„Við verðum að grípa til harðari aðgerða ef við ætlum að stoppa þetta af“ Birgir Olgeirsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 3. október 2020 11:25 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Við verðum að grípa til harðari aðgerða ef við ætlum að stoppa þetta af,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. 61 greindist með veiruna í gær, af þeim var einungis þriðjungur í sóttkví. Þórólfur segist ætla að skila tillögum til heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir á næstu mínútum. Hann vill ekki fara nánar út í hvað felst í hertum aðgerðum og mun ekki gera það fyrr en ráðherra hefur fengið að fara yfir tillögurnar og kynna þær í ríkisstjórn. Ríkisstjórnin kemur saman til fundar klukkan 14 og ræðir tillögurnar. Þórólfur segir að horft verði í þá reynslu sem fékkst af hörðum aðgerðum í mars og hverju þær skiluðum. Verður stuðst við það. „Ég legg til fjöldatakmarkanir, meiri grímuskyldu og lokanir á ýmissi starfsemi,“ segir Þórólfur en tekur fram að lokanirnar verði ekki eins umfangsmiklar og í mars. Hann sér ekki fyrir sér að breyta nándarreglunni úr einum metra í tvo metra. „Þetta er þróun sem við höfum verið að vara við. Faraldurinn hefur verið í línulegum vexti, með svipaðan fjölda á milli daga. En nú er greinilega að verða aukning. Búið að vera tvo daga í röð og það er það sem við óttumst. Faraldurinn getur verið að fara í veldisvöxt sem er eitthvað sem við viljum ekki sjá.“ Er róðurinn að þyngjast á Landspítalanum þar sem þrettán eru inniliggjandi, þrír í gjörgæslu, þar af tveir í öndunarvél. Forstjóri Landspítalans segir að álagið þar sé meira en í vor. Það helgist af því að ekki hefur verið opnað hjúkrunarheimili til að útskrifa sjúklinga af Landspítalanum og þá gangi samfélagið af sama krafti og áður. Þá hefur Þórólfur áhyggjur af smitum sem eru komin upp á hjúkrunarheimilum eins og Eir og Hrafnistu. Fjallað var um stöðu mála í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hlusta má á fréttina og viðtal við Þórólf að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
„Við verðum að grípa til harðari aðgerða ef við ætlum að stoppa þetta af,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. 61 greindist með veiruna í gær, af þeim var einungis þriðjungur í sóttkví. Þórólfur segist ætla að skila tillögum til heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir á næstu mínútum. Hann vill ekki fara nánar út í hvað felst í hertum aðgerðum og mun ekki gera það fyrr en ráðherra hefur fengið að fara yfir tillögurnar og kynna þær í ríkisstjórn. Ríkisstjórnin kemur saman til fundar klukkan 14 og ræðir tillögurnar. Þórólfur segir að horft verði í þá reynslu sem fékkst af hörðum aðgerðum í mars og hverju þær skiluðum. Verður stuðst við það. „Ég legg til fjöldatakmarkanir, meiri grímuskyldu og lokanir á ýmissi starfsemi,“ segir Þórólfur en tekur fram að lokanirnar verði ekki eins umfangsmiklar og í mars. Hann sér ekki fyrir sér að breyta nándarreglunni úr einum metra í tvo metra. „Þetta er þróun sem við höfum verið að vara við. Faraldurinn hefur verið í línulegum vexti, með svipaðan fjölda á milli daga. En nú er greinilega að verða aukning. Búið að vera tvo daga í röð og það er það sem við óttumst. Faraldurinn getur verið að fara í veldisvöxt sem er eitthvað sem við viljum ekki sjá.“ Er róðurinn að þyngjast á Landspítalanum þar sem þrettán eru inniliggjandi, þrír í gjörgæslu, þar af tveir í öndunarvél. Forstjóri Landspítalans segir að álagið þar sé meira en í vor. Það helgist af því að ekki hefur verið opnað hjúkrunarheimili til að útskrifa sjúklinga af Landspítalanum og þá gangi samfélagið af sama krafti og áður. Þá hefur Þórólfur áhyggjur af smitum sem eru komin upp á hjúkrunarheimilum eins og Eir og Hrafnistu. Fjallað var um stöðu mála í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hlusta má á fréttina og viðtal við Þórólf að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira