Klofningur í nauðgunarmáli fyrir Hæstarétti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2020 14:46 Þrír dómarar við Hæstarétt komust að niðurstöðunni um að senda málið aftur til meðferðar í Landsrétti. Tveir vildu staðfesta sýknudóminn úr Landsrétti. Vísir/Vilhelm Landsréttur þarf að taka aftur fyrir mál konu sem sökuð var um hlutdeild í nauðgun á konu með þroskahömlun. Konan hlaut tveggja ára dóm í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir tveimur árum en var sýknuð í Landsrétti. Hæstiréttur klofnaði í málinu og skiluðu tveir dómarar af fimm séráliti en þeir vildu staðfesta sýknudóminn úr Landsrétti. Konan var ákærð fyrir hlutdeild í nauðgun með sambýlismanni sínum. Hann lést áður en aðalmeðferð málsins fór fram í héraði og var það því fellt niður á hendur honum. Konan var sakfelld í héraðsdómi fyrir hlutdeild í nauðgunarbroti og dæmd í tveggja ára fangelsi. Dómurinn taldi að hlutdeild hennar hefði verið af ásetningi og falist bæði í athöfn og afhafnaleysi. Breyting á ákæru í Landsrétti Við meðferð málsins fyrir Landsrétti var fallið frá þeim hluta ákærunnar er varðaði athöfn og konan sýknuð af ákærunni þar sem talið var að hún yrði ekki dæmd sek um hlutdeild í nauðgunarbroti á grundvelli þess athafnaleysis að hafa einungis horft á samskipti kærasta hennar við konuna með þroskahömlunina. Konan var sýknuð í Landsrétti. Saksóknari óskaði áfrýjunarleyfis til Hæstaréttar sem tók málið fyrir og vísaði því aftur til Landsréttar.Vísir/Vilhelm Í dómi Hæstaréttar var meðal annars vísað til þess að Landsréttur hefði sleppt því að taka rökstudda afstöðu til þess ákæruatriðis er laut að því hvort telja hefði að konan hefði veitt aðstoð við meint nauðgunarbrot kærastans með því að liggja við hlið hans meðan á kynferðismökum stóð þannig að félli undir verknaðarlýsingu laganna þar sem segir: „Hver sá maður, sem með liðsinni í orði eða verki, fortölum, hvatningum eða á annan hátt á þátt í því, að brot samkvæmt lögum þessum er framið, skal sæta þeirri refsingu, sem við brotinu er lögð.“ Ekkert mat á þroskahömluninni Hæstiréttur leit einnig til þess að í röksemdum dómsins í Landsrétti hefði hvorki farið fram mat á fyrirliggjandi upplýsingum um þroskahömlun konunnar og þýðingu hennar við úrlausn málsins né að tekin hefði verið afstaða til þess hvort máli skipti í því samhengi að atvik hefðu gerst í lokuðu herbergi á heimili kærustuparsins. Þá hefði ekki verið skoðað nógu vel hvaða þýðingu það hefði sá liðsmunur sem kærastan hefði skapað gagnvart hinni konunni með nærveru sinni. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í dag.Vísir/Vilhelm Taldi Hæstiréttur að ekki hefði farið fram heildarmat á þeim atvikum sem sönnuð þótti og aðstæðum eins og þeim hefði verið lýst í ákæru við úrlausn um hvort háttsemi konunnar uppfyllti við þær aðstæður lágmarksskilyrði hlutdeildar í nauðgunarbroti. Skilyrði um meðferð sakamála hefðu ekki verið uppfyllt. Var af þessum sökum talið óhjákvæmilegt að ómerkja sýknudóm Landsréttar og fela réttinum að taka málið fyrir að nýju. Tveir af fimm vildu sýkna Málið dæmdu hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ingveldur Einarsdóttir, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Sigurður Tómas Magnússon og Helgi I. Jónsson fyrrverandi hæstaréttardómari. Þrír dómarar voru sammála en tveir, þeir Benedikt og Helgi, skiluðu sératkvæði og vildu staðfesta sýknudóm Landsréttar. Í áliti þeirra segir meðal annars að jafnvel þótt konan hafi upphaflega verið samþykk að taka þátt í kynlífsathöfnum með kærasta sínum og konunni með þroskahömlunina sé ljóst af málsgögnum að þegar það gekk ekki eftir, því kærastinn sneri sér alfarið að hinni konunni, hefði hún verið mótfallin verknaðinum. Þessi afstaða hennar hefði í raun leitt til þess að kærastinn lét síðan af háttsemi sinni. Töldu þeir því ekki rétt að sakfella fyrir að hafa með athafnaleysi sínu veitt kærastanum liðsinni í verknaðnum. Skipt af um aðalmynd með frétt þar sem að fæstir af þeim Hæstaréttardómurum sem voru á myndinni tengdust umræddum dómi. Dómsmál Tengdar fréttir Sýknuð fyrir hlutdeild í nauðgun á þroskahamlaðri konu Kona sem dæmd var í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun hefur verið sýknuð í málinu fyrir Landsrétti. Karlmaður, sem var ákærður var fyrir nauðgunina, lést eftir að málið var þingfest fyrir héraðsdómi. Sá var kærasti konunnar. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti í dag. 14. febrúar 2020 16:26 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira
Landsréttur þarf að taka aftur fyrir mál konu sem sökuð var um hlutdeild í nauðgun á konu með þroskahömlun. Konan hlaut tveggja ára dóm í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir tveimur árum en var sýknuð í Landsrétti. Hæstiréttur klofnaði í málinu og skiluðu tveir dómarar af fimm séráliti en þeir vildu staðfesta sýknudóminn úr Landsrétti. Konan var ákærð fyrir hlutdeild í nauðgun með sambýlismanni sínum. Hann lést áður en aðalmeðferð málsins fór fram í héraði og var það því fellt niður á hendur honum. Konan var sakfelld í héraðsdómi fyrir hlutdeild í nauðgunarbroti og dæmd í tveggja ára fangelsi. Dómurinn taldi að hlutdeild hennar hefði verið af ásetningi og falist bæði í athöfn og afhafnaleysi. Breyting á ákæru í Landsrétti Við meðferð málsins fyrir Landsrétti var fallið frá þeim hluta ákærunnar er varðaði athöfn og konan sýknuð af ákærunni þar sem talið var að hún yrði ekki dæmd sek um hlutdeild í nauðgunarbroti á grundvelli þess athafnaleysis að hafa einungis horft á samskipti kærasta hennar við konuna með þroskahömlunina. Konan var sýknuð í Landsrétti. Saksóknari óskaði áfrýjunarleyfis til Hæstaréttar sem tók málið fyrir og vísaði því aftur til Landsréttar.Vísir/Vilhelm Í dómi Hæstaréttar var meðal annars vísað til þess að Landsréttur hefði sleppt því að taka rökstudda afstöðu til þess ákæruatriðis er laut að því hvort telja hefði að konan hefði veitt aðstoð við meint nauðgunarbrot kærastans með því að liggja við hlið hans meðan á kynferðismökum stóð þannig að félli undir verknaðarlýsingu laganna þar sem segir: „Hver sá maður, sem með liðsinni í orði eða verki, fortölum, hvatningum eða á annan hátt á þátt í því, að brot samkvæmt lögum þessum er framið, skal sæta þeirri refsingu, sem við brotinu er lögð.“ Ekkert mat á þroskahömluninni Hæstiréttur leit einnig til þess að í röksemdum dómsins í Landsrétti hefði hvorki farið fram mat á fyrirliggjandi upplýsingum um þroskahömlun konunnar og þýðingu hennar við úrlausn málsins né að tekin hefði verið afstaða til þess hvort máli skipti í því samhengi að atvik hefðu gerst í lokuðu herbergi á heimili kærustuparsins. Þá hefði ekki verið skoðað nógu vel hvaða þýðingu það hefði sá liðsmunur sem kærastan hefði skapað gagnvart hinni konunni með nærveru sinni. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í dag.Vísir/Vilhelm Taldi Hæstiréttur að ekki hefði farið fram heildarmat á þeim atvikum sem sönnuð þótti og aðstæðum eins og þeim hefði verið lýst í ákæru við úrlausn um hvort háttsemi konunnar uppfyllti við þær aðstæður lágmarksskilyrði hlutdeildar í nauðgunarbroti. Skilyrði um meðferð sakamála hefðu ekki verið uppfyllt. Var af þessum sökum talið óhjákvæmilegt að ómerkja sýknudóm Landsréttar og fela réttinum að taka málið fyrir að nýju. Tveir af fimm vildu sýkna Málið dæmdu hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ingveldur Einarsdóttir, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Sigurður Tómas Magnússon og Helgi I. Jónsson fyrrverandi hæstaréttardómari. Þrír dómarar voru sammála en tveir, þeir Benedikt og Helgi, skiluðu sératkvæði og vildu staðfesta sýknudóm Landsréttar. Í áliti þeirra segir meðal annars að jafnvel þótt konan hafi upphaflega verið samþykk að taka þátt í kynlífsathöfnum með kærasta sínum og konunni með þroskahömlunina sé ljóst af málsgögnum að þegar það gekk ekki eftir, því kærastinn sneri sér alfarið að hinni konunni, hefði hún verið mótfallin verknaðinum. Þessi afstaða hennar hefði í raun leitt til þess að kærastinn lét síðan af háttsemi sinni. Töldu þeir því ekki rétt að sakfella fyrir að hafa með athafnaleysi sínu veitt kærastanum liðsinni í verknaðnum. Skipt af um aðalmynd með frétt þar sem að fæstir af þeim Hæstaréttardómurum sem voru á myndinni tengdust umræddum dómi.
Dómsmál Tengdar fréttir Sýknuð fyrir hlutdeild í nauðgun á þroskahamlaðri konu Kona sem dæmd var í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun hefur verið sýknuð í málinu fyrir Landsrétti. Karlmaður, sem var ákærður var fyrir nauðgunina, lést eftir að málið var þingfest fyrir héraðsdómi. Sá var kærasti konunnar. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti í dag. 14. febrúar 2020 16:26 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira
Sýknuð fyrir hlutdeild í nauðgun á þroskahamlaðri konu Kona sem dæmd var í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun hefur verið sýknuð í málinu fyrir Landsrétti. Karlmaður, sem var ákærður var fyrir nauðgunina, lést eftir að málið var þingfest fyrir héraðsdómi. Sá var kærasti konunnar. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti í dag. 14. febrúar 2020 16:26