Samkomur takmarkaðar við 20 manns Birgir Olgeirsson skrifar 3. október 2020 15:34 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti rétt í þessu að samkomur yrðu takmarkaðar við 20 manns. Þetta kom fram í máli ráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi þar sem farið var yfir tillögur sóttvarnalæknis um hertar aðgerðir. Katrín sagði að heilbrigðisráðherra muni fara yfir tillögurnar og auglýsingin verði birt á morgun. Líkamsræktarstöðvar verða lokaðar, barir verða lokaðir og einnig spilasalir. Sundlaugar verða áfram opnar en með færri gestum. Katrín sagðist bjartsýn á að aðgerðirnar muni stemma stigu við útbreiðslu faraldursins. Þá verði að koma í ljós hvort boðað verði til upplýsingafundar á morgun. Í auglýsingunni verða sérreglur um útfarir og aðrar undantekningar en forsætisráðherra fór ekki nánar út í það. Fyrirkomulag um grunnskóla og leikskóla verður að mestu óbreytt. Auglýsing heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir verður birt á morgun og tekur gildi strax eftir helgi. Hún verður í gildi í að minnsta kosti tvær vikur. Viðtal við Katrínu fyrir utan Ráðherrabústaðinn í dag, þar sem hún gerir grein fyrir auglýsingunni, má sjá hér fyrir neðan. 61 greindist með veiruna innanlands í gær. Af þeim var einungis þriðjungur í sóttkví. Sóttvarnalæknir sagði við fréttastofu í morgun að hann hefði áhyggjur af því að faraldurinn væri kominn í veldisvöxt, en hann hefur hingað til verið í línulegum vexti. Hann sagði ljóst að grípa þyrfti til hertra aðgerða. Mikið álag er á Landspítalanum en forstjórinn hefur sagt álagið meira í faraldrinum nú en í vor. Þar spilar inn í spítalinn hefur ekki náð að útskrifa sjúklinga á hjúkrunarheimili líkt og í vor og að samfélagið haldi áfram af fullum krafti, ólíkt því sem var í vor þegar samkomubannið var sem harðast. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vilja ekki að fólk á aldrinum 18 til 29 komi í heimsókn á Hrafnistu Aðeins einn gestur má heimsækja hvern íbúa og er mælst til þess að viðkomandi sé „nánast í sjálfskipaðri sóttkví.“ 3. október 2020 15:43 Margir í partíum án þess að passa sig Íslendingar eru búnir að halda of mikið af samkvæmum á undanförnum vikum. Mörg þessara samkvæma hafa leitt til dreifingar nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 3. október 2020 13:24 61 greindist og 39 ekki í sóttkví 61 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 22 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, 39 ekki. 3. október 2020 10:59 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti rétt í þessu að samkomur yrðu takmarkaðar við 20 manns. Þetta kom fram í máli ráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi þar sem farið var yfir tillögur sóttvarnalæknis um hertar aðgerðir. Katrín sagði að heilbrigðisráðherra muni fara yfir tillögurnar og auglýsingin verði birt á morgun. Líkamsræktarstöðvar verða lokaðar, barir verða lokaðir og einnig spilasalir. Sundlaugar verða áfram opnar en með færri gestum. Katrín sagðist bjartsýn á að aðgerðirnar muni stemma stigu við útbreiðslu faraldursins. Þá verði að koma í ljós hvort boðað verði til upplýsingafundar á morgun. Í auglýsingunni verða sérreglur um útfarir og aðrar undantekningar en forsætisráðherra fór ekki nánar út í það. Fyrirkomulag um grunnskóla og leikskóla verður að mestu óbreytt. Auglýsing heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir verður birt á morgun og tekur gildi strax eftir helgi. Hún verður í gildi í að minnsta kosti tvær vikur. Viðtal við Katrínu fyrir utan Ráðherrabústaðinn í dag, þar sem hún gerir grein fyrir auglýsingunni, má sjá hér fyrir neðan. 61 greindist með veiruna innanlands í gær. Af þeim var einungis þriðjungur í sóttkví. Sóttvarnalæknir sagði við fréttastofu í morgun að hann hefði áhyggjur af því að faraldurinn væri kominn í veldisvöxt, en hann hefur hingað til verið í línulegum vexti. Hann sagði ljóst að grípa þyrfti til hertra aðgerða. Mikið álag er á Landspítalanum en forstjórinn hefur sagt álagið meira í faraldrinum nú en í vor. Þar spilar inn í spítalinn hefur ekki náð að útskrifa sjúklinga á hjúkrunarheimili líkt og í vor og að samfélagið haldi áfram af fullum krafti, ólíkt því sem var í vor þegar samkomubannið var sem harðast. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vilja ekki að fólk á aldrinum 18 til 29 komi í heimsókn á Hrafnistu Aðeins einn gestur má heimsækja hvern íbúa og er mælst til þess að viðkomandi sé „nánast í sjálfskipaðri sóttkví.“ 3. október 2020 15:43 Margir í partíum án þess að passa sig Íslendingar eru búnir að halda of mikið af samkvæmum á undanförnum vikum. Mörg þessara samkvæma hafa leitt til dreifingar nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 3. október 2020 13:24 61 greindist og 39 ekki í sóttkví 61 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 22 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, 39 ekki. 3. október 2020 10:59 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Vilja ekki að fólk á aldrinum 18 til 29 komi í heimsókn á Hrafnistu Aðeins einn gestur má heimsækja hvern íbúa og er mælst til þess að viðkomandi sé „nánast í sjálfskipaðri sóttkví.“ 3. október 2020 15:43
Margir í partíum án þess að passa sig Íslendingar eru búnir að halda of mikið af samkvæmum á undanförnum vikum. Mörg þessara samkvæma hafa leitt til dreifingar nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 3. október 2020 13:24
61 greindist og 39 ekki í sóttkví 61 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 22 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, 39 ekki. 3. október 2020 10:59