Kennarar uggandi yfir stöðunni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. október 2020 16:18 Vonir eru bundnar við að það takist að halda grunn- og leikskólastarfi að sem mestu leyti óbreyttu þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn. Vísir/Sigurjón Skólastarf í grunn- og leikskólum verður að mestu leyti óbreytt þrátt fyrir hertar sóttvarnaraðgerðir sem taka gildi á miðnætti. Sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir starfsfólk skólanna vera uggandi yfir stöðunni en meðvitað um að skólastarfið skipti börnin og foreldra gríðarlega miklu máli. Fjórtán starfsmenn í grunnskólum Reykjavíkurborgar og tuttugu og þrjú börn voru í vikunni smituð af kórónuveirunni. Þá voru þrjú leikskólabörn í borginni með veiruna og tveir starfsmenn. Hlutfall starfsmanna sem er smitaður er þó lítið þar sem um fimm þúsund manns starfa í grunn- og leikskólum borgarinnar. Helgi Grímsson sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir einn leikskóla, Seljaborg, verða lokaðann á morgun. Þar eru börn og starfsfólk í sóttkví eftir að starfsmaður smitaðist af kórónuveirunni. Þá verður ekki kennsla á miðstigi við Norðlingaskóla og Borgarskóli verður lokaður. Hertar sóttvarnaraðgerðir taka gildi á miðnætti en þá mega ekki fleiri en tuttugu koma saman. Þetta gildir þó ekki um börn fædd 2005 eða síðar. Skólastarf í grunn- og leikskólum verður því að mestu leyti óbreytt. „Eðlilega er þegar svona er komið, að samfélagið er að fara á neyðarstig, að fólk er uggandi um eigið öryggi. Það er eðlilegt,“ segir Helgi um líðan starfsfólks skólanna. „Mér sýnist bara að reynslan og allt það sem við höfum verið að gera hafi borið góða raun. Þannig að okkar skilaboð eru bara höldum ró okkar. Höldum áfram. Skólastarfið okkar og frístundastarfið skiptir börnin og fjölskyldur svo gríðarlega miklu máli,“ segir Helgi. Reynt verður á næstunni að takmarka allar gestakomur í skólana. „Ég geri alveg ráð fyrir að við herðum frekar það að minnka gestakomur í skólana eins mikið og kostur er. Líka að við munum setja frekari skorður á að kennarar og nemendur séu að fara í vettvangsferðir í hús,“ segir Helgi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Samkomur takmarkaðar við 20 manns Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti rétt í þessu að samkomur yrðu takmarkaðar við 20 manns. 3. október 2020 15:34 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Fleiri fréttir Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar Sjá meira
Skólastarf í grunn- og leikskólum verður að mestu leyti óbreytt þrátt fyrir hertar sóttvarnaraðgerðir sem taka gildi á miðnætti. Sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir starfsfólk skólanna vera uggandi yfir stöðunni en meðvitað um að skólastarfið skipti börnin og foreldra gríðarlega miklu máli. Fjórtán starfsmenn í grunnskólum Reykjavíkurborgar og tuttugu og þrjú börn voru í vikunni smituð af kórónuveirunni. Þá voru þrjú leikskólabörn í borginni með veiruna og tveir starfsmenn. Hlutfall starfsmanna sem er smitaður er þó lítið þar sem um fimm þúsund manns starfa í grunn- og leikskólum borgarinnar. Helgi Grímsson sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir einn leikskóla, Seljaborg, verða lokaðann á morgun. Þar eru börn og starfsfólk í sóttkví eftir að starfsmaður smitaðist af kórónuveirunni. Þá verður ekki kennsla á miðstigi við Norðlingaskóla og Borgarskóli verður lokaður. Hertar sóttvarnaraðgerðir taka gildi á miðnætti en þá mega ekki fleiri en tuttugu koma saman. Þetta gildir þó ekki um börn fædd 2005 eða síðar. Skólastarf í grunn- og leikskólum verður því að mestu leyti óbreytt. „Eðlilega er þegar svona er komið, að samfélagið er að fara á neyðarstig, að fólk er uggandi um eigið öryggi. Það er eðlilegt,“ segir Helgi um líðan starfsfólks skólanna. „Mér sýnist bara að reynslan og allt það sem við höfum verið að gera hafi borið góða raun. Þannig að okkar skilaboð eru bara höldum ró okkar. Höldum áfram. Skólastarfið okkar og frístundastarfið skiptir börnin og fjölskyldur svo gríðarlega miklu máli,“ segir Helgi. Reynt verður á næstunni að takmarka allar gestakomur í skólana. „Ég geri alveg ráð fyrir að við herðum frekar það að minnka gestakomur í skólana eins mikið og kostur er. Líka að við munum setja frekari skorður á að kennarar og nemendur séu að fara í vettvangsferðir í hús,“ segir Helgi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Samkomur takmarkaðar við 20 manns Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti rétt í þessu að samkomur yrðu takmarkaðar við 20 manns. 3. október 2020 15:34 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Fleiri fréttir Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar Sjá meira
Samkomur takmarkaðar við 20 manns Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti rétt í þessu að samkomur yrðu takmarkaðar við 20 manns. 3. október 2020 15:34