Ráðherra sakar Ágúst Ólaf um „botnlausa kvenfyrirlitningu“ Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2020 08:49 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sakað Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann Samfylkingarinnar, um „botnlausa kvenfyrirlitningu“ vegna orða sem hann lét falla í Sprengisandi á Bylgjunni á laugardag. Í viðtalinu segir Ágúst Ólafur að það sé í raun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokks, sem stjórni landinu, en ekki Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Svandís deilir tísti samflokkskonu sinnar, Lífar Magneudóttur, borgarfulltrúa Vinstri grænna, þar sem hún birtir skriftað brot úr viðtali Kristjáns Kristjánssonar við Ágúst Ólaf og Willum Þór Þórsson, formann fjárlaganefndar, þar sem fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, fjármálaáætlun og staðan á vinnumarkaði var til umræðu. „Botnlaus kvenfyrirlitning. Og ekki í fyrsta sinn,“ segir Svandís. Botnlaus kvenfyrirlitning. Og ekki í fyrsta sinn. https://t.co/4cWP4LcnQl— Svandís Svavarsd (@svasva) October 5, 2020 „Við Willum þekkjum alveg hver stjórnar“ Í umræðunum í Sprengisandi var Ágúst Ólafur að benda á að Samfylkingin væri að kalla eftir að ríkisstjórn ætti að leita metnaðarfyllri leiða til að skapa hér störf í landinu, nú þegar kórónuveirufaraldurinn herjar. Ætti það bæði við um á opinberum markaði og einkamarkaði þar sem þörfin er fyrir hendi. Ágúst Ólafur segir þá að „allar ríkisstjórnir í heimi [séu] að fara þessa leið, nema ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Hann telur…“ Grípur þá þáttastjórnandinn Kristján Kristjánsson inn í: „Við köllum þetta nú venjulega ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Hún er forsætisráðherra.“ Þá segir Ágúst Ólafur: „Við Willum þekkjum alveg hver stjórnar. Og það er ekki Katrín.“ „Þetta er ekki í fyrsta sinn“ Líf Magneudóttir birti tístið og með fylgdi annað þar sem hún segir: „Ágúst Ólafur. Finndu þér eitthvað annað að gera. Þú átt ekkert erindi á Alþingi jafn illa haldinn af kvenfyrirlitningu og raun ber vitni. Þetta er ekki í fyrsta sinn ...“ Samflokkskona Ágústs Ólafs, Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi, svarar einnig Líf þar sem hún segir: „Úff þetta er bara ekki í lagi...“ Úff þetta er bara ekki í lagi...— Kristín Soffía (@KristinSoffia) October 4, 2020 Uppfært klukkan 10:51 Ágúst Ólafur hefur beðist afsökunar á ummælum á sínum. Í Facebook-færslu segir Ágúst: Ég vil biðjast afsökunar á orðum mínum í Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Ég komst illa að orði og þykir leitt að hafa sett þau fram með þeim hætti að ég gerði lítið úr forystuhlutverki Katrínar Jakobsdóttur. Ég ætlaði mér ekki að gagnrýna eða draga í efa forystuhæfileika Katrínar sem ég ber mikla virðingu fyrir heldur var ætlunin að gagnrýna pólitík Sjálfstæðisflokksins, sem mér finnst ráða of miklu í áherslum þessarar ríkisstjórnar, sérstaklega í fjárlögum og fjármálaáætlun þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fer með málaflokkinn. En að sjálfsögðu ber Katrín ábyrgð á þessari ríkisstjórn og þessum fjárlögum og því hefði ég viljað sjá meiri áherslu á félagshyggju og umhverfismál í þeim. Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Alþingi Sprengisandur Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sakað Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann Samfylkingarinnar, um „botnlausa kvenfyrirlitningu“ vegna orða sem hann lét falla í Sprengisandi á Bylgjunni á laugardag. Í viðtalinu segir Ágúst Ólafur að það sé í raun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokks, sem stjórni landinu, en ekki Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Svandís deilir tísti samflokkskonu sinnar, Lífar Magneudóttur, borgarfulltrúa Vinstri grænna, þar sem hún birtir skriftað brot úr viðtali Kristjáns Kristjánssonar við Ágúst Ólaf og Willum Þór Þórsson, formann fjárlaganefndar, þar sem fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, fjármálaáætlun og staðan á vinnumarkaði var til umræðu. „Botnlaus kvenfyrirlitning. Og ekki í fyrsta sinn,“ segir Svandís. Botnlaus kvenfyrirlitning. Og ekki í fyrsta sinn. https://t.co/4cWP4LcnQl— Svandís Svavarsd (@svasva) October 5, 2020 „Við Willum þekkjum alveg hver stjórnar“ Í umræðunum í Sprengisandi var Ágúst Ólafur að benda á að Samfylkingin væri að kalla eftir að ríkisstjórn ætti að leita metnaðarfyllri leiða til að skapa hér störf í landinu, nú þegar kórónuveirufaraldurinn herjar. Ætti það bæði við um á opinberum markaði og einkamarkaði þar sem þörfin er fyrir hendi. Ágúst Ólafur segir þá að „allar ríkisstjórnir í heimi [séu] að fara þessa leið, nema ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Hann telur…“ Grípur þá þáttastjórnandinn Kristján Kristjánsson inn í: „Við köllum þetta nú venjulega ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Hún er forsætisráðherra.“ Þá segir Ágúst Ólafur: „Við Willum þekkjum alveg hver stjórnar. Og það er ekki Katrín.“ „Þetta er ekki í fyrsta sinn“ Líf Magneudóttir birti tístið og með fylgdi annað þar sem hún segir: „Ágúst Ólafur. Finndu þér eitthvað annað að gera. Þú átt ekkert erindi á Alþingi jafn illa haldinn af kvenfyrirlitningu og raun ber vitni. Þetta er ekki í fyrsta sinn ...“ Samflokkskona Ágústs Ólafs, Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi, svarar einnig Líf þar sem hún segir: „Úff þetta er bara ekki í lagi...“ Úff þetta er bara ekki í lagi...— Kristín Soffía (@KristinSoffia) October 4, 2020 Uppfært klukkan 10:51 Ágúst Ólafur hefur beðist afsökunar á ummælum á sínum. Í Facebook-færslu segir Ágúst: Ég vil biðjast afsökunar á orðum mínum í Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Ég komst illa að orði og þykir leitt að hafa sett þau fram með þeim hætti að ég gerði lítið úr forystuhlutverki Katrínar Jakobsdóttur. Ég ætlaði mér ekki að gagnrýna eða draga í efa forystuhæfileika Katrínar sem ég ber mikla virðingu fyrir heldur var ætlunin að gagnrýna pólitík Sjálfstæðisflokksins, sem mér finnst ráða of miklu í áherslum þessarar ríkisstjórnar, sérstaklega í fjárlögum og fjármálaáætlun þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fer með málaflokkinn. En að sjálfsögðu ber Katrín ábyrgð á þessari ríkisstjórn og þessum fjárlögum og því hefði ég viljað sjá meiri áherslu á félagshyggju og umhverfismál í þeim. Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan.
Ég vil biðjast afsökunar á orðum mínum í Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Ég komst illa að orði og þykir leitt að hafa sett þau fram með þeim hætti að ég gerði lítið úr forystuhlutverki Katrínar Jakobsdóttur. Ég ætlaði mér ekki að gagnrýna eða draga í efa forystuhæfileika Katrínar sem ég ber mikla virðingu fyrir heldur var ætlunin að gagnrýna pólitík Sjálfstæðisflokksins, sem mér finnst ráða of miklu í áherslum þessarar ríkisstjórnar, sérstaklega í fjárlögum og fjármálaáætlun þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fer með málaflokkinn. En að sjálfsögðu ber Katrín ábyrgð á þessari ríkisstjórn og þessum fjárlögum og því hefði ég viljað sjá meiri áherslu á félagshyggju og umhverfismál í þeim.
Alþingi Sprengisandur Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira