Covid-innlögn á tólf tíma fresti í nýrri holskeflu Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. október 2020 15:49 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í dag. Lögreglan Forstjóri Landspítala segir að þessa dagana leggist að meðaltali inn sjúklingur með Covid-19 á tólf tíma fresti. Um ákveðna holskeflu sé að ræða. Hann telur spítalann í stakk búinn að taka á móti öllum sjúklingum sem þurfa á læknisaðstoð að halda vegna kórónuveirunnar í þessari þriðju bylgju faraldursins, þó að það verði vissulega áskorun. Þetta kom fram í máli Páls Matthíassonar forstjóra Landspítala á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar nú síðdegis. Tveir hafa verið lagðir inn á spítalann með Covid-19 það sem af er degi og alls liggja því þrettán inni, þar af tveir á gjörgæslu og báðir í öndunarvél. Af þeim tæplega 580 sem eru undir eftirliti Covid-göngudeildar eru þrír mjög veikir og taldir þurfa innlögn á spítalann innan skamms. Fjórtán eru talsvert veikir. Páll bendir þó á að á næstu dögum muni um hundrað manns útskrifast af göngudeildinni. Meðalaldur sjúklinganna sem liggja inni á spítalanum vegna Covid-19 er um fimmtugt. Fólkið er frá þrítugsaldri og upp í sjötugsaldur. Páll sagði þróun innlagna svipaða og í vor. Áskorun spítalans tvíþætt Páll sagði það jafnframt mat Landspítalans að styrkleikar hans væru fjölmargir. Verklag og þekking væri nú skýrari en í fyrstu bylgjunni í vor. Áskoranir spítalans fælust einkum í tveimur atriðum: annars vegar þyrfti að tryggja að þeir sjúklingar sem lokið hafi virkri meðferð geti útskrifast hratt og vel. Opnun hjúkrunarheimilis á Sléttuvegi hefði hjálpað mjög til við þetta í vor en um slíkt væri ekki að ræða nú. Unnið væri að því að leysa þennan vanda með miklum hraði þessa dagana og Páll kvaðst hafa fulla trú á því að náist að stilla saman strengi. Hin áskorun spítalans felst í mönnun, annars vegar á Covid-göngudeild og hins vegar í sérhæfðri þjónustu á gjörgæslu. Páll sagði að verið væri að draga úr valkvæðri þjónustu á spítalanum til að geta nýtt starfsfólk betur, einkum á gjörgæslu. Páll sagði bylgjuna nú ekki minni en í vor og hvatti heilbrigðisstarfsfólk til að bjóða sig fram í bakvarðasveitir. Fólk þyrfti jafnframt að sýna því skilning að nú væri Covid í forgangi á spítalanum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Forstjóri Landspítala segir að þessa dagana leggist að meðaltali inn sjúklingur með Covid-19 á tólf tíma fresti. Um ákveðna holskeflu sé að ræða. Hann telur spítalann í stakk búinn að taka á móti öllum sjúklingum sem þurfa á læknisaðstoð að halda vegna kórónuveirunnar í þessari þriðju bylgju faraldursins, þó að það verði vissulega áskorun. Þetta kom fram í máli Páls Matthíassonar forstjóra Landspítala á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar nú síðdegis. Tveir hafa verið lagðir inn á spítalann með Covid-19 það sem af er degi og alls liggja því þrettán inni, þar af tveir á gjörgæslu og báðir í öndunarvél. Af þeim tæplega 580 sem eru undir eftirliti Covid-göngudeildar eru þrír mjög veikir og taldir þurfa innlögn á spítalann innan skamms. Fjórtán eru talsvert veikir. Páll bendir þó á að á næstu dögum muni um hundrað manns útskrifast af göngudeildinni. Meðalaldur sjúklinganna sem liggja inni á spítalanum vegna Covid-19 er um fimmtugt. Fólkið er frá þrítugsaldri og upp í sjötugsaldur. Páll sagði þróun innlagna svipaða og í vor. Áskorun spítalans tvíþætt Páll sagði það jafnframt mat Landspítalans að styrkleikar hans væru fjölmargir. Verklag og þekking væri nú skýrari en í fyrstu bylgjunni í vor. Áskoranir spítalans fælust einkum í tveimur atriðum: annars vegar þyrfti að tryggja að þeir sjúklingar sem lokið hafi virkri meðferð geti útskrifast hratt og vel. Opnun hjúkrunarheimilis á Sléttuvegi hefði hjálpað mjög til við þetta í vor en um slíkt væri ekki að ræða nú. Unnið væri að því að leysa þennan vanda með miklum hraði þessa dagana og Páll kvaðst hafa fulla trú á því að náist að stilla saman strengi. Hin áskorun spítalans felst í mönnun, annars vegar á Covid-göngudeild og hins vegar í sérhæfðri þjónustu á gjörgæslu. Páll sagði að verið væri að draga úr valkvæðri þjónustu á spítalanum til að geta nýtt starfsfólk betur, einkum á gjörgæslu. Páll sagði bylgjuna nú ekki minni en í vor og hvatti heilbrigðisstarfsfólk til að bjóða sig fram í bakvarðasveitir. Fólk þyrfti jafnframt að sýna því skilning að nú væri Covid í forgangi á spítalanum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira