Enski boltinn

United búinn að fá fyrsta leik­manninn eftir niður­læginguna um helgina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alex Telles er orðinn leikmaður Man. United.
Alex Telles er orðinn leikmaður Man. United. vísir/getty

Manchester United hefur staðfest komu Alex Telles en hann kemur til félagsins frá Porto.

Tellas hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Rauðu djöflanna en möguleiki er á eins árs framlengingu í samningnum.

Tellas er 27 ára vinstri bakvörður sem kemur frá Porto en hann hefur verið hjá félaginu síðan 2016. Þá kom hann til félagsins frá Galatasaray.

Hann á einn leik með brasilíska landsliðinu en hann á að berjast við vinstri bakvarðarstöðuna við Luke Shaw sem hefur legið undir mikilli gagnrýni.

United var niðurlægt um helgina er þeir töpuðu 6-1 fyrir Tottenham á heimavelli. Spurning er hvort að Telles sé eini maðurinn sem liðið fær en Edinson Cavani hefur einnig verið orðaður við United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×