunotkun verði gerð að skyldu í sumum tilfellum en ekki sé þó almennt hvatt til þess að fólk sé með grímu á almannafæri. Má búast við enn meiri fjölgun smitaðra Þórólfur ræddi um fjölgun smitaðra undanfarna daga. Nú séu um 750 manns í einangrun og um 3.500 manns í sóttkví. Út frá þeim tölum megi búast við töluverðum fjölda veikinda á næstunni. „Faraldurinn virðist í veldisvexti,“ sagði sóttvarnalæknir. Haldi faraldurinn áfram í sama takti geti fjöldi veikra einstaklinga hæglega yfirkeyrt þol heilbrigðiskerfisins með ófyrirséðum afleiðingum fyrir bæði Covid-sjúklinga og aðra þá sem þurfa að leita sér heilbrigðisþjónustu. Markmið hertra aðgerða nú sé að sveigja kúrfuna eins mikið niður og hægt er til að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar. Sagði hann það vonbrigði að þurfa að leggja til að hert verði aftur á aðgerðunum en í ljósi þróunar faraldursins á höfuðborgarsvæðinu hafi það verið nauðsynlegt. Kallaði Þórólfur eftir samstöðu um aðgerðirnar en varaði við að það gæti sem fyrr tekið eina til tvær vikur að sjá árangur af þeim. „Samstaðan er besta sóttvörnin,“ sagði Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira