Smitaðir tengdir Hnefaleikafélaginu orðnir á fjórða tug Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2020 16:21 Æfingasalur Hnefaleikafélags Kópavogs. Facebook/Hnefaleikafélag Kópavogs Kórónuveirusmit sem rekja má til Hnefaleikafélags Kópavogs eru nú orðin á fjórða tug og hefur því fjölgað ört í dag. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum gætu fleiri smitaðir bæst í hópinn – eða þeim fækkað – eftir því sem líður á daginn. Stjórnendur félagsins þykja hafa tekið afar vel á málum eftir að fyrsta smitið greindist. Vísir greindi frá því fyrr í dag að um tuttugu kórónuveirusmit mætti rekja til félagsins eftir að iðkandi greindist með veiruna á fimmtudag. Smitin eru rakin til æfinga hjá félaginu helgina áður, síðustu helgi septembermánaðar. Ríkisútvarpið greindi svo frá fjölgun smitanna nú síðdegis en Jóhann K. Jóhannsson upplýsingastjóri almannavarna staðfestir í samtali við Vísi að smitin tengd hnefaleikafélaginu séu orðin á fjórða tug. Hann segir að fjölgað gæti í hópnum eftir því sem smitrakningu fleytir fram – en þá gæti líka verið að einhverjir detti af listanum. Stutt sé síðan sá fyrsti í keðjunni greindist og smitrakning enn í gangi. Viðbrögð stjórnenda til fyrirmyndar Þá ber Jóhann stjórnendum félagsins vel söguna og segir þá hafa brugðist hárrétt við þegar fyrsti iðkandi greindist á fimmtudag. „Það sem hefur hjálpað í þessu máli er samstarfið við þá sem reka stöðina. Góð upplýsingagjöf, öllum leiðbeiningum fylgt og það auðveldaði vinnuna strax í upphafi,“ segir Jóhann. Hann telur jafnframt að þetta sé stærsta hópsýking Covid-19 sem tengist íþróttastarfi hingað til. Nokkur smit hafa jafnframt verið rakin til líkamsræktarstöðva, sem öllum var gert að loka samkvæmt hertum sóttvarnarreglum í dag. Hnefaleikafélagið greindi sjálft frá því á Facebook í gær að iðkandi hefði greinst með Covid-19 og fleiri smitast í kjölfarið. Þá kallaði félagið eftir því að þeir sem komið hefðu í húsakynni þess að Smiðjuvegi upp á síðkastið útbyggju greinargóðan lista yfir þá sem þeir hefðu verið í návígi við, til að létta undir með smitrakningarteyminu. Hnefaleikafélaginu verður lokað næstu tvær vikurnar vegna þessa. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Box Kópavogur Tengdar fréttir „Óheillaþróun“ á smitstuðlinum gæti skilað veldisvexti Sóttvarnalæknir segir viðbúið að ekki náist að kveða faraldurinn alveg niður líkt og tókst í vor. 5. október 2020 15:09 Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. 5. október 2020 12:23 Sóttvarnalæknir getur óskað eftir öllum persónuupplýsingum í baráttu við alvarlega farsótt Það hefur vakið athygli að smitrakningateymið hefur fengið upplýsingar um kortanotkun fólks til að rekja hópsýkingar sem hafa komið upp. 5. október 2020 15:15 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Þrýst sé á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samnningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Sjá meira
Kórónuveirusmit sem rekja má til Hnefaleikafélags Kópavogs eru nú orðin á fjórða tug og hefur því fjölgað ört í dag. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum gætu fleiri smitaðir bæst í hópinn – eða þeim fækkað – eftir því sem líður á daginn. Stjórnendur félagsins þykja hafa tekið afar vel á málum eftir að fyrsta smitið greindist. Vísir greindi frá því fyrr í dag að um tuttugu kórónuveirusmit mætti rekja til félagsins eftir að iðkandi greindist með veiruna á fimmtudag. Smitin eru rakin til æfinga hjá félaginu helgina áður, síðustu helgi septembermánaðar. Ríkisútvarpið greindi svo frá fjölgun smitanna nú síðdegis en Jóhann K. Jóhannsson upplýsingastjóri almannavarna staðfestir í samtali við Vísi að smitin tengd hnefaleikafélaginu séu orðin á fjórða tug. Hann segir að fjölgað gæti í hópnum eftir því sem smitrakningu fleytir fram – en þá gæti líka verið að einhverjir detti af listanum. Stutt sé síðan sá fyrsti í keðjunni greindist og smitrakning enn í gangi. Viðbrögð stjórnenda til fyrirmyndar Þá ber Jóhann stjórnendum félagsins vel söguna og segir þá hafa brugðist hárrétt við þegar fyrsti iðkandi greindist á fimmtudag. „Það sem hefur hjálpað í þessu máli er samstarfið við þá sem reka stöðina. Góð upplýsingagjöf, öllum leiðbeiningum fylgt og það auðveldaði vinnuna strax í upphafi,“ segir Jóhann. Hann telur jafnframt að þetta sé stærsta hópsýking Covid-19 sem tengist íþróttastarfi hingað til. Nokkur smit hafa jafnframt verið rakin til líkamsræktarstöðva, sem öllum var gert að loka samkvæmt hertum sóttvarnarreglum í dag. Hnefaleikafélagið greindi sjálft frá því á Facebook í gær að iðkandi hefði greinst með Covid-19 og fleiri smitast í kjölfarið. Þá kallaði félagið eftir því að þeir sem komið hefðu í húsakynni þess að Smiðjuvegi upp á síðkastið útbyggju greinargóðan lista yfir þá sem þeir hefðu verið í návígi við, til að létta undir með smitrakningarteyminu. Hnefaleikafélaginu verður lokað næstu tvær vikurnar vegna þessa.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Box Kópavogur Tengdar fréttir „Óheillaþróun“ á smitstuðlinum gæti skilað veldisvexti Sóttvarnalæknir segir viðbúið að ekki náist að kveða faraldurinn alveg niður líkt og tókst í vor. 5. október 2020 15:09 Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. 5. október 2020 12:23 Sóttvarnalæknir getur óskað eftir öllum persónuupplýsingum í baráttu við alvarlega farsótt Það hefur vakið athygli að smitrakningateymið hefur fengið upplýsingar um kortanotkun fólks til að rekja hópsýkingar sem hafa komið upp. 5. október 2020 15:15 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Þrýst sé á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samnningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Sjá meira
„Óheillaþróun“ á smitstuðlinum gæti skilað veldisvexti Sóttvarnalæknir segir viðbúið að ekki náist að kveða faraldurinn alveg niður líkt og tókst í vor. 5. október 2020 15:09
Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. 5. október 2020 12:23
Sóttvarnalæknir getur óskað eftir öllum persónuupplýsingum í baráttu við alvarlega farsótt Það hefur vakið athygli að smitrakningateymið hefur fengið upplýsingar um kortanotkun fólks til að rekja hópsýkingar sem hafa komið upp. 5. október 2020 15:15