Enski boltinn

Gylfa Þór hrósað: Vinnuframlagið til fyrirmyndar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gylfi og félagar fagna einu marki sinna í dag.
Gylfi og félagar fagna einu marki sinna í dag. Peter Byrne/Getty Images

Landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson átti góðan leik er Everton vann 4-2 sigur á Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í dag. Everton er á mikilli siglingu og hefur unnið alla fjóra leiki sína í deildinni og tróna á toppnum með tólf stig.

Þá hefur liðið unnið þrjá leiki í enska deildarbikarnum og er komið í 8-liða úrslit. Gylfi hefur byrjað þá leiki en fékk loks tækifæri í deildinni í dag.

Samkvæmt staðarblaðinu Liverpool Echo átti Gylfi Þór fínan leik og lagði hann til að mynda upp fyrsta mark leiksins í dag. Fékk hann sjö í einkunn en

„Var staðráðinn í að sýna hvað hann gæti í leik dagsins. Vinnuframlagið var til fyrirmyndar frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu, á báðum endum vallarins. Hann kórónaði flotta frammistöðu með góðri stoðsendingu,“ segir um frammistöðu Gylfa Þórs í dag.

Vonandi að Gylfi Þór taki þessa góðu frammistöðu með sér í komandi landsliðsverkefni þar sem Ísland mætir Rúmeníu í umspili fyrir EM sem fram fer næsta sumar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×